Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er að vera "strýheill"?

Guðrún Kvaran

Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd.

Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er fyrst og fremst notað um hár í niðrandi merkingu, það er um hár sem er strítt og oft gisið.

Í Ritmálssafni eru ekki mörg dæmi um strýheill. Elst þeirra er úr Iðunni frá 1932 og sýnir mjög vel yfirfærðu merkinguna:
Minnisstæðast varð honum, er hann eitt sinn dró golþorsk á hundavakt, og hafði sá gleypt strýheila lýsu.
Dæmi Orðabókarinnar um stráheill eru eldri. Hið elsta þeirra er úr Norðra frá 1855:
Jón er með stráheila húðina, enn sem komið er.

Elsta dæmi um stráheill sennilega í bókstaflegri merkingu er úr Þjóðólfi frá lokum 19. aldar:
í miðjunni [þ.e. á votheystóft] var það [þ.e. heyið] stráheilt og svart á lit.
Annað orð notað á sama hátt og stráheill og stríheill er stíheill. Dæmi úr Speglinum frá 1932 er svona:
þessum litla jarðarávexti tókst að eyða stíheilum þrem tímum fyrir neðri deild.
Þar er forliðurinn stí- einnig notaður til áherslu. Uppruni hans er óviss en helst hefur hann verið tengdur við orðin stig og stíga það er *stig- eða *stígheill í merkingunni 'heill á fæti'. Þá hefur -g- fallið niður á undan -h- (Ásgeir Blöndal Magnússon 959). * merkir að ekki hafa fundist heimildir um þessa orðmynd.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Í morgunkaffinu áðan sagði kona: "Þetta var alveg strýheilt" og hafði eftir ömmu sinni. Önnur kona, ættuð úr Mývatnssveit, þekkti þetta líka. Orðið er ekki í ritmálssafni. Er þetta ekki einhvers konar tvímynd við stráheilt?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.11.2009

Spyrjandi

Sölvi Sveinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera "strýheill"?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2009. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=54588.

Guðrún Kvaran. (2009, 26. nóvember). Hvað er að vera "strýheill"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54588

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera "strýheill"?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2009. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54588>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er að vera "strýheill"?
Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd.

Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er fyrst og fremst notað um hár í niðrandi merkingu, það er um hár sem er strítt og oft gisið.

Í Ritmálssafni eru ekki mörg dæmi um strýheill. Elst þeirra er úr Iðunni frá 1932 og sýnir mjög vel yfirfærðu merkinguna:
Minnisstæðast varð honum, er hann eitt sinn dró golþorsk á hundavakt, og hafði sá gleypt strýheila lýsu.
Dæmi Orðabókarinnar um stráheill eru eldri. Hið elsta þeirra er úr Norðra frá 1855:
Jón er með stráheila húðina, enn sem komið er.

Elsta dæmi um stráheill sennilega í bókstaflegri merkingu er úr Þjóðólfi frá lokum 19. aldar:
í miðjunni [þ.e. á votheystóft] var það [þ.e. heyið] stráheilt og svart á lit.
Annað orð notað á sama hátt og stráheill og stríheill er stíheill. Dæmi úr Speglinum frá 1932 er svona:
þessum litla jarðarávexti tókst að eyða stíheilum þrem tímum fyrir neðri deild.
Þar er forliðurinn stí- einnig notaður til áherslu. Uppruni hans er óviss en helst hefur hann verið tengdur við orðin stig og stíga það er *stig- eða *stígheill í merkingunni 'heill á fæti'. Þá hefur -g- fallið niður á undan -h- (Ásgeir Blöndal Magnússon 959). * merkir að ekki hafa fundist heimildir um þessa orðmynd.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Í morgunkaffinu áðan sagði kona: "Þetta var alveg strýheilt" og hafði eftir ömmu sinni. Önnur kona, ættuð úr Mývatnssveit, þekkti þetta líka. Orðið er ekki í ritmálssafni. Er þetta ekki einhvers konar tvímynd við stráheilt?
...