Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast?

Jón Már Halldórsson

Svarið við báðum þessum spurningum er já! Apar og reyndar velflest önnur dýr með jafnheitt blóð hafa botnlanga. Botnlangi apa er yfirleitt stærri en botnlangi manna. Í simpönsum (Pan troglodytes) er botnlanginn um 10 cm langur en í mönnum er hann um 7 cm. Botnlangi simpansa er breiðari og snúnari en hjá mönnum. Í órangútanöpum (Pongo pygmaeus) er botnlanginn enn lengri og breiðari og mörkin milli hans og botnristils (cecum) eru engin. Hjá mönnum þrengist botnlanginn þar sem hann tengist botnristli. Það kemur þó á óvart að botnlangi górilla (Gorilla gorilla) er ámóta stór og í mönnum.


Botnlangi úr manni við hliðina á vasahníf.

Botnlangakast er þekkt meðal villtra apa og hefur meðal annars verið skráð hjá simpönsum og górillum. Í tilviki simpansakerlu voru flest einkenni líkt og þegar menn fá botnlangakast, svo sem verkir í kvið, ógleði, uppköst, niðurgangur og vægur hiti.

Vísindamenn sem hafa rannsakað líffræði villtra apa, telja að bráðabotnlangabólga sé sjaldgæf meðal þeirra. Þau fáu tilvik sem hafa verið skráð hjá mannöpum hafa leitt til dauða þeirra. Ekki er getið um samanburð á tíðni bráðabotnlangabólgu hjá mönnum og öðrum öpum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • D´Agostino o.fl. Journal of Primatology. Volume 36. Issues 3. (bls. 119-123).

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.10.2009

Spyrjandi

Ása Heimisdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast? “ Vísindavefurinn, 12. október 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53653.

Jón Már Halldórsson. (2009, 12. október). Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53653

Jón Már Halldórsson. „Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast? “ Vísindavefurinn. 12. okt. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53653>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast?
Svarið við báðum þessum spurningum er já! Apar og reyndar velflest önnur dýr með jafnheitt blóð hafa botnlanga. Botnlangi apa er yfirleitt stærri en botnlangi manna. Í simpönsum (Pan troglodytes) er botnlanginn um 10 cm langur en í mönnum er hann um 7 cm. Botnlangi simpansa er breiðari og snúnari en hjá mönnum. Í órangútanöpum (Pongo pygmaeus) er botnlanginn enn lengri og breiðari og mörkin milli hans og botnristils (cecum) eru engin. Hjá mönnum þrengist botnlanginn þar sem hann tengist botnristli. Það kemur þó á óvart að botnlangi górilla (Gorilla gorilla) er ámóta stór og í mönnum.


Botnlangi úr manni við hliðina á vasahníf.

Botnlangakast er þekkt meðal villtra apa og hefur meðal annars verið skráð hjá simpönsum og górillum. Í tilviki simpansakerlu voru flest einkenni líkt og þegar menn fá botnlangakast, svo sem verkir í kvið, ógleði, uppköst, niðurgangur og vægur hiti.

Vísindamenn sem hafa rannsakað líffræði villtra apa, telja að bráðabotnlangabólga sé sjaldgæf meðal þeirra. Þau fáu tilvik sem hafa verið skráð hjá mannöpum hafa leitt til dauða þeirra. Ekki er getið um samanburð á tíðni bráðabotnlangabólgu hjá mönnum og öðrum öpum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • D´Agostino o.fl. Journal of Primatology. Volume 36. Issues 3. (bls. 119-123).

Mynd:...