Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu.

Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím losnar auðveldlega út úr þeim. Holupörin fjögur tengja rýmið milli nasanna við nefgöngin. Þau hjálpa til við að einangra höfuðkúpuna, gera hana léttari og gera röddinni kleift að óma innan hennar.

Undir venjulegum kringumstæðum sjá náttúrlegar varnir um að halda sýklum sem finnast í nefgöngunum í skefjum. Ef brestur verður á þessu geta sýklarnir borist úr nefgöngunum í holurnar og fjölgað sér þar, slím berst ekki burt og holurnar stíflast. Þegar fleiri holur en ennisholur stíflast er oft talað um skútabólgu (e. sinusitis), því að holurnar eru líka kallaðar skútar.

Bráð skútabólga varir yfirleitt skemur en átta vikur, oftast innan við tíu daga og kemur fram þrisvar eða sjaldnar á ári. Einkenna gætir yfirleitt ekki lengur en í tíu daga. Hún kemur fram vegna skemmda á slímhúðinni af völdum sýkinga eða skurðaðgerða. Talað er um þráláta skútabólgu ef hún varir lengur en átta vikur eða kemur fram oftar en fjórum sinnum á ári með einkenni sem vara lengur en í 20 daga.



Ennisholurnar eru eitt af fjórum holupörum í andlitsbeinum mannsins. Holupörin nefnast einu nafni skútar og sýking í þeim kallast skútabólga.

Skútabólga getur komið fram af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi má nefna að bifhár í slímhúð holanna sem sjá um að fjarlægja slímið virka ekki af ýmsum ástæðum og slím hleðst upp. Í öðru lagi getur kvef og ofnæmi leitt til of mikillar slímmyndunar eða stíflað holurnar. Í þriðja lagi getur fólk verið með sepa í nefinu, nefbeinsspora eða aflagað miðnesi sem stíflar leiðina inn í og út úr holunum.

Helstu einkenni bráðrar skútabólgu hjá fullorðnum koma fram eftir slæmt kvef og eru andremma eða lélegt lyktarskyn, hósti (oft verstur á nóttunni), þreyta og almenn vanlíðan, sótthiti, höfuðverkur (þrýstingsverkur, verkur bak við augun, tannverkur eða viðkvæmni í andliti), nefstífla, nefrennsli og hálssærindi. Þrálát skútabólga hefur sömu einkenni og bráð en þau eru vægari en vara lengur.

Hjá börnum koma einkenni oftast fram eftir kvef eða aðra öndunarfærasýkingu sem hefur verið að batna en versnar svo á ný. Einkenni skútabólgu hjá börnum eru hár hiti, dökkur litur á nefslími í að minnsta kosti þrjá daga og nefrennsli ýmist með eða án hósta sem varir í tíu daga eða meira.

Sem ráð við skútabólgu getur verið gott að leggja heitt, rakt þvottastykki yfir andlitið nokkrum sinnum á dag, drekka mikinn vökva til að þynna slímið, anda að sér heitri vatnsgufu tvisvar til fjórum sinnum á dag eða skola nefgöng með saltlausn til að flýta fyrir bata. Varast ber að nota lyf sem fást í apótekum án lyfseðils. Þau hjálpa ef til vill fyrstu dagana en geta síðan leitt til þess að ástandið versnar ef þau eru notuð lengur en í 3-5 daga. Í flestum tilfellum læknast bráð skútabólga af sjálfri sér. Sýklalyf eru yfirleitt ekki notuð við bráða skútabólgu en geta verið nauðsynleg ef vitað er að hún stafar af bakteríu eða sveppi. Ef skútabólgan stafar af ofnæmi duga sýklalyf ekki og einnig getur skurðaðgerð komið til greina til að laga galla í nefinu ef um það er að ræða.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.5.2010

Spyrjandi

Gunnar Bergmann Arnkelsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2010, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54537.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2010, 6. maí). Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54537

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2010. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54537>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?
Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu.

Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím losnar auðveldlega út úr þeim. Holupörin fjögur tengja rýmið milli nasanna við nefgöngin. Þau hjálpa til við að einangra höfuðkúpuna, gera hana léttari og gera röddinni kleift að óma innan hennar.

Undir venjulegum kringumstæðum sjá náttúrlegar varnir um að halda sýklum sem finnast í nefgöngunum í skefjum. Ef brestur verður á þessu geta sýklarnir borist úr nefgöngunum í holurnar og fjölgað sér þar, slím berst ekki burt og holurnar stíflast. Þegar fleiri holur en ennisholur stíflast er oft talað um skútabólgu (e. sinusitis), því að holurnar eru líka kallaðar skútar.

Bráð skútabólga varir yfirleitt skemur en átta vikur, oftast innan við tíu daga og kemur fram þrisvar eða sjaldnar á ári. Einkenna gætir yfirleitt ekki lengur en í tíu daga. Hún kemur fram vegna skemmda á slímhúðinni af völdum sýkinga eða skurðaðgerða. Talað er um þráláta skútabólgu ef hún varir lengur en átta vikur eða kemur fram oftar en fjórum sinnum á ári með einkenni sem vara lengur en í 20 daga.



Ennisholurnar eru eitt af fjórum holupörum í andlitsbeinum mannsins. Holupörin nefnast einu nafni skútar og sýking í þeim kallast skútabólga.

Skútabólga getur komið fram af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi má nefna að bifhár í slímhúð holanna sem sjá um að fjarlægja slímið virka ekki af ýmsum ástæðum og slím hleðst upp. Í öðru lagi getur kvef og ofnæmi leitt til of mikillar slímmyndunar eða stíflað holurnar. Í þriðja lagi getur fólk verið með sepa í nefinu, nefbeinsspora eða aflagað miðnesi sem stíflar leiðina inn í og út úr holunum.

Helstu einkenni bráðrar skútabólgu hjá fullorðnum koma fram eftir slæmt kvef og eru andremma eða lélegt lyktarskyn, hósti (oft verstur á nóttunni), þreyta og almenn vanlíðan, sótthiti, höfuðverkur (þrýstingsverkur, verkur bak við augun, tannverkur eða viðkvæmni í andliti), nefstífla, nefrennsli og hálssærindi. Þrálát skútabólga hefur sömu einkenni og bráð en þau eru vægari en vara lengur.

Hjá börnum koma einkenni oftast fram eftir kvef eða aðra öndunarfærasýkingu sem hefur verið að batna en versnar svo á ný. Einkenni skútabólgu hjá börnum eru hár hiti, dökkur litur á nefslími í að minnsta kosti þrjá daga og nefrennsli ýmist með eða án hósta sem varir í tíu daga eða meira.

Sem ráð við skútabólgu getur verið gott að leggja heitt, rakt þvottastykki yfir andlitið nokkrum sinnum á dag, drekka mikinn vökva til að þynna slímið, anda að sér heitri vatnsgufu tvisvar til fjórum sinnum á dag eða skola nefgöng með saltlausn til að flýta fyrir bata. Varast ber að nota lyf sem fást í apótekum án lyfseðils. Þau hjálpa ef til vill fyrstu dagana en geta síðan leitt til þess að ástandið versnar ef þau eru notuð lengur en í 3-5 daga. Í flestum tilfellum læknast bráð skútabólga af sjálfri sér. Sýklalyf eru yfirleitt ekki notuð við bráða skútabólgu en geta verið nauðsynleg ef vitað er að hún stafar af bakteríu eða sveppi. Ef skútabólgan stafar af ofnæmi duga sýklalyf ekki og einnig getur skurðaðgerð komið til greina til að laga galla í nefinu ef um það er að ræða.

Heimildir og mynd: