Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?

Einar Örn Þorvaldsson og Heiða María Sigurðardóttir

Svarið við þessari spurningu er jákvætt þrátt fyrir að við fyrstu sýn virðist það ómögulegt.

Þegar talað er um að fólk sé í tilteknum blóðflokki þýðir það í raun að það hafi ákveðnar tegundir mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum. Fólk í A-flokki hefur A-mótefnavaka, fólk í B-flokki hefur B-mótefnavaka og AB-blóðflokkur einkennist af bæði A- og B-mótefnavökum. Séu menn svo í O-blóðflokki hafa þeir hvorugan mótefnavakann. Um þetta má lesa nánar í svarinu Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin? eftir Bergþór Björnsson.


Rauð blóðkorn hafa A og/eða B mótefnisvaka, að undanskyldum O-flokkinum.

Þar sem genin sem stýra myndun mótefnavaka A og B eru ríkjandi er nóg að fólk erfi þau frá öðru foreldri sínu til þess að það tilheyri A- eða B-blóðflokki. Þessi gen eru jafnframt jafnríkjandi sem þýðir að hjá einstaklingi með bæði A- og B-gen koma bæði A- og B-mótefnavakar fram og fólkið tilheyrir því AB-blóðflokki. Til þess að vera í O-blóðflokki þarf fólk hins vegar að erfa hið víkjandi O-gen frá báðum foreldrum. Maður í AB-blóðflokki hefur ekki slíkt gen og ætti því undir venjulegum kringumstæðum ekki að geta eignast barn í O-flokki. Nánar má lesa um erfðir ABO-blóðflokkanna í svari Þorsteins Viðhjálmssonar, Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A?

Frá þessari meginreglu er þó sjaldgæf undantekning. Mótefnavakar A og B eru báðir búnir til úr annars konar mótefnavaka, svokölluðum H-mótefnavaka. Þessi forveri (e. precursor) A- og B-mótefnavaka er einnig til staðar á rauðum blóðkornum fólks í O-flokki. Fólk með svokallaða Bombay-svipgerð (nefnt eftir borginni Bombay á Indlandi) hefur aftur á móti enga slíka H-mótefnisvaka og getur því hvorki myndað A-mótefnavaka né B-mótefnavaka jafnvel þótt það ætti samkvæmt arfgerð sinni að gera það. Þetta fólk myndi þess vegna alltaf mælast í O-blóðflokki sama hvaða genasamsætur ABO-blóðflokkakerfisins það erfði frá foreldrum sínum. Sé barn manns í AB-blóðflokki af Bombay-svipgerð væri því hægt að svara upphaflegu spurningunni játandi.

Á þessu er þó einn fyrirvari: Venjulegt fólk í O-flokki hefur H-mótefnavaka, en fólk af Bombay-svipgerð hefur enga slíka vaka. Síðarnefndi hópurinn myndar því mótefni gegn H-mótefnavökum og getur þar af leiðandi ekki þegið blóð frá fólki í O-blóðflokki. Jafnvel þótt fólk af Bombay-svipgerð teljist til O-blóðflokks er ekki þar með sagt að hóparnir tveir séu algjörlega sambærilegir.

Heimildir og Myndir:

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

14.11.2005

Spyrjandi

Ólöf Guðfinnsdóttir

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5405.

Einar Örn Þorvaldsson og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 14. nóvember). Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5405

Einar Örn Þorvaldsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5405>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?
Svarið við þessari spurningu er jákvætt þrátt fyrir að við fyrstu sýn virðist það ómögulegt.

Þegar talað er um að fólk sé í tilteknum blóðflokki þýðir það í raun að það hafi ákveðnar tegundir mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum. Fólk í A-flokki hefur A-mótefnavaka, fólk í B-flokki hefur B-mótefnavaka og AB-blóðflokkur einkennist af bæði A- og B-mótefnavökum. Séu menn svo í O-blóðflokki hafa þeir hvorugan mótefnavakann. Um þetta má lesa nánar í svarinu Hvernig verkar blóðflokkakerfið? Hvað þýða stafirnir og plús- og mínusmerkin? eftir Bergþór Björnsson.


Rauð blóðkorn hafa A og/eða B mótefnisvaka, að undanskyldum O-flokkinum.

Þar sem genin sem stýra myndun mótefnavaka A og B eru ríkjandi er nóg að fólk erfi þau frá öðru foreldri sínu til þess að það tilheyri A- eða B-blóðflokki. Þessi gen eru jafnframt jafnríkjandi sem þýðir að hjá einstaklingi með bæði A- og B-gen koma bæði A- og B-mótefnavakar fram og fólkið tilheyrir því AB-blóðflokki. Til þess að vera í O-blóðflokki þarf fólk hins vegar að erfa hið víkjandi O-gen frá báðum foreldrum. Maður í AB-blóðflokki hefur ekki slíkt gen og ætti því undir venjulegum kringumstæðum ekki að geta eignast barn í O-flokki. Nánar má lesa um erfðir ABO-blóðflokkanna í svari Þorsteins Viðhjálmssonar, Getur barn verið í öðrum blóðflokki en foreldrar þess, til dæmis í flokki O ef foreldrar eru bæði í flokki A?

Frá þessari meginreglu er þó sjaldgæf undantekning. Mótefnavakar A og B eru báðir búnir til úr annars konar mótefnavaka, svokölluðum H-mótefnavaka. Þessi forveri (e. precursor) A- og B-mótefnavaka er einnig til staðar á rauðum blóðkornum fólks í O-flokki. Fólk með svokallaða Bombay-svipgerð (nefnt eftir borginni Bombay á Indlandi) hefur aftur á móti enga slíka H-mótefnisvaka og getur því hvorki myndað A-mótefnavaka né B-mótefnavaka jafnvel þótt það ætti samkvæmt arfgerð sinni að gera það. Þetta fólk myndi þess vegna alltaf mælast í O-blóðflokki sama hvaða genasamsætur ABO-blóðflokkakerfisins það erfði frá foreldrum sínum. Sé barn manns í AB-blóðflokki af Bombay-svipgerð væri því hægt að svara upphaflegu spurningunni játandi.

Á þessu er þó einn fyrirvari: Venjulegt fólk í O-flokki hefur H-mótefnavaka, en fólk af Bombay-svipgerð hefur enga slíka vaka. Síðarnefndi hópurinn myndar því mótefni gegn H-mótefnavökum og getur þar af leiðandi ekki þegið blóð frá fólki í O-blóðflokki. Jafnvel þótt fólk af Bombay-svipgerð teljist til O-blóðflokks er ekki þar með sagt að hóparnir tveir séu algjörlega sambærilegir.

Heimildir og Myndir: