Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?

Guðrún Kvaran

Orðin tvennur, þrennur og fern eru lýsingarorð og merkja 'í tveimur (þremur, fjórum) samstæðum; tveir (þrír, fjórir) um eitthvað'. Talað er til dæmis um að skipta einhverju í tvennt (þrennt, fernt), það er í tvo (þrjá, fjóra) hluta. Lýsingarorðin laga sig eftir nafnorðinu sem þau standa með, til dæmis með tvennu (þrennu, fernu) móti, á tvennan (þrennan, fernan) hátt, í tvennu (þrennu, fernu) lagi og svo framvegis.


Þegar við skerum köku í fleiri hluta en fjóra þurfum við einfaldlega að umorða, því tölulýsingarorðin er aðeins hægt að mynda af tölunum tveir, þrír og fjórir.

Tölulýsingarorð eins og tvennur, þrennur og fern er aðeins hægt að mynda af tölunum tveir, þrír og fjórir. Með öðrum tölum þarf að umorða og segja til dæmis skipta á fimm (sex, sjö …) vegu, deila í fimm (sex, sjö …) hluta og svo framvegis.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Það er hægt að skera eða skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt. En er hægt að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar? Er það til í tungumálinu?

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.11.2009

Spyrjandi

Katrín Birgisdóttir, f. 1987

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2009. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53991.

Guðrún Kvaran. (2009, 16. nóvember). Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53991

Guðrún Kvaran. „Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2009. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53991>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?
Orðin tvennur, þrennur og fern eru lýsingarorð og merkja 'í tveimur (þremur, fjórum) samstæðum; tveir (þrír, fjórir) um eitthvað'. Talað er til dæmis um að skipta einhverju í tvennt (þrennt, fernt), það er í tvo (þrjá, fjóra) hluta. Lýsingarorðin laga sig eftir nafnorðinu sem þau standa með, til dæmis með tvennu (þrennu, fernu) móti, á tvennan (þrennan, fernan) hátt, í tvennu (þrennu, fernu) lagi og svo framvegis.


Þegar við skerum köku í fleiri hluta en fjóra þurfum við einfaldlega að umorða, því tölulýsingarorðin er aðeins hægt að mynda af tölunum tveir, þrír og fjórir.

Tölulýsingarorð eins og tvennur, þrennur og fern er aðeins hægt að mynda af tölunum tveir, þrír og fjórir. Með öðrum tölum þarf að umorða og segja til dæmis skipta á fimm (sex, sjö …) vegu, deila í fimm (sex, sjö …) hluta og svo framvegis.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Það er hægt að skera eða skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt. En er hægt að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar? Er það til í tungumálinu?

Mynd:...