Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?

Jónína Hafsteinsdóttir

Skógurinn heitir Þrastaskógur, það fer ekki á milli mála. Um það má lesa í bók Jóns M. Ívarssonar: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík 2007), bls. 639–640. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti þessa spildu úr Öndverðarneslandi árið 1911 og gaf UMFÍ. Tveimur árum síðar var svæðinu gefið nafnið Þrastaskógur og kennt við skógarþresti. Sá sem það gerði var Guðmundur Davíðsson sem varð formaður UMFÍ 1914.


Loftmynd af Þrastaskógi. Þrastalundur er við brúarendann og fyrir miðri mynd er Búrfell.

Guðmundur skrifaði grein í Skinfaxa 1913 þar sem hann gaf landsvæðinu þetta nafn og færði rök fyrir nafngiftinni. Segir þar meðal annars að skógarþrestirnir kunni þar sérstaklega vel við sig, verpi þar á vorin undir kjarrinu og úr liminu megi heyra vængjaþyt, hvísl og tíst. Í bókinni Vormenn Íslands segir: „Þessi ágæti rökstuðningur Guðmundar fyrir nafninu var að sjálfsögðu tekinn gildur og stendur enn“ (bls. 640).

Árið 1928 var veitingaskálinn Þrastalundur reistur á staðnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár. Reykjavík 2007.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Mig langar til að vita hvað skógurinn austan við Sogið heitir, Þrasta(r)skógur. Á heimasíðunni thrastalundur.is er ruglað fram og til baka með nafnið.

Höfundur

deildarstjóri á nafnfræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

25.11.2009

Spyrjandi

Guðni Sig. Óskarsson

Tilvísun

Jónína Hafsteinsdóttir. „Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2009. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54584.

Jónína Hafsteinsdóttir. (2009, 25. nóvember). Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54584

Jónína Hafsteinsdóttir. „Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2009. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54584>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?
Skógurinn heitir Þrastaskógur, það fer ekki á milli mála. Um það má lesa í bók Jóns M. Ívarssonar: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík 2007), bls. 639–640. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti þessa spildu úr Öndverðarneslandi árið 1911 og gaf UMFÍ. Tveimur árum síðar var svæðinu gefið nafnið Þrastaskógur og kennt við skógarþresti. Sá sem það gerði var Guðmundur Davíðsson sem varð formaður UMFÍ 1914.


Loftmynd af Þrastaskógi. Þrastalundur er við brúarendann og fyrir miðri mynd er Búrfell.

Guðmundur skrifaði grein í Skinfaxa 1913 þar sem hann gaf landsvæðinu þetta nafn og færði rök fyrir nafngiftinni. Segir þar meðal annars að skógarþrestirnir kunni þar sérstaklega vel við sig, verpi þar á vorin undir kjarrinu og úr liminu megi heyra vængjaþyt, hvísl og tíst. Í bókinni Vormenn Íslands segir: „Þessi ágæti rökstuðningur Guðmundar fyrir nafninu var að sjálfsögðu tekinn gildur og stendur enn“ (bls. 640).

Árið 1928 var veitingaskálinn Þrastalundur reistur á staðnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár. Reykjavík 2007.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Mig langar til að vita hvað skógurinn austan við Sogið heitir, Þrasta(r)skógur. Á heimasíðunni thrastalundur.is er ruglað fram og til baka með nafnið.
...