Sólin Sólin Rís 10:56 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:42 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:27 • Síðdegis: 13:02 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?

Guðrún Kvaran

Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér.

Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213) er það sagt notað í óformlegu máli en með því er átt við ,,orðfæri sem einkum er notað við óformlegar aðstæður vegna merkingar, félagslegra blæbrigða eða uppruna“ (xiv).

Hugsunin að baki er líklegast sú að sá sem dettur í það (það er áfengið) fari á kaf í eins konar áfengisámu og neyti því ef til vill helst til mikið af drykknum áður en hann nær sér upp úr aftur.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Sæll vefur.

Mig hefur dauðlangað lengi til að vita hvað það er sem maður dettur eða "hrynur í"? Er þetta eitthvað málatiltæki eða bara svona "old saying"?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.1.2010

Spyrjandi

Finnbogi Vilhjálmsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2010. Sótt 5. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=54413.

Guðrún Kvaran. (2010, 4. janúar). Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54413

Guðrún Kvaran. „Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2010. Vefsíða. 5. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54413>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?
Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér.

Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213) er það sagt notað í óformlegu máli en með því er átt við ,,orðfæri sem einkum er notað við óformlegar aðstæður vegna merkingar, félagslegra blæbrigða eða uppruna“ (xiv).

Hugsunin að baki er líklegast sú að sá sem dettur í það (það er áfengið) fari á kaf í eins konar áfengisámu og neyti því ef til vill helst til mikið af drykknum áður en hann nær sér upp úr aftur.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Sæll vefur.

Mig hefur dauðlangað lengi til að vita hvað það er sem maður dettur eða "hrynur í"? Er þetta eitthvað málatiltæki eða bara svona "old saying"?
...