Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:48 • Sest 02:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:21 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:10 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Er Hemmert gamalt útlenskt ættarnafn og hvar var það fyrst notað?

Guðrún Kvaran

Hemmert er ættarnafn, sennilega þýskt að uppruna. Það er þó ekki algengt í Þýskalandi.

Talið er að um 500 manns beri það nú. Þaðan hefur það borist til nágrannalanda, til dæmis Austurríkis, Sviss, Póllands, Danmerkur og Noregs en er hvergi mjög algengt. Þar sem nafnið kemur ekki oft fyrir hefur það ekki komist í þýskar ættarnafnabækur, til dæmis Familiennamen frá Duden-forlaginu en í þeirri bók er fjallað um 20.000 ættarnöfn í Þýskalandi. Líklegast er að baki liggi örnefni eins og til dæmis í ættarnöfnunum Hemme, Hemmerich og Hemmerling. Endingin –rt er afar algeng í þýskum ættarnöfnum. Hún á sér margvíslegan uppruna og því er ekki unnt að segja frekar um merkingu nafnsins Hemmert fyrr en fleiri gögn finnast.

Líklegast er að baki nafninu Hemmert liggi örnefni eins og til dæmis í ættarnöfnunum Hemme, Hemmerich og Hemmerling. Á myndinni má sjá rústir Hemmerich kastalans.

Hérlendis bera þrír karlar nafnið Hemmert sem eiginnafn, einn að fyrra nafni og tveir að síðara nafni. Hingað mun nafnið hafa borist með dönskum kaupmanni sem hafði ættarnafnið Hemmert.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.5.2010

Spyrjandi

Þórólfur Sigurðsson, f. 1996

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er Hemmert gamalt útlenskt ættarnafn og hvar var það fyrst notað?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2010. Sótt 17. júní 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=53980.

Guðrún Kvaran. (2010, 28. maí). Er Hemmert gamalt útlenskt ættarnafn og hvar var það fyrst notað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53980

Guðrún Kvaran. „Er Hemmert gamalt útlenskt ættarnafn og hvar var það fyrst notað?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2010. Vefsíða. 17. jún. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53980>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Hemmert gamalt útlenskt ættarnafn og hvar var það fyrst notað?
Hemmert er ættarnafn, sennilega þýskt að uppruna. Það er þó ekki algengt í Þýskalandi.

Talið er að um 500 manns beri það nú. Þaðan hefur það borist til nágrannalanda, til dæmis Austurríkis, Sviss, Póllands, Danmerkur og Noregs en er hvergi mjög algengt. Þar sem nafnið kemur ekki oft fyrir hefur það ekki komist í þýskar ættarnafnabækur, til dæmis Familiennamen frá Duden-forlaginu en í þeirri bók er fjallað um 20.000 ættarnöfn í Þýskalandi. Líklegast er að baki liggi örnefni eins og til dæmis í ættarnöfnunum Hemme, Hemmerich og Hemmerling. Endingin –rt er afar algeng í þýskum ættarnöfnum. Hún á sér margvíslegan uppruna og því er ekki unnt að segja frekar um merkingu nafnsins Hemmert fyrr en fleiri gögn finnast.

Líklegast er að baki nafninu Hemmert liggi örnefni eins og til dæmis í ættarnöfnunum Hemme, Hemmerich og Hemmerling. Á myndinni má sjá rústir Hemmerich kastalans.

Hérlendis bera þrír karlar nafnið Hemmert sem eiginnafn, einn að fyrra nafni og tveir að síðara nafni. Hingað mun nafnið hafa borist með dönskum kaupmanni sem hafði ættarnafnið Hemmert.

Mynd:...