
Rakhnífur Ockhams nefnist vinsæl regla innan vísindanna. Hún segir mönnum að sleppa öllu því sem óþarft er í lýsingu á veröldinni eða fyrirbærum hennar. Dæmi væru staðhæfingar um annan heim sem hefur engin áhrif á þennan. Nú getur vel verið að annar heimur sé til sem engin tengsl hafi við okkar heim. En það er þá engin leið að sanna það eða afsanna og hvort við játumst slíkri tilgátu eða ekki breytir engu um vísindalega skoðun á þessum heimi. Með rakhníf Ockhams á lofti vísum við hugmyndinni um aðra heima af þessum toga til hliðar sem óþarfri, ónýtri í einhverjum skilningi. Það sem ekkert verður vitað um líta vísindamenn ekki endilega svo á að sé ekki til, heldur að ómögulegt og óþarft sé að fjalla um það.Um Ockham má lesa meira í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvað er frumspeki?
Mynd:
- Wikipedia. Sótt 14.9.2009.