Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?

Gestur Guðjónsson

Hafa skal í huga að mestur hluti þeirrar olíu sem berst í hafið kemur af landi og á það bæði við um tíðni og heildarmagn. Næst að tíðni og umfangi eru óhöpp sem verða við meðhöndlun olíu fyrir skip, bæði lestun og losun. Stærstu einstöku óhöppin sem vekja mesta athygli verða hins vegar þegar skip farast, stranda eða lenda í árekstri við önnur skip.

Þegar olía fer í sjó er hægt að bregðast við á ýmsan hátt. Ein leiðin er sú að gera ekki neitt, og það á sérstaklega við ef um er að ræða léttar olíur eins og bensín, steinolíu eða gasolíu (e. diesel). Þetta á ekki síst við ef óhappið er langt frá landi enda hverfa þessar tegundir fljótt bæði vegna uppgufunar og eins af því að olían blandast saman við vatnið vegna ölduróts. Áður en slík ákvörðun er tekin þarf þó að huga vandlega að lífríkinu sem olían er í og vakta umhverfið gaumgæfilega á eftir. Mörg af stærstu óhöppum síðustu 30 ára hafa ekki krafist neinnar hreinsunar, en mun minni slys með þyngri olíur eins og svartolíu, oft í litlu magni, hafa hins vegar krafist mikilla hreinsiaðgerða.



Leki frá olíuborpalli í Norðursjó.

Þegar ákveðið er að hreinsa upp olíu sem farið hefur í sjó er um þrjár meginaðferðir að ræða:
  1. Að safna olíunni saman og dæla henni upp með flotgirðingum og olíufleytum eða olíuupptökutækjum (e. skimmer)
  2. Að kveikja í olíunni
  3. Að dreifa olíunni eða fella hana út með felliefnum

Þegar olía fer í sjó er talið að bestu viðbrögðin séu að safna henni með flotgirðingum og dæla svo upp með sérhæfðum olíufleytum. Þetta er eina aðgerðin sem fjarlægir olíuna algerlega úr umhverfinu, það er að segja þá olíu sem næst í. Þessi hreinsiaðferð byggist á þeim eiginleikum olíu að flest efnin í henni eru torleyst í vatni og léttari en vatn þannig að þau fljóta ofan á. Aðferðin hefur þó ýmsar takmarkanir eins og nánar verður vikið að hér á eftir.

Þegar olíu er safnað er flotgirðingum, sem ná 30-100 cm niður í sjóinn og standa 10-50 cm upp úr honum, komið fyrir umhverfis olíuflekkinn. Girðingarnar eru svo dregnar saman þar til þykkt olíunnar á vatnsyfirborðinu er orðin nægjanleg til þess að fleytarnir sem veiða olíuna ofan af sjónum geti unnið, en þeir dæla olíunni um borð í bát eða pramma. Þessi aðferð hefur þann ókost að það fer ávallt mikið vatn með olíunni og eins hrærist mikið vatn samanvið olíuna ef eitthvert öldurót er. Árangurinn er því afar háður aðstæðum eins og vindi, straumum, ölduróti, uppblöndunareiginleikum olíunnar við vatn, uppgufun og ekki síst því hve olían breiðir fljótt úr sér á vatni. Reynslan er sú að jafnvel við bestu aðstæður næst afar lítill hluti olíunnar aftur, eða á bilinu 10-15%. Eru flotgirðingar því oft notaðar til að verja mikilvæga staði og svæði fyrir flekkjum fremur en að ráðast á þá sjálfa. Á vef Umhverfisstofnunnar má sjá staðsetningu flotgirðinga og olíufleyta á Íslandi.



Ein gerð olíugirðinga.

Vegna þess hve erfitt er að ná olíunni úr sjónum og þess hve mikið vatn fer saman við hana, sem margfaldar það vökvamagn sem flytja þarf í land, hefur í einstaka tilfellum verið beitt þeirri aðferð að brenna olíuna. Er henni þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð er kveikt í henni. Þessi aðferð hefur marga ókosti. Erfitt er að kveikja í olíunni því eldfimasti hluti hennar gufar afar hratt upp, sjálf íkveikjan er afar hættuleg vegna sprengihættu og síðast en ekki síst falla öskuleifar til botns og mikill reykur myndast, sem hvorttveggja getur haft afar slæm umhverfisáhrif. Helst hefur íkveikju verið beitt þegar ljóst er að ekki sé hægt að dæla olíunni frá borði við skipsstrand. Eru þá notaðar herþotur til að sprengja skipið til að losa olíuna úr því um leið og kveikt er í henni. Engar eldþolnar girðingar eru til á Íslandi.

Felliefni sem dreift er yfir olíuflekkinn auka uppleysanleika olíunnar í vatni og gera það að verkum að hún hrærist í litla dropa sem dreifast um hafið, þynnast og brotna svo að lokum niður á náttúrulegan hátt. Þegar þessari hreinsunaraðferð er beitt er mikilvægt að dreifa felliefnum eins fljótt og auðið er þar sem virkni þeirra dvínar mikið um leið og vatn blandast saman við olíuna vegna ölduhreyfinga. Notkun felliefna getur dregið úr umhverfisáhrifum olíuslysa, sérstaklega áhrifum á strandlíf og fugla. Hins vegar gera felliefnin það að verkum að olían fer niður í sjóinn þannig að langtímaáhrif hennar geta orðið þó nokkur og jafnvel meiri en ef hún fær að brotna niður og gufa upp af yfirborðinu. Þess vegna verður að meta það gaumgæfilega í hverju tilfelli hvort beita eigi felliefnum á viðkomandi stað.



Eitt af því sem gert var í kjölfar Exxon Valdez slysins í Alaska 1989 var að skola olíu af ströndinni.

Þegar olía er komin að strönd er hægt að beita mörgum aðferðum til að hreinsa svæðið. Oft er hægt að dæla olíunni upp með dælum eða ná henni upp með ísogsefnum sem draga í sig olíu en ekki vatn. Einnig er hægt að moka upp menguðum sandi og möl eða skola olíuna með heitu eða köldu vatni með eða án íblandaðra felliefna eða sápu.

Í öllum tilfellum þegar velja þarf hvaða hreinsunaraðferð á að beita, hvort sem olían er á hafi úti eða við strönd, verður að meta gaumgæfilega hvort sjálf hreinsunin valdi meiri skaða en þeim sem verður ef ekkert er að gert.

Myndir:

Höfundur

umhverfisverkfræðingur

Útgáfudagur

21.11.2005

Spyrjandi

Brynjar Örn

Tilvísun

Gestur Guðjónsson. „Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2005, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5419.

Gestur Guðjónsson. (2005, 21. nóvember). Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5419

Gestur Guðjónsson. „Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2005. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5419>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?
Hafa skal í huga að mestur hluti þeirrar olíu sem berst í hafið kemur af landi og á það bæði við um tíðni og heildarmagn. Næst að tíðni og umfangi eru óhöpp sem verða við meðhöndlun olíu fyrir skip, bæði lestun og losun. Stærstu einstöku óhöppin sem vekja mesta athygli verða hins vegar þegar skip farast, stranda eða lenda í árekstri við önnur skip.

Þegar olía fer í sjó er hægt að bregðast við á ýmsan hátt. Ein leiðin er sú að gera ekki neitt, og það á sérstaklega við ef um er að ræða léttar olíur eins og bensín, steinolíu eða gasolíu (e. diesel). Þetta á ekki síst við ef óhappið er langt frá landi enda hverfa þessar tegundir fljótt bæði vegna uppgufunar og eins af því að olían blandast saman við vatnið vegna ölduróts. Áður en slík ákvörðun er tekin þarf þó að huga vandlega að lífríkinu sem olían er í og vakta umhverfið gaumgæfilega á eftir. Mörg af stærstu óhöppum síðustu 30 ára hafa ekki krafist neinnar hreinsunar, en mun minni slys með þyngri olíur eins og svartolíu, oft í litlu magni, hafa hins vegar krafist mikilla hreinsiaðgerða.



Leki frá olíuborpalli í Norðursjó.

Þegar ákveðið er að hreinsa upp olíu sem farið hefur í sjó er um þrjár meginaðferðir að ræða:
  1. Að safna olíunni saman og dæla henni upp með flotgirðingum og olíufleytum eða olíuupptökutækjum (e. skimmer)
  2. Að kveikja í olíunni
  3. Að dreifa olíunni eða fella hana út með felliefnum

Þegar olía fer í sjó er talið að bestu viðbrögðin séu að safna henni með flotgirðingum og dæla svo upp með sérhæfðum olíufleytum. Þetta er eina aðgerðin sem fjarlægir olíuna algerlega úr umhverfinu, það er að segja þá olíu sem næst í. Þessi hreinsiaðferð byggist á þeim eiginleikum olíu að flest efnin í henni eru torleyst í vatni og léttari en vatn þannig að þau fljóta ofan á. Aðferðin hefur þó ýmsar takmarkanir eins og nánar verður vikið að hér á eftir.

Þegar olíu er safnað er flotgirðingum, sem ná 30-100 cm niður í sjóinn og standa 10-50 cm upp úr honum, komið fyrir umhverfis olíuflekkinn. Girðingarnar eru svo dregnar saman þar til þykkt olíunnar á vatnsyfirborðinu er orðin nægjanleg til þess að fleytarnir sem veiða olíuna ofan af sjónum geti unnið, en þeir dæla olíunni um borð í bát eða pramma. Þessi aðferð hefur þann ókost að það fer ávallt mikið vatn með olíunni og eins hrærist mikið vatn samanvið olíuna ef eitthvert öldurót er. Árangurinn er því afar háður aðstæðum eins og vindi, straumum, ölduróti, uppblöndunareiginleikum olíunnar við vatn, uppgufun og ekki síst því hve olían breiðir fljótt úr sér á vatni. Reynslan er sú að jafnvel við bestu aðstæður næst afar lítill hluti olíunnar aftur, eða á bilinu 10-15%. Eru flotgirðingar því oft notaðar til að verja mikilvæga staði og svæði fyrir flekkjum fremur en að ráðast á þá sjálfa. Á vef Umhverfisstofnunnar má sjá staðsetningu flotgirðinga og olíufleyta á Íslandi.



Ein gerð olíugirðinga.

Vegna þess hve erfitt er að ná olíunni úr sjónum og þess hve mikið vatn fer saman við hana, sem margfaldar það vökvamagn sem flytja þarf í land, hefur í einstaka tilfellum verið beitt þeirri aðferð að brenna olíuna. Er henni þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð er kveikt í henni. Þessi aðferð hefur marga ókosti. Erfitt er að kveikja í olíunni því eldfimasti hluti hennar gufar afar hratt upp, sjálf íkveikjan er afar hættuleg vegna sprengihættu og síðast en ekki síst falla öskuleifar til botns og mikill reykur myndast, sem hvorttveggja getur haft afar slæm umhverfisáhrif. Helst hefur íkveikju verið beitt þegar ljóst er að ekki sé hægt að dæla olíunni frá borði við skipsstrand. Eru þá notaðar herþotur til að sprengja skipið til að losa olíuna úr því um leið og kveikt er í henni. Engar eldþolnar girðingar eru til á Íslandi.

Felliefni sem dreift er yfir olíuflekkinn auka uppleysanleika olíunnar í vatni og gera það að verkum að hún hrærist í litla dropa sem dreifast um hafið, þynnast og brotna svo að lokum niður á náttúrulegan hátt. Þegar þessari hreinsunaraðferð er beitt er mikilvægt að dreifa felliefnum eins fljótt og auðið er þar sem virkni þeirra dvínar mikið um leið og vatn blandast saman við olíuna vegna ölduhreyfinga. Notkun felliefna getur dregið úr umhverfisáhrifum olíuslysa, sérstaklega áhrifum á strandlíf og fugla. Hins vegar gera felliefnin það að verkum að olían fer niður í sjóinn þannig að langtímaáhrif hennar geta orðið þó nokkur og jafnvel meiri en ef hún fær að brotna niður og gufa upp af yfirborðinu. Þess vegna verður að meta það gaumgæfilega í hverju tilfelli hvort beita eigi felliefnum á viðkomandi stað.



Eitt af því sem gert var í kjölfar Exxon Valdez slysins í Alaska 1989 var að skola olíu af ströndinni.

Þegar olía er komin að strönd er hægt að beita mörgum aðferðum til að hreinsa svæðið. Oft er hægt að dæla olíunni upp með dælum eða ná henni upp með ísogsefnum sem draga í sig olíu en ekki vatn. Einnig er hægt að moka upp menguðum sandi og möl eða skola olíuna með heitu eða köldu vatni með eða án íblandaðra felliefna eða sápu.

Í öllum tilfellum þegar velja þarf hvaða hreinsunaraðferð á að beita, hvort sem olían er á hafi úti eða við strönd, verður að meta gaumgæfilega hvort sjálf hreinsunin valdi meiri skaða en þeim sem verður ef ekkert er að gert.

Myndir:

...