Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til?

Þórhallur Heimisson

Í bókinni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown kemur svokallað Bræðralag Síons mikið við sögu, en það er sagt vera leynifélag sem stofnað var fyrir næstum 1000 árum til þess að varðveita ákaflega mikilvægt leyndarmál (hér verður ekki sagt meira til þess að spilla ekki fyrir þeim sem ætla sér að lesa bókina seinna).

Bókin hefur vakið spurningar hjá mörgum um hvort þetta leynifélag sé til í raun og veru, sérstaklega þar sem í upphafi bókarinnar er fjallað um það undir fyrirsögninni „Staðreyndir“. Reyndar er Brown ekki fyrstur manna til að fjalla um Bræðralagið; til dæmis vakti bókin Holy Blood, Holy Grail eftir Michael Baigent og fleiri mikla athygli þegar hún kom út snemma á 9. áratug síðustu aldar, en þar kemur Bræðralag Síons við sögu.Árið 1956 var skráð á Hagstofu Frakklands félag sem hét Regla Síons, eða Bræðralag Síons (e. Priory of Sion, f. Prieuré de Sion) eins og það er kallað í Da Vinci lyklinum. Fjórir ábyrgðarmenn voru skráðir fyrir því, meðal þeirra Andre Bonhomme sem var forseti félagsins og stjórnarformaðurinn Pierre Plantard. Plantard sagði af sér árið 1984. Enginn veit hvort félagið starfaði áfram eftir það.

Andre Bonhomme gaf út eftirfarandi yfirlýsingu í BBC um félagið árið 1996:
Regla Síonar er ekki lengur til. Við vorum ekki stjórnmálahreyfing. Þetta voru bara fjórir vinir sem komu saman sér til gamans. Við kölluðum okkur Reglu Síons eftir samnefndu fjalli þar sem við áttum heima.

Þess má geta að fjallið sem þarna er nefnt er Col du Mont Sion sem er rétt utan við bæinn Annemasse.Fjallið Col du Mont Sion er rétt við landamæri Frakklands og Sviss. Ekki er vitað til þess að hjólreiðakappinn á myndinni hafi nokkur tengsl við Bræðralag Síons.

Sú fullyrðing Dan Brown að þetta félag hafi verið til allt frá tímum krossferðanna er því sögulega ekki rétt. Til var munkaregla á miðöldum sem hét sama nafni en hún tengdist krossferðunum ekkert.

Ótal heimasíður á netinu fjalla um Bræðralag Síons í stuttu sem löngu máli og geta lesendur sem vilja kynna sér efnið nánar skoðað einhverjar þeirra, til dæmis með því að slá leitarorðin „Priory of Sion“ inn í leitarvélar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um Bræðralag Síons, hvort það sé enn til, hver hafi verið eða sé tilgangur þess, hvernig Da Vinci tengist því og svo framvegis.

Aðrir spyrjendur eru: Kristján Einarsson, Arnar Björnsson, Kristinn Guðmundsson, Ólafur Freyr, Hans Straumland, Eva Hrund Hlynsdóttir og Guðmundur Gunnar

Höfundur

prestur við Hafnarfjarðarkirkju

Útgáfudagur

16.11.2005

Spyrjandi

Janis Dzelme

Tilvísun

Þórhallur Heimisson. „Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til? “ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2005. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5412.

Þórhallur Heimisson. (2005, 16. nóvember). Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5412

Þórhallur Heimisson. „Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til? “ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2005. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5412>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til?
Í bókinni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown kemur svokallað Bræðralag Síons mikið við sögu, en það er sagt vera leynifélag sem stofnað var fyrir næstum 1000 árum til þess að varðveita ákaflega mikilvægt leyndarmál (hér verður ekki sagt meira til þess að spilla ekki fyrir þeim sem ætla sér að lesa bókina seinna).

Bókin hefur vakið spurningar hjá mörgum um hvort þetta leynifélag sé til í raun og veru, sérstaklega þar sem í upphafi bókarinnar er fjallað um það undir fyrirsögninni „Staðreyndir“. Reyndar er Brown ekki fyrstur manna til að fjalla um Bræðralagið; til dæmis vakti bókin Holy Blood, Holy Grail eftir Michael Baigent og fleiri mikla athygli þegar hún kom út snemma á 9. áratug síðustu aldar, en þar kemur Bræðralag Síons við sögu.Árið 1956 var skráð á Hagstofu Frakklands félag sem hét Regla Síons, eða Bræðralag Síons (e. Priory of Sion, f. Prieuré de Sion) eins og það er kallað í Da Vinci lyklinum. Fjórir ábyrgðarmenn voru skráðir fyrir því, meðal þeirra Andre Bonhomme sem var forseti félagsins og stjórnarformaðurinn Pierre Plantard. Plantard sagði af sér árið 1984. Enginn veit hvort félagið starfaði áfram eftir það.

Andre Bonhomme gaf út eftirfarandi yfirlýsingu í BBC um félagið árið 1996:
Regla Síonar er ekki lengur til. Við vorum ekki stjórnmálahreyfing. Þetta voru bara fjórir vinir sem komu saman sér til gamans. Við kölluðum okkur Reglu Síons eftir samnefndu fjalli þar sem við áttum heima.

Þess má geta að fjallið sem þarna er nefnt er Col du Mont Sion sem er rétt utan við bæinn Annemasse.Fjallið Col du Mont Sion er rétt við landamæri Frakklands og Sviss. Ekki er vitað til þess að hjólreiðakappinn á myndinni hafi nokkur tengsl við Bræðralag Síons.

Sú fullyrðing Dan Brown að þetta félag hafi verið til allt frá tímum krossferðanna er því sögulega ekki rétt. Til var munkaregla á miðöldum sem hét sama nafni en hún tengdist krossferðunum ekkert.

Ótal heimasíður á netinu fjalla um Bræðralag Síons í stuttu sem löngu máli og geta lesendur sem vilja kynna sér efnið nánar skoðað einhverjar þeirra, til dæmis með því að slá leitarorðin „Priory of Sion“ inn í leitarvélar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um Bræðralag Síons, hvort það sé enn til, hver hafi verið eða sé tilgangur þess, hvernig Da Vinci tengist því og svo framvegis.

Aðrir spyrjendur eru: Kristján Einarsson, Arnar Björnsson, Kristinn Guðmundsson, Ólafur Freyr, Hans Straumland, Eva Hrund Hlynsdóttir og Guðmundur Gunnar...