Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?

JGÞ

Kjúklingabaunir, sem einnig eru nefndar kíkertur á íslensku, eru fræ af runnanum Cicer arietinum. Hér til hliðar sést mynd af runnanum og fræjunum. Rómverjar kölluðu fræ eða baun runnans cicer og af því heiti á nafn rómverska stjórnmálamannsins og mælskusnillingsins Ciceros að vera dregið. Sagan segir að einn forfeðra hans hafi verið með vörtu á andlitinu sem minnti á baunina.

Á ensku nefnist baunin chickpea og þaðan er heitið komið úr frönsku, chiche, sem er dregið af latneska heitinu. Enska orðið chick er meðal annars haft um kjúklinga og aðra fuglsunga og þess vegna hefur þýðingin kjúklingabaun orðið til.

Nýyrðið kíkerta er hins vegar hljóðlíking á latnesku heiti baunarinnar og hefur þann kost fram yfir hitt orðið að sneiða hjá tengingunni við kjúklinga.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

7.9.2009

Spyrjandi

Vilhelm Már Bjarnason

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?“ Vísindavefurinn, 7. september 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53535.

JGÞ. (2009, 7. september). Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53535

JGÞ. „Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53535>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?
Kjúklingabaunir, sem einnig eru nefndar kíkertur á íslensku, eru fræ af runnanum Cicer arietinum. Hér til hliðar sést mynd af runnanum og fræjunum. Rómverjar kölluðu fræ eða baun runnans cicer og af því heiti á nafn rómverska stjórnmálamannsins og mælskusnillingsins Ciceros að vera dregið. Sagan segir að einn forfeðra hans hafi verið með vörtu á andlitinu sem minnti á baunina.

Á ensku nefnist baunin chickpea og þaðan er heitið komið úr frönsku, chiche, sem er dregið af latneska heitinu. Enska orðið chick er meðal annars haft um kjúklinga og aðra fuglsunga og þess vegna hefur þýðingin kjúklingabaun orðið til.

Nýyrðið kíkerta er hins vegar hljóðlíking á latnesku heiti baunarinnar og hefur þann kost fram yfir hitt orðið að sneiða hjá tengingunni við kjúklinga.

Heimildir og mynd:...