Sólin Sólin Rís 06:50 • sest 20:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:14 • Sest 07:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:31 • Síðdegis: 15:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?

Guðrún Kvaran

Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er þar um að ræða stefið eða stefin, ef þau eru fleiri, og vísurnar á milli þeirra. Síðasti kaflinn nefnist svo slæmur og er stefjalaus. (Sjá bókina Hugtök og heiti í bókmenntafræði sem gefin var út 1983)

Til forna voru drápur oftast ortar undir svokölluðum dróttkvæðum hætti en á 11. öld fóru menn að yrkja undir hrynhendum hætti sem síðar varð algengast hátturinn á drápum.

Vísur eru miklu einfaldari að gerð. Þær eru oft sjálfstæðar stökur en einnig hlutar af lengri kvæðum. Gæta þarf að hrynjandi, stuðlum, höfuðstöfum og rími í hefðbundnum vísum. Þær er síðan hægt að yrkja undir margvíslegum bragarháttum. Best er að lesa sér til um vísnagerð í góðri bragfræði. Hér er bent á bók Óskars Halldórssonar, Bragur og ljóðstíll, sem gefin var út í Reykjavík 1972. Einnig er hægt að skoða efni sem til er á Veraldarvefnum, til dæmis:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.11.2005

Spyrjandi

Daníel Smárason, f. 1989

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2005. Sótt 31. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5378.

Guðrún Kvaran. (2005, 3. nóvember). Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5378

Guðrún Kvaran. „Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2005. Vefsíða. 31. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5378>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?
Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er þar um að ræða stefið eða stefin, ef þau eru fleiri, og vísurnar á milli þeirra. Síðasti kaflinn nefnist svo slæmur og er stefjalaus. (Sjá bókina Hugtök og heiti í bókmenntafræði sem gefin var út 1983)

Til forna voru drápur oftast ortar undir svokölluðum dróttkvæðum hætti en á 11. öld fóru menn að yrkja undir hrynhendum hætti sem síðar varð algengast hátturinn á drápum.

Vísur eru miklu einfaldari að gerð. Þær eru oft sjálfstæðar stökur en einnig hlutar af lengri kvæðum. Gæta þarf að hrynjandi, stuðlum, höfuðstöfum og rími í hefðbundnum vísum. Þær er síðan hægt að yrkja undir margvíslegum bragarháttum. Best er að lesa sér til um vísnagerð í góðri bragfræði. Hér er bent á bók Óskars Halldórssonar, Bragur og ljóðstíll, sem gefin var út í Reykjavík 1972. Einnig er hægt að skoða efni sem til er á Veraldarvefnum, til dæmis:...