Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til einhver Darraði eða Dörruður sem darraðadans er kenndur við?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið darraður var í fornu máli notað um spjót og er oftast talið tökuorð í íslensku úr fornensku daroð.

Orðið kemur fyrir í fornum bókmenntum og sem karlmannsnafnið Dörruður í Njáls sögu. Samsetningin darraðardans er mun yngri. Elst dæmi Orðabókar Háskólans er frá því snemma á 20. öld. Merkingin er 'erfið raun; mikil ólæti' en frummerking er 'bardagi'. Samsetningin darraðarljóð er ekki heldur gömul.

Elsta dæmi Orðabókarinnar er frá lokum 19. aldar en orðið má rekja er til mikils orrustuljóðs sem Dörruður, sá sem nefndur er í Njálu og bjó á Katanesi (157. kafla), heyrði konur kveða í dyngju einni. Þar lýstu þær orrustu Brjáns konungs í Dyflinni sem oft er nefndur Brjánsbardagi.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.12.2009

Spyrjandi

Davíð Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til einhver Darraði eða Dörruður sem darraðadans er kenndur við?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53545.

Guðrún Kvaran. (2009, 14. desember). Er til einhver Darraði eða Dörruður sem darraðadans er kenndur við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53545

Guðrún Kvaran. „Er til einhver Darraði eða Dörruður sem darraðadans er kenndur við?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53545>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til einhver Darraði eða Dörruður sem darraðadans er kenndur við?
Nafnorðið darraður var í fornu máli notað um spjót og er oftast talið tökuorð í íslensku úr fornensku daroð.

Orðið kemur fyrir í fornum bókmenntum og sem karlmannsnafnið Dörruður í Njáls sögu. Samsetningin darraðardans er mun yngri. Elst dæmi Orðabókar Háskólans er frá því snemma á 20. öld. Merkingin er 'erfið raun; mikil ólæti' en frummerking er 'bardagi'. Samsetningin darraðarljóð er ekki heldur gömul.

Elsta dæmi Orðabókarinnar er frá lokum 19. aldar en orðið má rekja er til mikils orrustuljóðs sem Dörruður, sá sem nefndur er í Njálu og bjó á Katanesi (157. kafla), heyrði konur kveða í dyngju einni. Þar lýstu þær orrustu Brjáns konungs í Dyflinni sem oft er nefndur Brjánsbardagi.

Mynd:...