Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?

JMH

Steypireyðurin (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar, getur fullvaxin orðið allt að 30 metra löng og vegið 100-190 tonn. Þessi tröllvaxni hvalur er þó hvorki langur né þungur í samanburði við risafuruna (Sequoiadendron giganteum) sem er þyngsta lífvera jarðarinnar.

Risafurur geta orðið allt að 95 metrar á hæð og 15 metrar í þvermál. Mælingar og útreikningar á þyngd stærstu risafura hafa sýnt að sennilega geti þær orðið í kringum 1.300 tonn. Stærstu risafurur eru því tæplega 7 sinnum þyngri og 3 sinnum lengri en stærsta steypireyður sem vitað er um.Stofn risafurunnar getur orðið allt að 15 m í þvermál.

Þess má geta að risafuran er ekki hávaxnasta tré jarðar því einstaklingar af tegund strandrisafura (Sequoia sempervirens) og áströlsku tegundinni Eucalyptus regnans geta náð allt að 110 metra hæð. Bolur risafurunnar er hins vegar mun gildari en bolur þessara tegunda og er hún því mun þyngra tré.

Mynd: Steve Kaye

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.11.2005

Spyrjandi

Haraldur Örn, f. 1996

Tilvísun

JMH. „Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2005. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5443.

JMH. (2005, 29. nóvember). Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5443

JMH. „Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2005. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5443>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?
Steypireyðurin (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar, getur fullvaxin orðið allt að 30 metra löng og vegið 100-190 tonn. Þessi tröllvaxni hvalur er þó hvorki langur né þungur í samanburði við risafuruna (Sequoiadendron giganteum) sem er þyngsta lífvera jarðarinnar.

Risafurur geta orðið allt að 95 metrar á hæð og 15 metrar í þvermál. Mælingar og útreikningar á þyngd stærstu risafura hafa sýnt að sennilega geti þær orðið í kringum 1.300 tonn. Stærstu risafurur eru því tæplega 7 sinnum þyngri og 3 sinnum lengri en stærsta steypireyður sem vitað er um.Stofn risafurunnar getur orðið allt að 15 m í þvermál.

Þess má geta að risafuran er ekki hávaxnasta tré jarðar því einstaklingar af tegund strandrisafura (Sequoia sempervirens) og áströlsku tegundinni Eucalyptus regnans geta náð allt að 110 metra hæð. Bolur risafurunnar er hins vegar mun gildari en bolur þessara tegunda og er hún því mun þyngra tré.

Mynd: Steve Kaye

...