Hvað er það við kísilinn í íslensku vatni sem veldur því að það er svona erfitt að ná honum af?Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3). Kalk er þeirrar náttúru að leysni þess eykst með lækkandi sýrustigi (pH), til dæmis leysir súrt regn upp listaverk og annað sem unnið er úr kalksteini eða marmara. Hins vegar minnkar leysnin með vaxandi hitastigi - þess vegna fellur kalk út í pottum og hraðsuðukötlum sem notaðir eru til að hita vatn. Íslenskt berg er aftur á móti fremur kalksnautt og þar af leiðandi er minna kalk í vatninu okkar en víða erlendis. Auk þess er heita vatnið hér yfirleitt jarðhitavatn sem inniheldur kísil (SiO2). Þó er sá hluti hitaveitukerfis Reykjavíkur sem tengdur er Nesjavöllum upphitað „Þingvallavatn“ og þess vegna laust við kísil. Ólíkt kalki, vex leysni kísils með hækkandi pH (er mest í basísku vatni) og hitastigi. Þegar jarðhitavatn kólnar fellur kísillinn út sem kísilhrúður (til dæmis hveraskál Geysis), en hrúðrið er myndlaust afbrigði kísils.
Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?
Útgáfudagur
8.11.2005
Spyrjandi
Ragnar Ólafsson
Tilvísun
Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2005, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5391.
Sigurður Steinþórsson. (2005, 8. nóvember). Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5391
Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2005. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5391>.