Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Í hvaða viðskiptum eiga Nígeríumenn og Íslendingar?

Jón Már Halldórsson

Þegar minnst er á útflutning á vörum til Afríkuríkisins Nígeríu þá dettur sjálfsagt langflestum í hug skreið og það ekki að ósekju. Lengi vel var skreið helsta útflutningsvara til Nígeríu en á seinni árum hafa þurrkaðir fiskhausar sótt í sig veðrið.Lengst af hefur fiskur verið þurrkaður úti hér á landi en á síðari árum hefur inniþurrkun orðið algengari.

Samkvæmt upplýsingum sem höfundur fékk frá Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar um 16 þúsund tonn af vörum til Nígeríu fyrir rúma 5,4 milljarða króna árið 2008. Þar af var langstærstur hluti hertir þorskhausar, rúm 9.200 tonn, og 2.000 tonn af hertum ýsuhausum.

Hér að neðan er tafla yfir magn og verðmæti eftir vöruflokkum.

VöruflokkurMagn (kg)Verðmæti (ISK)
Heilfryst síld63.4404.535.199
Fiskfés81.28024.573.491
Léttsöltuð fryst þorskflök í smásöluumbúðum3.5702.328.908
Önnur léttsöltuð fryst ýsuflök22.191
Hertir þorskhausar9.206.1613.010.997.392
Þurrkaður, saltaður þorskur í smásöluumbúðum4.0321.475.748
Þorskskreið7.2906.867.025
Annar þurrkaður eða saltaður þorskur2.329.719647.094.210
Þurrkuð, söltuð langa181.06652.354.829
Þurrkuð, söltuð keila389.092174.443.303
Hertir ufsahausar670.777193.386.017
Ufsaskreið28.70522.677.557
Annar þurrkaður og/eða saltaður ufsi808.500535.699.092
Hertir ýsuhausar2.002.437609.680.580
Ýsuskreið135177.718
Hert ýsa2.3701.000.547
Önnur þurrkuð og/eða söltuð ýsa98.08460.897.156
Hertir hausar af öðrum fiski127.91749.498.305
Annar þurrkaður og saltaður fiskur94.90144.007.846
Blautverkuð keila1.1101.146.670
Frystur humar í skel9055.191
Samtals16.100.6785.442.898.975

Samkvæmt þessari töflu þá flytja Íslendingar einungis sjávarafurðir til Nígeríu. Langstærsti hlutinn er þurrkaður og hertur fiskur eða vel yfir 97% af magni. Smáræði af frystum humri, heilfrystri síld og söltuðum bolfiski er flutt til Nígeríu.

Innflutningur frá Nígeríu til Íslands er mjög lítill. Árið 2008 voru fluttar inn vörur að verðmæti um 200.000 kr. og magnið um 300 kg. Hins vegar kemur ekki fram hvaða vörur þetta eru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Hagstofa Íslands.
  • Mynd: Matís. Sótt 15.1.2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.1.2010

Spyrjandi

Ragnheiður Elín, f. 1997

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða viðskiptum eiga Nígeríumenn og Íslendingar?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2010. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54563.

Jón Már Halldórsson. (2010, 21. janúar). Í hvaða viðskiptum eiga Nígeríumenn og Íslendingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54563

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða viðskiptum eiga Nígeríumenn og Íslendingar?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2010. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54563>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða viðskiptum eiga Nígeríumenn og Íslendingar?
Þegar minnst er á útflutning á vörum til Afríkuríkisins Nígeríu þá dettur sjálfsagt langflestum í hug skreið og það ekki að ósekju. Lengi vel var skreið helsta útflutningsvara til Nígeríu en á seinni árum hafa þurrkaðir fiskhausar sótt í sig veðrið.Lengst af hefur fiskur verið þurrkaður úti hér á landi en á síðari árum hefur inniþurrkun orðið algengari.

Samkvæmt upplýsingum sem höfundur fékk frá Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar um 16 þúsund tonn af vörum til Nígeríu fyrir rúma 5,4 milljarða króna árið 2008. Þar af var langstærstur hluti hertir þorskhausar, rúm 9.200 tonn, og 2.000 tonn af hertum ýsuhausum.

Hér að neðan er tafla yfir magn og verðmæti eftir vöruflokkum.

VöruflokkurMagn (kg)Verðmæti (ISK)
Heilfryst síld63.4404.535.199
Fiskfés81.28024.573.491
Léttsöltuð fryst þorskflök í smásöluumbúðum3.5702.328.908
Önnur léttsöltuð fryst ýsuflök22.191
Hertir þorskhausar9.206.1613.010.997.392
Þurrkaður, saltaður þorskur í smásöluumbúðum4.0321.475.748
Þorskskreið7.2906.867.025
Annar þurrkaður eða saltaður þorskur2.329.719647.094.210
Þurrkuð, söltuð langa181.06652.354.829
Þurrkuð, söltuð keila389.092174.443.303
Hertir ufsahausar670.777193.386.017
Ufsaskreið28.70522.677.557
Annar þurrkaður og/eða saltaður ufsi808.500535.699.092
Hertir ýsuhausar2.002.437609.680.580
Ýsuskreið135177.718
Hert ýsa2.3701.000.547
Önnur þurrkuð og/eða söltuð ýsa98.08460.897.156
Hertir hausar af öðrum fiski127.91749.498.305
Annar þurrkaður og saltaður fiskur94.90144.007.846
Blautverkuð keila1.1101.146.670
Frystur humar í skel9055.191
Samtals16.100.6785.442.898.975

Samkvæmt þessari töflu þá flytja Íslendingar einungis sjávarafurðir til Nígeríu. Langstærsti hlutinn er þurrkaður og hertur fiskur eða vel yfir 97% af magni. Smáræði af frystum humri, heilfrystri síld og söltuðum bolfiski er flutt til Nígeríu.

Innflutningur frá Nígeríu til Íslands er mjög lítill. Árið 2008 voru fluttar inn vörur að verðmæti um 200.000 kr. og magnið um 300 kg. Hins vegar kemur ekki fram hvaða vörur þetta eru.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Hagstofa Íslands.
  • Mynd: Matís. Sótt 15.1.2010.
...