Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?

JMH

Það er þekkt að einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast lífvænleg afkvæmi saman. Þessi afkvæmi eru í langflestum tilfellum ófrjó og geta því ekki fjölgað sér. Nánar má lesa um tegundablöndun í svari við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?

Til þess að mismunandi tegundir geti æxlast þurfa þær að vera töluvert mikið skyldar. Erfðaskyldleiki manns (Homo sapiens) og hunds (Canis lupus familiaris) er það lítill að það er algjörlega útilokað að sæði hunds geti frjóvgað konuegg. Menn hafa 46 litninga (2n=23) en hundar 76 (2n=39) og það útilokar samruna erfðamengis í kjarna eggsins sem er frumforsenda fyrir sköpun nýs lífs.

Blendingur hunds og manns eins og sést á myndinni verður því varla til nema með hjálp myndvinnsluforrits í tölvu.

Mynd: The Endeavour. Sótt 23. 11. 2009.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er mögulegt að setja sæði hunds og egg konu í legið og hvað kæmi þá út úr því ? Er þetta hægt eða myndi það sem kæmi út deyja á meðgöngu? Eða mundi þetta bara aldrei ganga upp?

Höfundur

Útgáfudagur

24.11.2009

Spyrjandi

Ösp Sölvadóttir, f. 1995

Tilvísun

JMH. „Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2009. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54208.

JMH. (2009, 24. nóvember). Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54208

JMH. „Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2009. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54208>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?
Það er þekkt að einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast lífvænleg afkvæmi saman. Þessi afkvæmi eru í langflestum tilfellum ófrjó og geta því ekki fjölgað sér. Nánar má lesa um tegundablöndun í svari við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?

Til þess að mismunandi tegundir geti æxlast þurfa þær að vera töluvert mikið skyldar. Erfðaskyldleiki manns (Homo sapiens) og hunds (Canis lupus familiaris) er það lítill að það er algjörlega útilokað að sæði hunds geti frjóvgað konuegg. Menn hafa 46 litninga (2n=23) en hundar 76 (2n=39) og það útilokar samruna erfðamengis í kjarna eggsins sem er frumforsenda fyrir sköpun nýs lífs.

Blendingur hunds og manns eins og sést á myndinni verður því varla til nema með hjálp myndvinnsluforrits í tölvu.

Mynd: The Endeavour. Sótt 23. 11. 2009.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Er mögulegt að setja sæði hunds og egg konu í legið og hvað kæmi þá út úr því ? Er þetta hægt eða myndi það sem kæmi út deyja á meðgöngu? Eða mundi þetta bara aldrei ganga upp?
...