Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er geðveiki?

Heiðdís Valdimarsdóttir

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislangan tíma.

En hvað er geðveiki? Mikið hefur verið um það deilt hvernig skýra beri geðveiki og margar hugmyndir eru til. Ekki verður reynt að fjalla um allar þessar hugmyndir, heldur er áherslan lögð á tvö ólík sjónarmið: Annars vegar að geðveiki sé sjúkdómur og hins vegar að geðveiki sé ekkert annað en orð sem notað er yfir þá sem brjóta óskráðar reglur þjóðfélagsins.

Sjúkdómur eða samfélagsdómur?

Sú hugmynd að geðtruflanir séu sjúkdómar fékk byr undir báða vængi þegar menn komust að því að þær geta verið af líffræðilegum orsökum. Þótt hugmyndin njóti hylli enn í dag eru líka margir ósáttir við hana og halda því fram að geðtruflanir séu ekki sjúkdómar í sama skilningi og líkamlegir sjúkdómar. Almenn gagnrýni á sjúkdómslíkanið er að það sé ekki hægt að sanna að um sjúkdóm sé að ræða þegar afbrigðileg hegðun er athuguð.

Í læknisfræðinni er oftast hægt að greina bæði sjúkdómseinkennin og þá þætti sem valda þeim. Það er til dæmis hægt að ákvarða að einstaklingur hafi 39 stiga hita og að hann orsakist af tilteknum sýkli. Þegar sjúkdómslíkaninu er beitt á afbrigðilega hegðun er yfirleitt ekki hægt að meta bæði sjúkdómseinkennin og orsakir þeirra. Ákveðin hegðunarmynstur eða sjúkdómseinkenni eru flokkuð sem afbrigðileg og nefnd einhverju ákveðnu nafni. Þetta nafn er síðan notað sem skýring á því hvað olli sjúkdómseinkennunum. Þannig eru einkenni einstaklings sem haldinn er ofskynjunum og forðast öll félagsleg samskipti greind eða gefið nafnið geðklofi. Þegar spurt er hvers vegna einstaklingurinn sé haldinn ofskynjunum og forðist félagsleg samskipti er svarið oft: „Vegna þess að hann er geðklofi“. Þannig er nafnið geðklofi ekki bara notað til að lýsa ákveðnu hegðunarmynstri eða sjúkdómseinkennum heldur einnig talið orsök þeirra. Þetta er vitaskuld skýring sem bætir engu við þekkingu okkar á orsökum geðtruflana.


Myndir eftir listamanninn Louis Wain. Wain málaði köttinn lengst til vinstri þegar geðklofaeinkenni hans voru í lægð. Kettirnir til hægri lýsa ágætlega hugsana- og skynbrenglun listamannsins.

Þeir sem aðhyllast sjúkdómslíkanið andmæla þessari gagnrýni og halda því fram að þótt við vitum ekki hverjar orsakir margra geðsjúkdóma séu þá eigi framtíðin eftir að leiða þær í ljós. Sem dæmi má nefna geðtruflunina almennt slýni. Fyrir 1905 var ekki vitað hvað orsakaði sjúkdómseinkenni slýnis, sem eru meðal annars ranghugmyndir og skynvillur, en eftir 1905 uppgötvaðist að sárasóttarsýkillinn olli þeim.

Önnur rök á móti því að nota sjúkdómslíkanið til að skýra geðrænar truflanir eru að einkenni líkamlegra sjúkdóma eru allt annars eðlis en einkenni geðsjúkdóma. Einkenni líkamlegra sjúkdóma eru óháð lögum og reglum þjóðfélagsins. Lungnabólga og sárasótt lýsa sér á sama hátt í New York, París og Nýju-Kaledóníu. Öðru máli gegnir um einkenni geðsjúkdóma sem eru háð þjóðfélagsviðmiðum. Öll þjóðfélög hafa ákveðnar reglur og brot á þessum reglum eru kölluð ákveðnum nöfnum. Í gamla daga voru nöfn eins og nornir og djöfulóður notuð til að lýsa einstaklingum sem brutu reglurnar. Í dag er orð eins og geðveiki notað til að lýsa þeim. Geðveiki er því ekkert annað en orð sem notað er til að lýsa fólki sem hegðar sér á annan hátt en reglur þjóðfélagsins kveða á um að rétt sé.

Þegar einstaklingur hefur verið dæmdur eða um sinn verið kallaður geðveikur er nær vonlaust að losna við það nafn; það er eins konar stimpill. Hinn svokallaði geðveiki maður er settur inn á stofnun þar sem þess er vænst að hann hegði sér afbrigðilega. Hann byrjar að sjá sjálfan sig sem geðveikan og sjálfsmynd og sjálfsálit koðna niður. Þetta verður svo aftur til þess að hann hegðar sér á afbrigðilegan hátt til þess að uppfylla þær væntingar sem hann hefur um sjálfan sig og þær væntingar sem stofnunin hefur til hans. Ekki tekur betra við ef viðkomandi á þess kost að útskrifast af stofnuninni. Utan hennar þarf hann að takast á við fólk sem býst við hinu versta af honum, er hrætt við hann og vill koma honum aftur inn á stofnunina sem fyrst. Þessi þrýstingur verður oft þess valdandi að hann er lagður inn á ný.

Þeir sem aðhyllast þá kenningu að geðveiki sé ekkert annað en dómur þjóðfélagsins neita því ekki að þeir sem þjást af svokölluðum geðsjúkdómum líði illa eða í sumum tilvikum að þeim líði ótrúlega vel. Það sem þeir leggja áherslu á er að þekking fræðimanna og almennings byggist á því hvernig einstaklingurinn hagar sér, en ekki á vitneskju um það sem gerist innra með honum. Þegar maður hleypur nakinn og öskrandi um götur bæjarins er sú ályktun dregin að eitthvað sé að innra með honum, að hann sé sjúkur, jafnvel þó þetta innra sjúka ástand hafi ekki verið athugað.

Þeir sem halda því fram að geðveiki sé sjúkdómur andmæla þessari gagnrýni harðlega. Þeir benda á að þessi kenning fjalli nær eingöngu um það sem gerist eftir að einstaklingurinn hefur verið stimplaður geðveikur en takist ekki á við tvær grundvallarspurningar: Hvers vegna brýtur fólk óskráðar reglur þjóðfélagsins og hvers vegna eru það bara sumir, af öllum þeim fjölda fólks sem gerir slíkt, sem eru taldir geðveikir en aðrir ekki? Því er haldið fram að það sé of mikil einföldun, jafnvel rangt, að geðveiki sé ekkert annað en orð sem fólk notar yfir þá sem brjóta reglur þjóðfélagsins.

Máli sínu til stuðnings benda þeir á rannsóknir á geðklofa. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á fólki með geðklofa benda sterklega til þess að geðklofi sé arfgengur, eins og lesa má um í svari Geðheilsu ehf. við spurningunni Af hverju stafar geðklofi? Fylgjendur sjúkdómslíkansins spyrja því: Ef geðklofi er ekkert annað en dómur yfir þeim sem brjóta skrifaðar eða óskrifaðar reglur þjóðfélagsins – hvernig í ósköpunum er þá hægt að skýra að þessi dómur virðist erfast?

Samspil

Hvar stöndum við þá? Er geðveiki sjúkdómur eða ekki? Líklegast er að bæði sjónarhornin hafi nokkuð til síns máls. Geðsjúkdómar eru flóknir og eiga sér líklega margþættar orsakir. Vitað er að margir geðsjúkdómar eiga sér líffræðilega orsök, en það er ekki þar með sagt að aðrir þættir hafi ekki áhrif. Það er til dæmis ótrúlegt að erfðir einar sér valdi geðklofa. Upplag annars vegar og streita vegna umhverfisþátta hins vegar orsaka vafalaust þessa veiki í einhvers konar víxlverkun. Viðbrögð annarra gagnvart fólki sem á við geðræn vandamál að etja hafa líka sitt að segja. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hugmyndir fólks um geðveiki einkennast af fáfræði. Almenningur virðist hafa þá skoðun að þeir sem þjást af geðtruflunum séu hættulegir, óhreinir og heimskir. Það hjálpar áreiðanlega engum sem á við geðræn vandamál að etja að ná sér ef hann finnur þessi viðhorf gagnvart sér.

Af ofangreindu er ljóst að það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hvað geðveiki sé. Geðveiki, eins og svo margir sjúkdómar, á sér margar orsakir. Erfðafræðilega getur einstaklingur átt það á hættu að verða geðveikur, en aðrir þættir eins og uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta ráðið úrslitum um það hvort hann verði það eða ekki. Það má því segja að geðveiki sé flókið samspil erfða og umhverfis.


Þetta svar er stytt útgáfa greinar á vefsetrinu Persóna.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og myndir

Höfundur

Útgáfudagur

11.12.2005

Spyrjandi

Sara Björg Ágústsdóttir

Tilvísun

Heiðdís Valdimarsdóttir. „Hvað er geðveiki?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2005, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5476.

Heiðdís Valdimarsdóttir. (2005, 11. desember). Hvað er geðveiki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5476

Heiðdís Valdimarsdóttir. „Hvað er geðveiki?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2005. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5476>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er geðveiki?
Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislangan tíma.

En hvað er geðveiki? Mikið hefur verið um það deilt hvernig skýra beri geðveiki og margar hugmyndir eru til. Ekki verður reynt að fjalla um allar þessar hugmyndir, heldur er áherslan lögð á tvö ólík sjónarmið: Annars vegar að geðveiki sé sjúkdómur og hins vegar að geðveiki sé ekkert annað en orð sem notað er yfir þá sem brjóta óskráðar reglur þjóðfélagsins.

Sjúkdómur eða samfélagsdómur?

Sú hugmynd að geðtruflanir séu sjúkdómar fékk byr undir báða vængi þegar menn komust að því að þær geta verið af líffræðilegum orsökum. Þótt hugmyndin njóti hylli enn í dag eru líka margir ósáttir við hana og halda því fram að geðtruflanir séu ekki sjúkdómar í sama skilningi og líkamlegir sjúkdómar. Almenn gagnrýni á sjúkdómslíkanið er að það sé ekki hægt að sanna að um sjúkdóm sé að ræða þegar afbrigðileg hegðun er athuguð.

Í læknisfræðinni er oftast hægt að greina bæði sjúkdómseinkennin og þá þætti sem valda þeim. Það er til dæmis hægt að ákvarða að einstaklingur hafi 39 stiga hita og að hann orsakist af tilteknum sýkli. Þegar sjúkdómslíkaninu er beitt á afbrigðilega hegðun er yfirleitt ekki hægt að meta bæði sjúkdómseinkennin og orsakir þeirra. Ákveðin hegðunarmynstur eða sjúkdómseinkenni eru flokkuð sem afbrigðileg og nefnd einhverju ákveðnu nafni. Þetta nafn er síðan notað sem skýring á því hvað olli sjúkdómseinkennunum. Þannig eru einkenni einstaklings sem haldinn er ofskynjunum og forðast öll félagsleg samskipti greind eða gefið nafnið geðklofi. Þegar spurt er hvers vegna einstaklingurinn sé haldinn ofskynjunum og forðist félagsleg samskipti er svarið oft: „Vegna þess að hann er geðklofi“. Þannig er nafnið geðklofi ekki bara notað til að lýsa ákveðnu hegðunarmynstri eða sjúkdómseinkennum heldur einnig talið orsök þeirra. Þetta er vitaskuld skýring sem bætir engu við þekkingu okkar á orsökum geðtruflana.


Myndir eftir listamanninn Louis Wain. Wain málaði köttinn lengst til vinstri þegar geðklofaeinkenni hans voru í lægð. Kettirnir til hægri lýsa ágætlega hugsana- og skynbrenglun listamannsins.

Þeir sem aðhyllast sjúkdómslíkanið andmæla þessari gagnrýni og halda því fram að þótt við vitum ekki hverjar orsakir margra geðsjúkdóma séu þá eigi framtíðin eftir að leiða þær í ljós. Sem dæmi má nefna geðtruflunina almennt slýni. Fyrir 1905 var ekki vitað hvað orsakaði sjúkdómseinkenni slýnis, sem eru meðal annars ranghugmyndir og skynvillur, en eftir 1905 uppgötvaðist að sárasóttarsýkillinn olli þeim.

Önnur rök á móti því að nota sjúkdómslíkanið til að skýra geðrænar truflanir eru að einkenni líkamlegra sjúkdóma eru allt annars eðlis en einkenni geðsjúkdóma. Einkenni líkamlegra sjúkdóma eru óháð lögum og reglum þjóðfélagsins. Lungnabólga og sárasótt lýsa sér á sama hátt í New York, París og Nýju-Kaledóníu. Öðru máli gegnir um einkenni geðsjúkdóma sem eru háð þjóðfélagsviðmiðum. Öll þjóðfélög hafa ákveðnar reglur og brot á þessum reglum eru kölluð ákveðnum nöfnum. Í gamla daga voru nöfn eins og nornir og djöfulóður notuð til að lýsa einstaklingum sem brutu reglurnar. Í dag er orð eins og geðveiki notað til að lýsa þeim. Geðveiki er því ekkert annað en orð sem notað er til að lýsa fólki sem hegðar sér á annan hátt en reglur þjóðfélagsins kveða á um að rétt sé.

Þegar einstaklingur hefur verið dæmdur eða um sinn verið kallaður geðveikur er nær vonlaust að losna við það nafn; það er eins konar stimpill. Hinn svokallaði geðveiki maður er settur inn á stofnun þar sem þess er vænst að hann hegði sér afbrigðilega. Hann byrjar að sjá sjálfan sig sem geðveikan og sjálfsmynd og sjálfsálit koðna niður. Þetta verður svo aftur til þess að hann hegðar sér á afbrigðilegan hátt til þess að uppfylla þær væntingar sem hann hefur um sjálfan sig og þær væntingar sem stofnunin hefur til hans. Ekki tekur betra við ef viðkomandi á þess kost að útskrifast af stofnuninni. Utan hennar þarf hann að takast á við fólk sem býst við hinu versta af honum, er hrætt við hann og vill koma honum aftur inn á stofnunina sem fyrst. Þessi þrýstingur verður oft þess valdandi að hann er lagður inn á ný.

Þeir sem aðhyllast þá kenningu að geðveiki sé ekkert annað en dómur þjóðfélagsins neita því ekki að þeir sem þjást af svokölluðum geðsjúkdómum líði illa eða í sumum tilvikum að þeim líði ótrúlega vel. Það sem þeir leggja áherslu á er að þekking fræðimanna og almennings byggist á því hvernig einstaklingurinn hagar sér, en ekki á vitneskju um það sem gerist innra með honum. Þegar maður hleypur nakinn og öskrandi um götur bæjarins er sú ályktun dregin að eitthvað sé að innra með honum, að hann sé sjúkur, jafnvel þó þetta innra sjúka ástand hafi ekki verið athugað.

Þeir sem halda því fram að geðveiki sé sjúkdómur andmæla þessari gagnrýni harðlega. Þeir benda á að þessi kenning fjalli nær eingöngu um það sem gerist eftir að einstaklingurinn hefur verið stimplaður geðveikur en takist ekki á við tvær grundvallarspurningar: Hvers vegna brýtur fólk óskráðar reglur þjóðfélagsins og hvers vegna eru það bara sumir, af öllum þeim fjölda fólks sem gerir slíkt, sem eru taldir geðveikir en aðrir ekki? Því er haldið fram að það sé of mikil einföldun, jafnvel rangt, að geðveiki sé ekkert annað en orð sem fólk notar yfir þá sem brjóta reglur þjóðfélagsins.

Máli sínu til stuðnings benda þeir á rannsóknir á geðklofa. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á fólki með geðklofa benda sterklega til þess að geðklofi sé arfgengur, eins og lesa má um í svari Geðheilsu ehf. við spurningunni Af hverju stafar geðklofi? Fylgjendur sjúkdómslíkansins spyrja því: Ef geðklofi er ekkert annað en dómur yfir þeim sem brjóta skrifaðar eða óskrifaðar reglur þjóðfélagsins – hvernig í ósköpunum er þá hægt að skýra að þessi dómur virðist erfast?

Samspil

Hvar stöndum við þá? Er geðveiki sjúkdómur eða ekki? Líklegast er að bæði sjónarhornin hafi nokkuð til síns máls. Geðsjúkdómar eru flóknir og eiga sér líklega margþættar orsakir. Vitað er að margir geðsjúkdómar eiga sér líffræðilega orsök, en það er ekki þar með sagt að aðrir þættir hafi ekki áhrif. Það er til dæmis ótrúlegt að erfðir einar sér valdi geðklofa. Upplag annars vegar og streita vegna umhverfisþátta hins vegar orsaka vafalaust þessa veiki í einhvers konar víxlverkun. Viðbrögð annarra gagnvart fólki sem á við geðræn vandamál að etja hafa líka sitt að segja. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hugmyndir fólks um geðveiki einkennast af fáfræði. Almenningur virðist hafa þá skoðun að þeir sem þjást af geðtruflunum séu hættulegir, óhreinir og heimskir. Það hjálpar áreiðanlega engum sem á við geðræn vandamál að etja að ná sér ef hann finnur þessi viðhorf gagnvart sér.

Af ofangreindu er ljóst að það er ekkert einfalt svar við spurningunni um hvað geðveiki sé. Geðveiki, eins og svo margir sjúkdómar, á sér margar orsakir. Erfðafræðilega getur einstaklingur átt það á hættu að verða geðveikur, en aðrir þættir eins og uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta ráðið úrslitum um það hvort hann verði það eða ekki. Það má því segja að geðveiki sé flókið samspil erfða og umhverfis.


Þetta svar er stytt útgáfa greinar á vefsetrinu Persóna.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og myndir

...