Sólin Sólin Rís 11:05 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:57 • Síðdegis: 19:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru deilitegundir?

Jón Már Halldórsson

Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hugtakið kyn, til dæmis þegar talað er um hunda eða ketti.Hundar skiptast í margar deilitegundir eða kyn.

Deilitegundarhugtakið er afar mikið notað í líffræði. Skýringin á því að einstaklingar sömu tegundar geta verið það ólíkir að ástæða þykir til að skipta henni upp í mismunandi deilitegundir, er yfirleitt sú að meðlimir tegundarinnar lifa við ólík umhverfisskilyrði. Umhverfi hefur áhrif á aðlögun lífvera og með tímanum geta því þróast mismunandi útlitseinkenni hjá einstaklingum sem búa við ólíka umhverfisþætti. Þessi mismunur getur komið fram í líkamsstærð, litarfari eða öðrum líkamseinkennum.

Ljón eru dæmi um tegund sem skiptist í deilitegundir en litarfar þeirra er mismunandi eftir því hvar þau lifa. Mest áberandi dæmið er munurinn á litarfari berbaljóna (Panthera leo leo) sem lifðu í Atlasfjöllum í Marokkó (en finnast ekki villt í náttúrunni lengur) og ljóna á sléttunum í austanverðri Afríku, þar sem hin fyrrnefndu voru með mun ljósari feld. Lesa má um berbaljón í svari sama höfundar við spurningunni Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum? og almennt um ljón í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um ljón?

Annað dæmi um tegundir sem skiptast í deilitegundir eru dýr sem teygja útbreiðslu sína norður á kaldari svæði, svo sem brúnbirnir (Ursus arctos) og úlfar (Canis lupus). Í þessum tilfellum eru meðlimir tegundanna á nyrstu svæðunum nær undantekningalaust stærri en einstaklingar á svæðum sem eru sunnar. Hér liggur að baki ákveðin tilhneiging í þróunarfræðinni sem nefnist Bergmanns reglan. Hún felur í sér að stærri dýr geta viðhaldið líkamshitanum betur en þau sem minni eru þar sem hlutfall yfirborðs miðað við rúmmál er minna eftir því sem líkaminn er stærri. Þar af leiðandi er sá yfirborðsflötur sem varmatap fer um hlutfallslega minni.

Þar sem útbreiðsla bæði brúnbjarna og úlfa er mjög víðfeðm og meðlimir tegundanna lifa við afar breytilegar umhverfisaðstæður, eru þær greindar niður í fjölda deilitegunda. Til dæmis þurfa úlfar á Ítalíu að takast á við allt aðrar umhverfisaðstæður en frændur þeirra á Ellismere eyju þar sem hitastigið getur farið niður í -70°C á veturna. Útlit þessara úlfa er því nokkuð ólíkt, þar sem þeir á Ellismere eyju eru mun ljósari, með þykkari feld og meira en helmingi stærri en ítalskir úlfar. Þarna er um sitt hvora deilitegundina að ræða, þó allt séu þetta úlfar.Dæmi um ólíka einstaklinga sömu tegundar. A) Indverskur úlfur (Canis lupus pallipes) B) Heimskautaúlfur (Canis lupus arctos).

Það má halda því fram að myndun deilitegunda sé fyrsta skrefið í því að til verði ný tegund þar sem tiltekinn hópur dýra hefur einangrast sökum einhvers umhverfisþröskuldar, svo sem fjallgarðs eða sjávar, sem hindrar að meðlimir hópsins geti æxlast við móðurstofninn. Með tímanum verður því aukinn erfðafræðilegur breytileiki milli þessara aðskildu hópa sem að endingu þróast í tvær aðskildar tegundir.

Í lokin má geta þess að þekkt eru ótal önnur dæmi en þau sem hér voru nefnd um breytileika innan tegunda og í reynd hefur talsverður breytileiki fundist innan nánast allra tegunda sem rannsakaðar hafa verið. Á Vísindavefnum hefur svolítið verið fjallað um tegundir og deilitegundir, til dæmis í svörunum:

Finna má fleiri svör með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.11.2005

Spyrjandi

Kristrún Kristjánsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru deilitegundir?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2005. Sótt 9. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5372.

Jón Már Halldórsson. (2005, 2. nóvember). Hvað eru deilitegundir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5372

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru deilitegundir?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2005. Vefsíða. 9. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5372>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru deilitegundir?
Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hugtakið kyn, til dæmis þegar talað er um hunda eða ketti.Hundar skiptast í margar deilitegundir eða kyn.

Deilitegundarhugtakið er afar mikið notað í líffræði. Skýringin á því að einstaklingar sömu tegundar geta verið það ólíkir að ástæða þykir til að skipta henni upp í mismunandi deilitegundir, er yfirleitt sú að meðlimir tegundarinnar lifa við ólík umhverfisskilyrði. Umhverfi hefur áhrif á aðlögun lífvera og með tímanum geta því þróast mismunandi útlitseinkenni hjá einstaklingum sem búa við ólíka umhverfisþætti. Þessi mismunur getur komið fram í líkamsstærð, litarfari eða öðrum líkamseinkennum.

Ljón eru dæmi um tegund sem skiptist í deilitegundir en litarfar þeirra er mismunandi eftir því hvar þau lifa. Mest áberandi dæmið er munurinn á litarfari berbaljóna (Panthera leo leo) sem lifðu í Atlasfjöllum í Marokkó (en finnast ekki villt í náttúrunni lengur) og ljóna á sléttunum í austanverðri Afríku, þar sem hin fyrrnefndu voru með mun ljósari feld. Lesa má um berbaljón í svari sama höfundar við spurningunni Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum? og almennt um ljón í svari við spurningunni Getið þið sagt mér allt um ljón?

Annað dæmi um tegundir sem skiptast í deilitegundir eru dýr sem teygja útbreiðslu sína norður á kaldari svæði, svo sem brúnbirnir (Ursus arctos) og úlfar (Canis lupus). Í þessum tilfellum eru meðlimir tegundanna á nyrstu svæðunum nær undantekningalaust stærri en einstaklingar á svæðum sem eru sunnar. Hér liggur að baki ákveðin tilhneiging í þróunarfræðinni sem nefnist Bergmanns reglan. Hún felur í sér að stærri dýr geta viðhaldið líkamshitanum betur en þau sem minni eru þar sem hlutfall yfirborðs miðað við rúmmál er minna eftir því sem líkaminn er stærri. Þar af leiðandi er sá yfirborðsflötur sem varmatap fer um hlutfallslega minni.

Þar sem útbreiðsla bæði brúnbjarna og úlfa er mjög víðfeðm og meðlimir tegundanna lifa við afar breytilegar umhverfisaðstæður, eru þær greindar niður í fjölda deilitegunda. Til dæmis þurfa úlfar á Ítalíu að takast á við allt aðrar umhverfisaðstæður en frændur þeirra á Ellismere eyju þar sem hitastigið getur farið niður í -70°C á veturna. Útlit þessara úlfa er því nokkuð ólíkt, þar sem þeir á Ellismere eyju eru mun ljósari, með þykkari feld og meira en helmingi stærri en ítalskir úlfar. Þarna er um sitt hvora deilitegundina að ræða, þó allt séu þetta úlfar.Dæmi um ólíka einstaklinga sömu tegundar. A) Indverskur úlfur (Canis lupus pallipes) B) Heimskautaúlfur (Canis lupus arctos).

Það má halda því fram að myndun deilitegunda sé fyrsta skrefið í því að til verði ný tegund þar sem tiltekinn hópur dýra hefur einangrast sökum einhvers umhverfisþröskuldar, svo sem fjallgarðs eða sjávar, sem hindrar að meðlimir hópsins geti æxlast við móðurstofninn. Með tímanum verður því aukinn erfðafræðilegur breytileiki milli þessara aðskildu hópa sem að endingu þróast í tvær aðskildar tegundir.

Í lokin má geta þess að þekkt eru ótal önnur dæmi en þau sem hér voru nefnd um breytileika innan tegunda og í reynd hefur talsverður breytileiki fundist innan nánast allra tegunda sem rannsakaðar hafa verið. Á Vísindavefnum hefur svolítið verið fjallað um tegundir og deilitegundir, til dæmis í svörunum:

Finna má fleiri svör með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Heimildir og myndir:...