Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?

ÞV

Ferðahraði jarðskjálftabylgju er afar misjafn eftir gerð jarðlaganna og er það einmitt notað í svokölluðum bylgjubrotsmælingum þegar verið er að kanna jarðlög. Þannig getur verið að hraði í efstu jarðlögum sé aðeins um 2 km/s en þegar komið er niður á svo sem 10-20 km dýpi sé hraðinn nær 6 km/s. Það er einmitt sá hraði sem segir til sín þegar bylgjan fer langa leið í lárétta stefnu, til dæmis um 100 km eins og milli Hellu og Reykjavíkur. Talan sem spyrjandi miðar við er því alltof lág og kann að vera miðuð við sjávarbylgjur (600 km/klst = 600/3600 km/s = 1/6 km/s = 170 m/s eða aðeins hálfur hljóðhraðinn í lofti).

Með réttum tölum sjáum við að jarðskjálftinn er aðeins um 15 sek. að berast frá upptökum í Rangárvallasýslu til Reykjavíkur. Þó að viðvörun bærist með ljóshraða milli staðanna ynnist þess vegna mjög lítill tími. Þar að auki væri viðvörunin að berast frá því svæði þar sem hætta og tjón af skjálfta er mest til þeirra svæða þar sem skjálftinn er orðinn miklu veikari þegar hann kemur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild var sem hér segir:
Hver er ferðahraði jarðskjálftabylgju? Væri hægt að setja upp sjálfvirkt viðvörunarkerfi sem kveikti á almannavarnaflautunum sem hætt er að nota? Til dæmis jarðskjálfti með upptök 100 km frá Reykjavík, bylgja ferðast með 600 km hraða gefur 10 mín. í viðbragðstíma. Ath.: Aðvörunarkerfi sem þessi eru í notkun á Kyrrahafi til að vara við flóðbylgjum.

Höfundur

Útgáfudagur

19.6.2000

Spyrjandi

Guðjón Þór Pétursson

Tilvísun

ÞV. „Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2000. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=540.

ÞV. (2000, 19. júní). Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=540

ÞV. „Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2000. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=540>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?
Ferðahraði jarðskjálftabylgju er afar misjafn eftir gerð jarðlaganna og er það einmitt notað í svokölluðum bylgjubrotsmælingum þegar verið er að kanna jarðlög. Þannig getur verið að hraði í efstu jarðlögum sé aðeins um 2 km/s en þegar komið er niður á svo sem 10-20 km dýpi sé hraðinn nær 6 km/s. Það er einmitt sá hraði sem segir til sín þegar bylgjan fer langa leið í lárétta stefnu, til dæmis um 100 km eins og milli Hellu og Reykjavíkur. Talan sem spyrjandi miðar við er því alltof lág og kann að vera miðuð við sjávarbylgjur (600 km/klst = 600/3600 km/s = 1/6 km/s = 170 m/s eða aðeins hálfur hljóðhraðinn í lofti).

Með réttum tölum sjáum við að jarðskjálftinn er aðeins um 15 sek. að berast frá upptökum í Rangárvallasýslu til Reykjavíkur. Þó að viðvörun bærist með ljóshraða milli staðanna ynnist þess vegna mjög lítill tími. Þar að auki væri viðvörunin að berast frá því svæði þar sem hætta og tjón af skjálfta er mest til þeirra svæða þar sem skjálftinn er orðinn miklu veikari þegar hann kemur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild var sem hér segir:
Hver er ferðahraði jarðskjálftabylgju? Væri hægt að setja upp sjálfvirkt viðvörunarkerfi sem kveikti á almannavarnaflautunum sem hætt er að nota? Til dæmis jarðskjálfti með upptök 100 km frá Reykjavík, bylgja ferðast með 600 km hraða gefur 10 mín. í viðbragðstíma. Ath.: Aðvörunarkerfi sem þessi eru í notkun á Kyrrahafi til að vara við flóðbylgjum.
...