Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig er pappír endurunninn?

Björn H. Halldórsson

Við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði) og svo er yfirleitt eitthvað af frumunnu efni, það er trefjum unnum úr trjám, bætt við. Þessi hlutföll breytast síðan eftir því hvaða vöru er verið að framleiða hverju sinni. Þar sem skrifstofupappír er í hærri gæðaflokki en dagblöð og tímarit er hann verðmætari og þar af leiðandi kostar minna (móttökugjöld) að skila flokkuðum skrifstofupappír en blönduðum pappír til SORPU.



Pappír í endurvinnslu.

Hin eiginlega tæknilega lausn við endurvinnslu pappírs er flókin og eru framleiðendur oft tregir til að láta eitthvað uppi um „sína“ tæknilausn. Þó má almennt segja að vinnslan felst í að búa til einhvers konar kvoðu (e. pulp) úr þeim pappír sem skal endurvinna og er henni síðan blandað við nýtt hráefni. Einnig þarf að ná límböndum, plasti, heftum og bleki af pappírnum áður en hann fer í framleiðslu á nýjum pappír. Almennt má skipta endurvinnslu á pappír í eftirfarandi skref:
  • Pappírinn er hakkaður og búin til úr honum kvoða
  • Hreinsun (til dæmis hefti, plast og svo framvegis)
  • Sigtun (hreinsar stærri óhreinindi)
  • Þvottur
  • Fleyting
  • Trefjahreinsun (e. dispersion og kneading, blek hreinsað af trefjum)
  • Bleiking

Þegar pappírinn hefur farið í gegnum þessi skref er kvoðunni blandað saman við trefjar úr trjám, vatn og önnur efni sem notuð eru við pappírsframleiðslu og við tekur sambærilegur ferill og í venjulegri pappírsframleiðslu. Í örstuttu máli er vatnssósa blöndunni sprautað í þunnt lag á grind eða net þar sem vatnið lekur úr en trefjarnar festast saman. Þetta lag er svo pressað til þess að ná vatninu betur úr og síðan hitaþurrkað. Pappírinn, sem nú er orðinn til, er settur á stórar rúllur, allt að 10 metra langar og 20 tonn að þyngd, sem eru svo ýmist sendar heilar eða skornar niður í smærri einingar til verksmiðja sem vinna úr honum.

Á heimasíðu TAPPI - The Leading Technical Association for the Worldwide Pulp, Paper and Converting Industry er að finna ágæta lýsingu á endurvinnslu pappírs í máli og myndum.

Heimild og mynd:

Höfundur

framkvæmdastjóri Metan hf. og SORPU bs.

Útgáfudagur

8.12.2005

Spyrjandi

Elín Pjetursdóttir

Tilvísun

Björn H. Halldórsson. „Hvernig er pappír endurunninn?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5467.

Björn H. Halldórsson. (2005, 8. desember). Hvernig er pappír endurunninn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5467

Björn H. Halldórsson. „Hvernig er pappír endurunninn?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5467>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er pappír endurunninn?
Við endurvinnslu á pappír er leitast við að ná ákveðinni blöndu af trefjamassa sem miðast við þá vöru sem verið er að framleiða hverju sinni. Við framleiðslu á salernispappír er til dæmis ákveðnum hlutföllum af skrifstofupappír (meiri gæði, fleiri trefjar) blandað saman við dagblaða- og tímaritapappír (minni gæði) og svo er yfirleitt eitthvað af frumunnu efni, það er trefjum unnum úr trjám, bætt við. Þessi hlutföll breytast síðan eftir því hvaða vöru er verið að framleiða hverju sinni. Þar sem skrifstofupappír er í hærri gæðaflokki en dagblöð og tímarit er hann verðmætari og þar af leiðandi kostar minna (móttökugjöld) að skila flokkuðum skrifstofupappír en blönduðum pappír til SORPU.



Pappír í endurvinnslu.

Hin eiginlega tæknilega lausn við endurvinnslu pappírs er flókin og eru framleiðendur oft tregir til að láta eitthvað uppi um „sína“ tæknilausn. Þó má almennt segja að vinnslan felst í að búa til einhvers konar kvoðu (e. pulp) úr þeim pappír sem skal endurvinna og er henni síðan blandað við nýtt hráefni. Einnig þarf að ná límböndum, plasti, heftum og bleki af pappírnum áður en hann fer í framleiðslu á nýjum pappír. Almennt má skipta endurvinnslu á pappír í eftirfarandi skref:
  • Pappírinn er hakkaður og búin til úr honum kvoða
  • Hreinsun (til dæmis hefti, plast og svo framvegis)
  • Sigtun (hreinsar stærri óhreinindi)
  • Þvottur
  • Fleyting
  • Trefjahreinsun (e. dispersion og kneading, blek hreinsað af trefjum)
  • Bleiking

Þegar pappírinn hefur farið í gegnum þessi skref er kvoðunni blandað saman við trefjar úr trjám, vatn og önnur efni sem notuð eru við pappírsframleiðslu og við tekur sambærilegur ferill og í venjulegri pappírsframleiðslu. Í örstuttu máli er vatnssósa blöndunni sprautað í þunnt lag á grind eða net þar sem vatnið lekur úr en trefjarnar festast saman. Þetta lag er svo pressað til þess að ná vatninu betur úr og síðan hitaþurrkað. Pappírinn, sem nú er orðinn til, er settur á stórar rúllur, allt að 10 metra langar og 20 tonn að þyngd, sem eru svo ýmist sendar heilar eða skornar niður í smærri einingar til verksmiðja sem vinna úr honum.

Á heimasíðu TAPPI - The Leading Technical Association for the Worldwide Pulp, Paper and Converting Industry er að finna ágæta lýsingu á endurvinnslu pappírs í máli og myndum.

Heimild og mynd:...