Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:58 • Sest 13:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?

Guðrún Kvaran

Orðið sneis þekkist þegar í fornu máli um trépinna eða mjóa grein. Í öðrum kafla Svarfdæla sögu segir til dæmis frá því er Þórólfur Þorgnýsson tók af sér sverð sitt og gaf Þorsteini bróður sínum. Sverðið þótti góður gripur. Þorsteinn tók við sverðinu lék það illa, rétti Þórólfi aftur og bað hann að láta sig hafa annað: "ok skal mér ekki sneis þessi." Í Sturlungu eru dæmi um að sneis sé spýta sem stungið var fyrir op á sláturkepp þannig að Þorsteinn talar afar niðrandi um sverðið sem honum var gefið, líkir því við mjóa grein eða trétitt.

Sögnin að sneisa er einnig þekkt í fornu máli um að loka sláturkepp eða bjúga með sneis, það er stinga trépinna í keppinn eða bjúgað til þess að ekki renni úr við suðu. Sá endi keppsins eða bjúgans sem pinnanum, sneisinni, er stungið í heitir sneisarhald. Sneisafullur merkir þá eiginlega ‘fullur upp að sneisinni’, það er ‘troðfullur, kúffullur’.

Til gamans má geta að orðið snes í merkingunni ‘tuttugu’ til dæmis í dönsku er af sömu rót. Upphaflega merkingin er ‘grein, rá’ en síðan fluttist merkingin yfir á þann fjölda að stykkjum (til dæmis fiski) sem skyldi vera á ránni í vöruskiptum. Í dönsku hafa því tuttugu stykki átt að vera á hverri sneis. Síðar var farið að nota snes almennt yfir töluna tuttugu þótt ekki væri um að ræða varning á grein eða rá.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.10.2005

Spyrjandi

Gunnlaugur Þór Briem

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?“ Vísindavefurinn, 27. október 2005. Sótt 12. júlí 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=5360.

Guðrún Kvaran. (2005, 27. október). Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5360

Guðrún Kvaran. „Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2005. Vefsíða. 12. júl. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5360>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?
Orðið sneis þekkist þegar í fornu máli um trépinna eða mjóa grein. Í öðrum kafla Svarfdæla sögu segir til dæmis frá því er Þórólfur Þorgnýsson tók af sér sverð sitt og gaf Þorsteini bróður sínum. Sverðið þótti góður gripur. Þorsteinn tók við sverðinu lék það illa, rétti Þórólfi aftur og bað hann að láta sig hafa annað: "ok skal mér ekki sneis þessi." Í Sturlungu eru dæmi um að sneis sé spýta sem stungið var fyrir op á sláturkepp þannig að Þorsteinn talar afar niðrandi um sverðið sem honum var gefið, líkir því við mjóa grein eða trétitt.

Sögnin að sneisa er einnig þekkt í fornu máli um að loka sláturkepp eða bjúga með sneis, það er stinga trépinna í keppinn eða bjúgað til þess að ekki renni úr við suðu. Sá endi keppsins eða bjúgans sem pinnanum, sneisinni, er stungið í heitir sneisarhald. Sneisafullur merkir þá eiginlega ‘fullur upp að sneisinni’, það er ‘troðfullur, kúffullur’.

Til gamans má geta að orðið snes í merkingunni ‘tuttugu’ til dæmis í dönsku er af sömu rót. Upphaflega merkingin er ‘grein, rá’ en síðan fluttist merkingin yfir á þann fjölda að stykkjum (til dæmis fiski) sem skyldi vera á ránni í vöruskiptum. Í dönsku hafa því tuttugu stykki átt að vera á hverri sneis. Síðar var farið að nota snes almennt yfir töluna tuttugu þótt ekki væri um að ræða varning á grein eða rá. ...