Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?

Sverrir Jakobsson

Hugmyndin um samkynhneigð er ung og þekkist varla fyrr en á ofanverðri 19. öld. Þá varð mikið hneykslismál í kringum rithöfundinn Oscar Wilde (1854-1900) sem var fangelsaður fyrir að hafa átt samræði við aðra karlmenn. Í nútímamáli er talað um samkynhneigð þegar tveir einstaklingar af sama kyni eiga í ástarsambandi og stofna í sumum tilvikum fjölskyldu saman. Hefur það sambúðarform núna verið viðurkennt af hinu opinbera og mun senn verða jafn rétthátt hjúskap karls og konu.

Seinustu áratugi hefur nokkuð verið deilt um hvort hugmyndin um samkynhneigð hafi þekkst í fornöld eða miðöldum, jafnvel þó að hugtakið sjálft hafi ekki verið til. Miðaldafræðingurinn John Boswell (1947-1994) taldi að til hefðu verið eins konar samkynhneigð pör á miðöldum. Margir aðrir fræðimenn hafa þó andæft því og í nýjustu rannsóknum eru hugtakinu samkynhneigð að mestu hafnað. Flestir telja að á svokölluðum víkingatíma (800-1100) hafi þeir sem fundu til hrifningar af aðilum af sama kyni hvorki talið sig samkynhneigða né geta valið á milli þess að elska karla eða konur. Nú á dögum hneigist fólk til þess að skipta fólki í sam- og gagnkynhneigt en ekki eru allir kynfræðingar sammála um að sú tvígreining sé endilega eðlilegri eða réttari en önnur.

Sambúð karla var á hinn bóginn mjög algeng á miðöldum, til dæmis í klaustrum eða á ferðalögum, svo sem á víkingaskipi. Margt bendir til andlegrar og/eða líkamlegrar hrifningar karlmanna á öðrum karlmönnum en vegna eðlis heimildanna eru mun færri dæmi til um slíka aðlöðun kvenna. Á þessum tíma voru einnig til sambúðarform sem ekki eru algeng í vestrænu samfélagi nútímans, til að mynda að karlmaður ætti fleiri en eina eiginkonu. Var þá önnur yfirleitt sett skör lægra en hin og kölluð frilla.


Þótt almennt væri litið niður á kvenlega karlmenn er vel þekkt frásögn úr Þrymskviðu af þrumuguðinum Þór sem þóttist vera Freyja í von um að endurheimta hamar sinn. Hér sjást Þór og Loki klæðast kvenmannsfötum.

Á miðöldum var til hugtakið ergi sem hafði mjög neikvæða skírskotun. Í því fólst að karlmennska manna var dregin í efa og þeir taldir hegða sér kvenlega, vera ragir eða blauðir. Ýmislegt gat falist í ergi, til dæmis hugleysi (sem einnig er nefnd ragmennska). Eitt af því var að hafa verið „sorðinn“ eða „stroðinn“ af öðrum karlmanni. Ásakanir um slíkt nefndust fullréttisorð og samkvæmt íslenskum lögum mátti vega menn til hefnda fyrir slíkt. Margt fleira gat kallað á ásakanir um ergi, svo sem skeggleysi eða barnleysi.

Níð af þessu tagi var iðulega sett fram í orðum, en einnig þekktist að það væri sett fram með myndrænum hætti og var þá kallað tréníð. Dæmi um slíkt er í Bjarnar sögu Hítdælakappa, sem mun vera rituð á 13. öld:

Þess er nú við getið að sá hlutur fannst í hafnarmarki Þórðar, er þvígið [því-gi-að = ekki þeim mun] vinveittlegra þótti. Það voru karlar tveir og hafði annar hött bláan á höfði. Þeir stóðu lútir og horfði annar eftir öðrum. Það þótti illur fundur og mæltu menn, eða hvorskis hlutur væri góður, þeirra er þar stóðu, og enn verri þess er fyrir stóð.

Í þessu fólust greinilega aðdróttanir um kynlíf tveggja karlmanna og er til marks um neikvæða ímynd þess á ritunartíma sögunnar. Þó er gerður greinarmunur á því að vera „virkur“ og „óvirkur“ þátttakandi í verknaðinum og verra að vera óvirkur, þar sem slíkt athæfi hefur þótt kvenlegt, það er ergi.

Rétt er að taka fram að allt níð af þessu tagi snýst um kynlíf en ekki ást. Hið sama á við um skriftaboð kirkjunnar þar sem kynlíf milli karlmanna var skilgreint sem syndsamlegt, ásamt framhjáhaldi, kynlífi með dýrum og sjálfsfróun. Ekkert bann var hins vegar lagt við kynlífi með aðilum sem nú teldust undir lögaldri og er það til marks um hvernig viðmið um rétt og rangt athæfi geta breyst.

Hvorki í skriftaboðum né níði var gert ráð fyrir að til væri sérstakur hópur „samkynhneigðra“ heldur var líklega talið að allir gætu drýgt þessa „synd“. Í skriftaboðum Þorláks helga frá 1179 virtist hún ekki litin sérstaklega alvarlegum augum. Samt sem áður var kynlíf karla ótvíræð synd, eins og raunar sjálfsfróun og framhjáhald.

Niðurstaðan er sú að samkynhneigð sem hugtak eða stofnun var ekki til á árunum 800 til 1100. Kynferðisleg spenna og þrá milli karlmanna hefur líklega alltaf verið til en er skilgreind á mismunandi hátt á hverjum tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nokkur rit um þetta efni og mynd:

  • Auður G. Magnúsdóttir, Frillor och fruar: Politik och samlevnad på Island 1120-1400, Gautaborg, 2001.
  • Ármann Jakobsson, „Ekki kosta munur. Kynjasaga frá 13. öld“, Skírnir, 174 (2000), 21-48.
  • John Boswell, Christianity, social tolerance, and homosexuality: Gay people in western Europe from the beginning of the Christian era to the fourteenth century, Chicago, 1980.
  • John Boswell, Same-sex unions in pre-modern Europe, New York, 1994.
  • Judith Butler, Gender trouble: Feminism and the subversion of identity, London & New York, 1990.
  • Allen Frantzen, Before the closet: Same-sex love from Beowulf to Angels in America, Chicago, 1998.
  • Kari Ellen Gade, „Homosexuality and rape of males in Old Norse law and literature“, Scandinavian Studies, 58 (1986), 124-41.
  • Eve Kosofsky Sedgwick, Epistemology of closet, London, 1994.
  • Preben Meulengracht Sörensen, Norrønt nid: Forestillingen om den umandige mand i de islandske sagaer, Odense, 1980.
  • Richard Zeikowitz, Homoeroticism and chivalry: Discourses in male same-sex desire in the 14th century, Basingstoke & New York, 2003.
  • Þrymskviða. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

6.12.2005

Spyrjandi

Jóhann Helgi, f. 1989

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2005, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5460.

Sverrir Jakobsson. (2005, 6. desember). Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5460

Sverrir Jakobsson. „Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2005. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5460>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þekktist samkynhneigð á víkingatímanum?
Hugmyndin um samkynhneigð er ung og þekkist varla fyrr en á ofanverðri 19. öld. Þá varð mikið hneykslismál í kringum rithöfundinn Oscar Wilde (1854-1900) sem var fangelsaður fyrir að hafa átt samræði við aðra karlmenn. Í nútímamáli er talað um samkynhneigð þegar tveir einstaklingar af sama kyni eiga í ástarsambandi og stofna í sumum tilvikum fjölskyldu saman. Hefur það sambúðarform núna verið viðurkennt af hinu opinbera og mun senn verða jafn rétthátt hjúskap karls og konu.

Seinustu áratugi hefur nokkuð verið deilt um hvort hugmyndin um samkynhneigð hafi þekkst í fornöld eða miðöldum, jafnvel þó að hugtakið sjálft hafi ekki verið til. Miðaldafræðingurinn John Boswell (1947-1994) taldi að til hefðu verið eins konar samkynhneigð pör á miðöldum. Margir aðrir fræðimenn hafa þó andæft því og í nýjustu rannsóknum eru hugtakinu samkynhneigð að mestu hafnað. Flestir telja að á svokölluðum víkingatíma (800-1100) hafi þeir sem fundu til hrifningar af aðilum af sama kyni hvorki talið sig samkynhneigða né geta valið á milli þess að elska karla eða konur. Nú á dögum hneigist fólk til þess að skipta fólki í sam- og gagnkynhneigt en ekki eru allir kynfræðingar sammála um að sú tvígreining sé endilega eðlilegri eða réttari en önnur.

Sambúð karla var á hinn bóginn mjög algeng á miðöldum, til dæmis í klaustrum eða á ferðalögum, svo sem á víkingaskipi. Margt bendir til andlegrar og/eða líkamlegrar hrifningar karlmanna á öðrum karlmönnum en vegna eðlis heimildanna eru mun færri dæmi til um slíka aðlöðun kvenna. Á þessum tíma voru einnig til sambúðarform sem ekki eru algeng í vestrænu samfélagi nútímans, til að mynda að karlmaður ætti fleiri en eina eiginkonu. Var þá önnur yfirleitt sett skör lægra en hin og kölluð frilla.


Þótt almennt væri litið niður á kvenlega karlmenn er vel þekkt frásögn úr Þrymskviðu af þrumuguðinum Þór sem þóttist vera Freyja í von um að endurheimta hamar sinn. Hér sjást Þór og Loki klæðast kvenmannsfötum.

Á miðöldum var til hugtakið ergi sem hafði mjög neikvæða skírskotun. Í því fólst að karlmennska manna var dregin í efa og þeir taldir hegða sér kvenlega, vera ragir eða blauðir. Ýmislegt gat falist í ergi, til dæmis hugleysi (sem einnig er nefnd ragmennska). Eitt af því var að hafa verið „sorðinn“ eða „stroðinn“ af öðrum karlmanni. Ásakanir um slíkt nefndust fullréttisorð og samkvæmt íslenskum lögum mátti vega menn til hefnda fyrir slíkt. Margt fleira gat kallað á ásakanir um ergi, svo sem skeggleysi eða barnleysi.

Níð af þessu tagi var iðulega sett fram í orðum, en einnig þekktist að það væri sett fram með myndrænum hætti og var þá kallað tréníð. Dæmi um slíkt er í Bjarnar sögu Hítdælakappa, sem mun vera rituð á 13. öld:

Þess er nú við getið að sá hlutur fannst í hafnarmarki Þórðar, er þvígið [því-gi-að = ekki þeim mun] vinveittlegra þótti. Það voru karlar tveir og hafði annar hött bláan á höfði. Þeir stóðu lútir og horfði annar eftir öðrum. Það þótti illur fundur og mæltu menn, eða hvorskis hlutur væri góður, þeirra er þar stóðu, og enn verri þess er fyrir stóð.

Í þessu fólust greinilega aðdróttanir um kynlíf tveggja karlmanna og er til marks um neikvæða ímynd þess á ritunartíma sögunnar. Þó er gerður greinarmunur á því að vera „virkur“ og „óvirkur“ þátttakandi í verknaðinum og verra að vera óvirkur, þar sem slíkt athæfi hefur þótt kvenlegt, það er ergi.

Rétt er að taka fram að allt níð af þessu tagi snýst um kynlíf en ekki ást. Hið sama á við um skriftaboð kirkjunnar þar sem kynlíf milli karlmanna var skilgreint sem syndsamlegt, ásamt framhjáhaldi, kynlífi með dýrum og sjálfsfróun. Ekkert bann var hins vegar lagt við kynlífi með aðilum sem nú teldust undir lögaldri og er það til marks um hvernig viðmið um rétt og rangt athæfi geta breyst.

Hvorki í skriftaboðum né níði var gert ráð fyrir að til væri sérstakur hópur „samkynhneigðra“ heldur var líklega talið að allir gætu drýgt þessa „synd“. Í skriftaboðum Þorláks helga frá 1179 virtist hún ekki litin sérstaklega alvarlegum augum. Samt sem áður var kynlíf karla ótvíræð synd, eins og raunar sjálfsfróun og framhjáhald.

Niðurstaðan er sú að samkynhneigð sem hugtak eða stofnun var ekki til á árunum 800 til 1100. Kynferðisleg spenna og þrá milli karlmanna hefur líklega alltaf verið til en er skilgreind á mismunandi hátt á hverjum tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nokkur rit um þetta efni og mynd:

  • Auður G. Magnúsdóttir, Frillor och fruar: Politik och samlevnad på Island 1120-1400, Gautaborg, 2001.
  • Ármann Jakobsson, „Ekki kosta munur. Kynjasaga frá 13. öld“, Skírnir, 174 (2000), 21-48.
  • John Boswell, Christianity, social tolerance, and homosexuality: Gay people in western Europe from the beginning of the Christian era to the fourteenth century, Chicago, 1980.
  • John Boswell, Same-sex unions in pre-modern Europe, New York, 1994.
  • Judith Butler, Gender trouble: Feminism and the subversion of identity, London & New York, 1990.
  • Allen Frantzen, Before the closet: Same-sex love from Beowulf to Angels in America, Chicago, 1998.
  • Kari Ellen Gade, „Homosexuality and rape of males in Old Norse law and literature“, Scandinavian Studies, 58 (1986), 124-41.
  • Eve Kosofsky Sedgwick, Epistemology of closet, London, 1994.
  • Preben Meulengracht Sörensen, Norrønt nid: Forestillingen om den umandige mand i de islandske sagaer, Odense, 1980.
  • Richard Zeikowitz, Homoeroticism and chivalry: Discourses in male same-sex desire in the 14th century, Basingstoke & New York, 2003.
  • Þrymskviða. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
...