Sólin Sólin Rís 05:58 • sest 21:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:27 • Síðdegis: 22:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:15 • Síðdegis: 16:24 í Reykjavík

Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?

Heiða María Sigurðardóttir, Andri Fannar Guðmundsson og Kjartan Smári Höskuldsson

Sálfræði er fjölmennust þeirra greina sem kenndar eru innan Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Sálfræði er sívaxandi grein sem meðal annars má sjá á stöðugri fjölgun nemenda milli ára og sífellt aukinni eftirspurn í atvinnulífinu eftir starfsfólki með sálfræðimenntun.

Algengur misskilningur er að sálfræði snúist fyrst og síðast um að veita þeim meðferð sem eiga í einhvers konar erfiðleikum. Þetta er að sjálfsögðu hluti af sálfræði og margir sálfræðingar vinna við að meðhöndla geðraskanir, veita hjónabandsráðgjöf eða annars konar klíníska þjónustu. Þeir eru þó aðeins hluti af heildinni, sálfræði fjallar aðeins að litlu leyti um að leysa vandamál fólks. Viðfangsefni greinarinnar er öll hugsun og öll hegðun mannfólksins. Sálfræði fæst við nám, skynjun, minni, félagsskilning, heilastarfsemi, tilfinningar, greind, geðheilbrigði, þroska, persónuleika og þannig mætti endalaust áfram telja. Viðfangsefni sálfræðinnar eru því mörg og margbreytileg og liggja á mörkum raunvísinda og félagsvísinda.


Algengur misskilningur er að allir sálfræðingar veiti fólki einhvers konar meðferð.

Sálfræðimenntað fólk starfar á ýmsum vettvangi, þar á meðal við stjórnun fyrirtækja, ráðgjöf, starfsmannastjórnun, markaðssetningu, hönnun tækja og mannvirkja, á rannsóknarstofum, við ýmiss konar meðferð, í fjölmiðlum, í skólum, í líftæknifyrirtækjum, á auglýsingastofum og meira að segja á Vísindavefnum. Sálfræðimenntað fólk er sífellt að hasla sér breiðari völl í atvinnulífinu og atvinnutækifæri eru mörg. Þessi hagnýting sálfræði byggist á öflugu vísinda- og rannsóknarstarfi sem er grundvöllur greinarinnar.

Mynd: Richard Kerbaj. Therapy the new religion. The Age.

Höfundar

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

B.A. í sálfræði

B.A. í sálfræði

Útgáfudagur

25.10.2005

Spyrjandi

Katrín Sól

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir, Andri Fannar Guðmundsson og Kjartan Smári Höskuldsson. „Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?“ Vísindavefurinn, 25. október 2005. Sótt 14. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5354.

Heiða María Sigurðardóttir, Andri Fannar Guðmundsson og Kjartan Smári Höskuldsson. (2005, 25. október). Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5354

Heiða María Sigurðardóttir, Andri Fannar Guðmundsson og Kjartan Smári Höskuldsson. „Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2005. Vefsíða. 14. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5354>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?
Sálfræði er fjölmennust þeirra greina sem kenndar eru innan Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Sálfræði er sívaxandi grein sem meðal annars má sjá á stöðugri fjölgun nemenda milli ára og sífellt aukinni eftirspurn í atvinnulífinu eftir starfsfólki með sálfræðimenntun.

Algengur misskilningur er að sálfræði snúist fyrst og síðast um að veita þeim meðferð sem eiga í einhvers konar erfiðleikum. Þetta er að sjálfsögðu hluti af sálfræði og margir sálfræðingar vinna við að meðhöndla geðraskanir, veita hjónabandsráðgjöf eða annars konar klíníska þjónustu. Þeir eru þó aðeins hluti af heildinni, sálfræði fjallar aðeins að litlu leyti um að leysa vandamál fólks. Viðfangsefni greinarinnar er öll hugsun og öll hegðun mannfólksins. Sálfræði fæst við nám, skynjun, minni, félagsskilning, heilastarfsemi, tilfinningar, greind, geðheilbrigði, þroska, persónuleika og þannig mætti endalaust áfram telja. Viðfangsefni sálfræðinnar eru því mörg og margbreytileg og liggja á mörkum raunvísinda og félagsvísinda.


Algengur misskilningur er að allir sálfræðingar veiti fólki einhvers konar meðferð.

Sálfræðimenntað fólk starfar á ýmsum vettvangi, þar á meðal við stjórnun fyrirtækja, ráðgjöf, starfsmannastjórnun, markaðssetningu, hönnun tækja og mannvirkja, á rannsóknarstofum, við ýmiss konar meðferð, í fjölmiðlum, í skólum, í líftæknifyrirtækjum, á auglýsingastofum og meira að segja á Vísindavefnum. Sálfræðimenntað fólk er sífellt að hasla sér breiðari völl í atvinnulífinu og atvinnutækifæri eru mörg. Þessi hagnýting sálfræði byggist á öflugu vísinda- og rannsóknarstarfi sem er grundvöllur greinarinnar.

Mynd: Richard Kerbaj. Therapy the new religion. The Age....