Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru brönugrös?

Jón Már Halldórsson

Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica) eru plöntur af brönugrasaætt (orchidacea). Þau eru algeng á láglendi víða um land. Brönugrös finnast þó ekki alls staðar, til dæmis ekki í innsveitum norðanlands, á suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts, og suðausturlandi milli Mýrdalssands og Núpstaðar.Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica).

Hörður Kristinsson, grasafræðingur, lýsir brönugrösunum í Íslensku plöntuhandbókinni svo;
Blómin eru í klasa, purpurarauð, óregluleg, af blómhlífarblöðunum vísa fimm upp en stærsta krónublaðið vísar niður og myndar neðri vör. Hún er með dökkrauðum dröfnum og rákum, þríflipuð að framan, með tveim ávölum, breiðum hliðarsepum og einum mjóum miðsepa. Frævan gárótt og snúin, situr neðan undir blómhlífinni, þar sem blómin eru yfirsætin. Stöngullinn blöðóttur. Blöðin lensulaga, stór, 6-10 cm á lengd og 1-2 cm á breidd, greipfætt, hárlaus, oftast alsett dökkum blettum á efra borði.

Brönugrös eru um 15-25 cm á hæð. Kjörbúsvæði þeirra eru lyng- og grasbrekkur auk þess sem grösin finnast einnig í kjarrlendi.

Blómgunartími brönugrasa hér á landi er í júní og júlí.

Brönugrös eru ekki meðal helstu lækningajurta í íslenskri náttúru. Brönugrasaseiði er talið hemja hósta og mýkja háls. Einnig mun smyrsl sem gert er úr rótum brönugrasa virka vel á útbrot og gott er að bera það á sár.

Heimildir og mynd:

  • Arnbjörg L. Jóhannsdóttir. Íslenskar lækningajurtir. Mál og menning. Reykjavík. 2. útg. 1998.
  • Hörður Kristinsson. Íslenska plöntuhandbókin. 2. útgáfa. Mál og menning. Reykjavík. 1998.
  • Mynd: gudnysigga á Flickr.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.1.2010

Spyrjandi

Rósa Ingibjörg Tómasdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru brönugrös?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54899.

Jón Már Halldórsson. (2010, 27. janúar). Hvað eru brönugrös? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54899

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru brönugrös?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54899>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru brönugrös?
Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica) eru plöntur af brönugrasaætt (orchidacea). Þau eru algeng á láglendi víða um land. Brönugrös finnast þó ekki alls staðar, til dæmis ekki í innsveitum norðanlands, á suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts, og suðausturlandi milli Mýrdalssands og Núpstaðar.Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica).

Hörður Kristinsson, grasafræðingur, lýsir brönugrösunum í Íslensku plöntuhandbókinni svo;
Blómin eru í klasa, purpurarauð, óregluleg, af blómhlífarblöðunum vísa fimm upp en stærsta krónublaðið vísar niður og myndar neðri vör. Hún er með dökkrauðum dröfnum og rákum, þríflipuð að framan, með tveim ávölum, breiðum hliðarsepum og einum mjóum miðsepa. Frævan gárótt og snúin, situr neðan undir blómhlífinni, þar sem blómin eru yfirsætin. Stöngullinn blöðóttur. Blöðin lensulaga, stór, 6-10 cm á lengd og 1-2 cm á breidd, greipfætt, hárlaus, oftast alsett dökkum blettum á efra borði.

Brönugrös eru um 15-25 cm á hæð. Kjörbúsvæði þeirra eru lyng- og grasbrekkur auk þess sem grösin finnast einnig í kjarrlendi.

Blómgunartími brönugrasa hér á landi er í júní og júlí.

Brönugrös eru ekki meðal helstu lækningajurta í íslenskri náttúru. Brönugrasaseiði er talið hemja hósta og mýkja háls. Einnig mun smyrsl sem gert er úr rótum brönugrasa virka vel á útbrot og gott er að bera það á sár.

Heimildir og mynd:

  • Arnbjörg L. Jóhannsdóttir. Íslenskar lækningajurtir. Mál og menning. Reykjavík. 2. útg. 1998.
  • Hörður Kristinsson. Íslenska plöntuhandbókin. 2. útgáfa. Mál og menning. Reykjavík. 1998.
  • Mynd: gudnysigga á Flickr.
...