Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða apategundir eru í útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Samkvæmt alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum Union for Conservation of Nature (IUCN) er 191 af 415 tegundum prímata í útrýmingarhættu eða 46% allra prímatategunda. Þar fyrir utan eru tvær tegundir prímata útdauðar.

Samtökin flokka tegundir eftir því í hversu mikilli hættu þær eru taldar vera.

Alls falla 78 tegundir prímata í flokkinn „í hættu“ (e. vulnerable). Dýr í þessum flokki eru ekki í bráðri útrýmingarhættu á allra næstu áratugum en sérfræðingar telja þó að 10% líkur séu á því að dýrin deyi út á næstu 100 árum.

Í flokknum „í útrýmingarhættu“ (e. endangered) eru 86 tegundir prímata eða 20% allra prímatategunda. Sérfræðingar meta það svo að tegundir í þessum flokki séu ekki í bráðri útrýmingarhættu en muni að öllum líkindum hverfa ef ekkert er að gert. Taldar eru um 20% líkur á að þessar tegundir deyi út á næstu tuttugu árum.

Prímatategundir sem eru í mikilli útrýmingarhættu (e. critically endangered) teljast nú vera 37 eða 8% prímatategunda. Staða þeirra er mjög alvarleg þar sem taldar eru um helmingslíkur á því að þær verði horfnar úr villtri náttúru eftir 10 ár eða eftir þrjár kynslóðir. Þess má geta að allar sex tegundir mannapa (Hominidae) eru annað hvort í útrýmingarhættu eða í alvarlegri útrýmingarhættu.

Ef litið er til þess hvernig prímatategundir í hættu (í þremur áðurnefndum hættuflokkum) skiptast á milli svæða í heiminum kemur í ljós að hæst er hlutfallið í Asíu en um 40% prímatategunda sem þar lifa eru í hættu. Á Madagaskar er hlutfallið 39%, á neotrópísku svæði (Suður og Norður-Ameríka) eru 30% prímatategunda í hættu og í Afríku 28% tegunda.



Fjallagórillan er í alvarlegri útrýmingarhættu

Hér á eftir eru taldar upp þær tegundir sem teljast í alvarlegri útrýmingarhættu (e. critically endangered), tilgreind stofnstærð þeirra og hvar þær finnast. Fæstar þessara tegunda hafa íslenskt heiti.

  • Brown-headed Spider Monkey (Ateles fusciceps) Þessi köngurapi lifir villtur í norðvesturhluta Suður-Ameríku, í Ekvador, Kólumbíu og norður til Panama. Heildarstofnstærð liggur ekki fyrir en rannsóknir benda til lítils þéttleika á kjörsvæðum hans (1,2 einstaklingar á ferkílómetra).
  • Brúni köngurapinn (Ateles hybridus) Finnst á regnskógasvæðum í Kólumbíu og Venesúela. Tvær deilitegundir eru skilgreindar hjá þessari tegund og hefur þeim fækkað verulega á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir mat á heildarstofnstærð.
  • Northern Muriqui (Brachyteles hypoxanthus) Finnst villtur sunnarlega við Atlantshafsströnd Brasilíu meðal annars í Caparaó-þjóðgarðinum (Espírito Santo). Heildarstofnstærð tegundarinnar er aðeins um 850 einstaklingar.
  • Blond Titi Monkey (Callicebus barbarabrownae) Finnst villtur við Atlantshafsströnd Brasilíu. Áætluð stofnstærð hans er 260 einstaklingar.
  • Ljósi hettuapinn, Blonde Capuchin (Cebus flavius) Lifir við Atlantshafsströnd Brasilíu. Stofnstærð hans er aðeins um 180 einstaklingar.
  • Hreisturapi (Cercopithecus dryas) Hreisturapinn lifir í regnskógum lýðveldisins Kongó (áður Zaire). Sennileg stofnstærð er innan við 200 einstaklingar.
  • Black Bearded Saki (Chiropotes satanas) Þessi tegund er einlend í austurhluta Amazon-svæðisins í Brasilíu. Mikil staðbundin skógareyðing hefur valdið því að tegundinni hefur fækkað verulega undanfarin ár en stofnstærð er ekki þekkt.
  • Rondo Dwarf Galago (Galagoides rondoensis) Þessi tegund finnst á sjö aðskildum svæðum í Tansaníu. Hún er verulega sjaldgæf og hefur lítinn þéttleika á kjörsvæði, sennilegur fjöldi er innan við 100 einstaklingar.
  • Láglendis górilla (Gorilla gorilla) Lifir í miðhluta Afríku meðal annars í regnskógum Kongó, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldinu, Miðbaugs-Gíneu, Angóla, Gabon og Nígeríu. Tegundinni er skipt niður í tvær deilitegundir, G. gorilla gorilla sem hefur vestari útbreiðslu og telur nú um 95 þúsund einstaklinga og G. gorilla diehli sem telur sennilega á bilinu 200 til 300 einstaklinga á 8000 m2 svæði.
  • Alaotran Gentle Lemur (Hapalemur alaotrensis) Finnst á Madagaskar. Stofnstærðarmat frá 2004 sýndi að þá voru um 5 þúsund dýr í stofninum en tíu árum áður voru þau um 11 þúsund talsins.
  • Colombian Woolly Monkey (Lagothrix lugens) Finnst í Kólumbíu. Heildarstofnstærð er óþekkt.
  • Sahafary Sportive Lemur (Lepilemur septentrionalis) Finnst á Madagaskar. Heildarstofnstærð er fáein hundruð dýr.
  • Celebes Crested Macaque (Macaca nigra) Finnst í þéttum skógum á Sulawesi í Indónesíu. Þessi api hefur einnig verið fluttur víða á eyjur í Indónesíu svo sem á Molucca-eyjur. Heildarstofnstærð er nú um 100 þúsund einstaklingar.
  • Pagai Island Macaque (Macaca pagensis) Þessi tegund lifir villt á nokkrum eyjum vestur af Súmötru í Indónesíu. Heildarstofnstærðin er talin vera á bilinu 2.200 – 3.700 dýr.
  • Black Crested Gibbon (Nomascus concolor) Lifir villtur í suðaustur Asíu, í Kína (Hunan), Laos og Víetnam. Heildarstofnstærð tegundarinnar er um 1.300 – 2.000 dýr.
  • Hainan Gibbon (Nomascus hainanus) Þessi tegund dregur nafn sitt af eyjunni Hainan við suðurströnd Kína. Tegundin telur nú aðeins 13 einstaklinga en á 6. áratug síðustu aldar voru þeir um eitt þúsund talsins.
  • Northern White-cheeked Gibbon (Nomascus leucogenys) Tegundin finnst víða í Laos og á mjög takmörkuðu svæði í Víetnam. Áður lifði tegundin einnig í Yunnan í Kína en er nú útdauð þar. Stofnstærðin er ekki þekkt.
  • Cao-vit Crested Gibbon (Nomascus nasutus) Finnst á landamærasvæðum Víetnam og Kína. Stofnstærðin er sennilega um 50 dýr.
  • Peruvian Yellow-tailed Woolly Monkey (Oreonax flavicauda) Finnst í Perú. Stofnstærð er ekki þekkt.
  • Súmötru-orangútan (Pongo abelii) lifir villtur á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Nýjustu stofnstærðarútreikningar frá 2004 benda til þess að tegundin telji nú um 7.300 einstaklinga á svæði sem er rúmlega 20 þúsund ferkílómetrar.
  • Bornean Banded Langur (Presbytis chrysomelas) Lifir villtur á eyjunni Borneó. Heildarstofnstærðin er á bilinu 3-500 dýr.
  • Pennant's Red Colobus (Procolobus pennantii) Þessi tegund greinist niður í þrjár deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar hver frá annarri. Þær finnast í þéttum regnskógum á eyjunni Bioko sem tilheyrir Miðbaugs-Gíneu, en einnig í Kongó og Nígeríu. Deilitegundin P. p. Bouvieri sem lifði við stórfljótið Kongó hefur ekki fundist í 25 ár en ekki hefur verið staðfest að hún sé útdauð. Á Bioko-eyju er stofnstærð pennantii-deilitegundarinnar um 5.000 dýr.
  • Preuss’s Red Colobus (Procolobus preussi) Finnst í þéttum regnskógum Kamerún og Nígeríu. Flestir lifa þeir í Korup-þjóðgarðinum, á bilinu 10.000-15.000 dýr. Heildarstofnstærðin annars staðar er ekki þekkt.
  • Greater Bamboo Lemur (Prolemur simus) Þessi tegund lifir á eyjunni Madagaskar líkt og allar aðrar tegundir lemúra. Búsvæðaeyðing hefur valdið því að þessi tegund og flestar aðrar tegundir lemúra eru nú komnar í hættu. Stóri bambus-lemúrinn er nú í mikilli útrýmingarhættu og telur innan við 100 einstaklinga.
  • Silky Sifaka (Propithecus candidus) Lifir villtur á Madagaskar eins og aðrar tegundir sífakaapa. Tegundin er í mikilli útrýmingarhættu og telur innan við 250 fullorðna einstaklinga.
  • Perrier’s Sifaka (Propithecus perrieri) Perrier-sífakinn finnst á aðeins 295 km2 svæði á norðurhluta Madagaskar. Heildarstofnstærðin er vart meiri en eitt þúsund einstaklingar.
  • Grey-shanked Douc Langur (Pygathrix cinerea) Finnst í nokkrum fylkjum í miðhluta Víetnam. Heildarstofnstærðin er á bilinu 500-750 einstaklingar.
  • Tonkin Snubbi (Rhinopithecus avunculus) Lifir í þéttum og afskekktum skógum í norðurhluta Víetnam. Sennilega eru ekki fleiri en 250 einstaklingar af þessari tegund.
  • Kipunji (Rungwecebus kipunji) Vísindamenn fundu þessa tegund árið 2003 og er þetta sú tegund afrískra apa sem síðust var uppgötvuð. Tegundin lifir í Tansaníu og eins og gefur að skilja er hún afar sjaldgæf. Árið 2005 var stofnstærðin metin rétt rúmlega 1.100 einstaklingar.

Heimild:

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað heita helstu apategundirnar sem eru í útrýmingarhættu, hvar lifa þær og hvað eru mörg dýr af hverri tengund?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.9.2010

Spyrjandi

Þorbjörg Eva Magnúsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða apategundir eru í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 22. september 2010, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54379.

Jón Már Halldórsson. (2010, 22. september). Hvaða apategundir eru í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54379

Jón Már Halldórsson. „Hvaða apategundir eru í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2010. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54379>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða apategundir eru í útrýmingarhættu?
Samkvæmt alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum Union for Conservation of Nature (IUCN) er 191 af 415 tegundum prímata í útrýmingarhættu eða 46% allra prímatategunda. Þar fyrir utan eru tvær tegundir prímata útdauðar.

Samtökin flokka tegundir eftir því í hversu mikilli hættu þær eru taldar vera.

Alls falla 78 tegundir prímata í flokkinn „í hættu“ (e. vulnerable). Dýr í þessum flokki eru ekki í bráðri útrýmingarhættu á allra næstu áratugum en sérfræðingar telja þó að 10% líkur séu á því að dýrin deyi út á næstu 100 árum.

Í flokknum „í útrýmingarhættu“ (e. endangered) eru 86 tegundir prímata eða 20% allra prímatategunda. Sérfræðingar meta það svo að tegundir í þessum flokki séu ekki í bráðri útrýmingarhættu en muni að öllum líkindum hverfa ef ekkert er að gert. Taldar eru um 20% líkur á að þessar tegundir deyi út á næstu tuttugu árum.

Prímatategundir sem eru í mikilli útrýmingarhættu (e. critically endangered) teljast nú vera 37 eða 8% prímatategunda. Staða þeirra er mjög alvarleg þar sem taldar eru um helmingslíkur á því að þær verði horfnar úr villtri náttúru eftir 10 ár eða eftir þrjár kynslóðir. Þess má geta að allar sex tegundir mannapa (Hominidae) eru annað hvort í útrýmingarhættu eða í alvarlegri útrýmingarhættu.

Ef litið er til þess hvernig prímatategundir í hættu (í þremur áðurnefndum hættuflokkum) skiptast á milli svæða í heiminum kemur í ljós að hæst er hlutfallið í Asíu en um 40% prímatategunda sem þar lifa eru í hættu. Á Madagaskar er hlutfallið 39%, á neotrópísku svæði (Suður og Norður-Ameríka) eru 30% prímatategunda í hættu og í Afríku 28% tegunda.



Fjallagórillan er í alvarlegri útrýmingarhættu

Hér á eftir eru taldar upp þær tegundir sem teljast í alvarlegri útrýmingarhættu (e. critically endangered), tilgreind stofnstærð þeirra og hvar þær finnast. Fæstar þessara tegunda hafa íslenskt heiti.

  • Brown-headed Spider Monkey (Ateles fusciceps) Þessi köngurapi lifir villtur í norðvesturhluta Suður-Ameríku, í Ekvador, Kólumbíu og norður til Panama. Heildarstofnstærð liggur ekki fyrir en rannsóknir benda til lítils þéttleika á kjörsvæðum hans (1,2 einstaklingar á ferkílómetra).
  • Brúni köngurapinn (Ateles hybridus) Finnst á regnskógasvæðum í Kólumbíu og Venesúela. Tvær deilitegundir eru skilgreindar hjá þessari tegund og hefur þeim fækkað verulega á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir mat á heildarstofnstærð.
  • Northern Muriqui (Brachyteles hypoxanthus) Finnst villtur sunnarlega við Atlantshafsströnd Brasilíu meðal annars í Caparaó-þjóðgarðinum (Espírito Santo). Heildarstofnstærð tegundarinnar er aðeins um 850 einstaklingar.
  • Blond Titi Monkey (Callicebus barbarabrownae) Finnst villtur við Atlantshafsströnd Brasilíu. Áætluð stofnstærð hans er 260 einstaklingar.
  • Ljósi hettuapinn, Blonde Capuchin (Cebus flavius) Lifir við Atlantshafsströnd Brasilíu. Stofnstærð hans er aðeins um 180 einstaklingar.
  • Hreisturapi (Cercopithecus dryas) Hreisturapinn lifir í regnskógum lýðveldisins Kongó (áður Zaire). Sennileg stofnstærð er innan við 200 einstaklingar.
  • Black Bearded Saki (Chiropotes satanas) Þessi tegund er einlend í austurhluta Amazon-svæðisins í Brasilíu. Mikil staðbundin skógareyðing hefur valdið því að tegundinni hefur fækkað verulega undanfarin ár en stofnstærð er ekki þekkt.
  • Rondo Dwarf Galago (Galagoides rondoensis) Þessi tegund finnst á sjö aðskildum svæðum í Tansaníu. Hún er verulega sjaldgæf og hefur lítinn þéttleika á kjörsvæði, sennilegur fjöldi er innan við 100 einstaklingar.
  • Láglendis górilla (Gorilla gorilla) Lifir í miðhluta Afríku meðal annars í regnskógum Kongó, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldinu, Miðbaugs-Gíneu, Angóla, Gabon og Nígeríu. Tegundinni er skipt niður í tvær deilitegundir, G. gorilla gorilla sem hefur vestari útbreiðslu og telur nú um 95 þúsund einstaklinga og G. gorilla diehli sem telur sennilega á bilinu 200 til 300 einstaklinga á 8000 m2 svæði.
  • Alaotran Gentle Lemur (Hapalemur alaotrensis) Finnst á Madagaskar. Stofnstærðarmat frá 2004 sýndi að þá voru um 5 þúsund dýr í stofninum en tíu árum áður voru þau um 11 þúsund talsins.
  • Colombian Woolly Monkey (Lagothrix lugens) Finnst í Kólumbíu. Heildarstofnstærð er óþekkt.
  • Sahafary Sportive Lemur (Lepilemur septentrionalis) Finnst á Madagaskar. Heildarstofnstærð er fáein hundruð dýr.
  • Celebes Crested Macaque (Macaca nigra) Finnst í þéttum skógum á Sulawesi í Indónesíu. Þessi api hefur einnig verið fluttur víða á eyjur í Indónesíu svo sem á Molucca-eyjur. Heildarstofnstærð er nú um 100 þúsund einstaklingar.
  • Pagai Island Macaque (Macaca pagensis) Þessi tegund lifir villt á nokkrum eyjum vestur af Súmötru í Indónesíu. Heildarstofnstærðin er talin vera á bilinu 2.200 – 3.700 dýr.
  • Black Crested Gibbon (Nomascus concolor) Lifir villtur í suðaustur Asíu, í Kína (Hunan), Laos og Víetnam. Heildarstofnstærð tegundarinnar er um 1.300 – 2.000 dýr.
  • Hainan Gibbon (Nomascus hainanus) Þessi tegund dregur nafn sitt af eyjunni Hainan við suðurströnd Kína. Tegundin telur nú aðeins 13 einstaklinga en á 6. áratug síðustu aldar voru þeir um eitt þúsund talsins.
  • Northern White-cheeked Gibbon (Nomascus leucogenys) Tegundin finnst víða í Laos og á mjög takmörkuðu svæði í Víetnam. Áður lifði tegundin einnig í Yunnan í Kína en er nú útdauð þar. Stofnstærðin er ekki þekkt.
  • Cao-vit Crested Gibbon (Nomascus nasutus) Finnst á landamærasvæðum Víetnam og Kína. Stofnstærðin er sennilega um 50 dýr.
  • Peruvian Yellow-tailed Woolly Monkey (Oreonax flavicauda) Finnst í Perú. Stofnstærð er ekki þekkt.
  • Súmötru-orangútan (Pongo abelii) lifir villtur á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Nýjustu stofnstærðarútreikningar frá 2004 benda til þess að tegundin telji nú um 7.300 einstaklinga á svæði sem er rúmlega 20 þúsund ferkílómetrar.
  • Bornean Banded Langur (Presbytis chrysomelas) Lifir villtur á eyjunni Borneó. Heildarstofnstærðin er á bilinu 3-500 dýr.
  • Pennant's Red Colobus (Procolobus pennantii) Þessi tegund greinist niður í þrjár deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar hver frá annarri. Þær finnast í þéttum regnskógum á eyjunni Bioko sem tilheyrir Miðbaugs-Gíneu, en einnig í Kongó og Nígeríu. Deilitegundin P. p. Bouvieri sem lifði við stórfljótið Kongó hefur ekki fundist í 25 ár en ekki hefur verið staðfest að hún sé útdauð. Á Bioko-eyju er stofnstærð pennantii-deilitegundarinnar um 5.000 dýr.
  • Preuss’s Red Colobus (Procolobus preussi) Finnst í þéttum regnskógum Kamerún og Nígeríu. Flestir lifa þeir í Korup-þjóðgarðinum, á bilinu 10.000-15.000 dýr. Heildarstofnstærðin annars staðar er ekki þekkt.
  • Greater Bamboo Lemur (Prolemur simus) Þessi tegund lifir á eyjunni Madagaskar líkt og allar aðrar tegundir lemúra. Búsvæðaeyðing hefur valdið því að þessi tegund og flestar aðrar tegundir lemúra eru nú komnar í hættu. Stóri bambus-lemúrinn er nú í mikilli útrýmingarhættu og telur innan við 100 einstaklinga.
  • Silky Sifaka (Propithecus candidus) Lifir villtur á Madagaskar eins og aðrar tegundir sífakaapa. Tegundin er í mikilli útrýmingarhættu og telur innan við 250 fullorðna einstaklinga.
  • Perrier’s Sifaka (Propithecus perrieri) Perrier-sífakinn finnst á aðeins 295 km2 svæði á norðurhluta Madagaskar. Heildarstofnstærðin er vart meiri en eitt þúsund einstaklingar.
  • Grey-shanked Douc Langur (Pygathrix cinerea) Finnst í nokkrum fylkjum í miðhluta Víetnam. Heildarstofnstærðin er á bilinu 500-750 einstaklingar.
  • Tonkin Snubbi (Rhinopithecus avunculus) Lifir í þéttum og afskekktum skógum í norðurhluta Víetnam. Sennilega eru ekki fleiri en 250 einstaklingar af þessari tegund.
  • Kipunji (Rungwecebus kipunji) Vísindamenn fundu þessa tegund árið 2003 og er þetta sú tegund afrískra apa sem síðust var uppgötvuð. Tegundin lifir í Tansaníu og eins og gefur að skilja er hún afar sjaldgæf. Árið 2005 var stofnstærðin metin rétt rúmlega 1.100 einstaklingar.

Heimild:

Myndir:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað heita helstu apategundirnar sem eru í útrýmingarhættu, hvar lifa þær og hvað eru mörg dýr af hverri tengund?
...