
Fjórir menn með nafninu Svertingur eru nefndir í Landnámabók og að minnsta kosti alls tíu í fornritum, svo að mannsnafnið hefur vafalaust verið til þó að enginn hafi komist í manntöl eða önnur slík heimildarit, og nafnið því ekki í Nöfnum Íslendinga. Finnur Jónsson taldi að bæjanöfnin hefðu mannsnafn að forlið, og það má enn telja líklegt. Heimildir:
- Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Reykjavík 1968.
- Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson: Nöfn Íslendinga. Reykjavík 1991.
- Finnur Jónsson: Bæjanöfn á Íslandi. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta IV. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1907-1915.
- Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 10. 11. 2009.