Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru?

Gísli Már Gíslason

Það er að sjálfsögðu matsatriði hvað er "alhættulegast" en hitt er rétt að húsflugan getur verið býsna hættuleg, ekki af eigin völdum heldur vegna þess sem hún ber með sér. Það er líka rétt athugað hjá spyrjanda að hún er sérlega varasöm við hvers konar meðhöndlun matar. Þar sem mikið er um húsflugur og sýklauppsprettur jafnframt skammt undan er því rétt að gæta sérstakrar varúðar við matargerð.


Spurningin í heild var sem hér segir:
Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegasta meindýra sem til eru? Er rétt að helst stafi hætta af flugunni við matargerð, slátrun eða framleiðslu matvæla en þá geti smit úr henni borist í þau?
Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju lifa húsflugur í 25 daga? var nokkuð sagt frá lifnaðarháttum húsflugunnar sem hefur latneska tegundarheitið Musca domestica. Þar sagði meðal annars:
Í Norður-Evrópu eru flugurnar algengastar í júní til september, en þeirra getur orðið vart allt árið. Hérlendis verður lítið vart við flugurnar frá nóvember og fram í mars. Lirfurnar lifa á margs konar úrgangi en fullorðnu flugurnar á sykri og annarri fljótandi fæðu. Þær bera því með sér óþrifnað úr sorpi í matvæli.
Þar sem flugurnar lifa á fljótandi fæðu sækja þær í fjóshauga, sorphauga og aðra staði þar sem rotnandi og fljótandi fæðu er að fá. Þær fara síðan í heimahús og aðra staði þar sem óvarin matvæli eru og bera í þau bakteríur og önnur óþrif, til dæmis Salmonella sem veldur matareitrun.

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

21.6.2000

Spyrjandi

Ólafur Sigurðsson

Efnisorð

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2000, sótt 25. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=550.

Gísli Már Gíslason. (2000, 21. júní). Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=550

Gísli Már Gíslason. „Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2000. Vefsíða. 25. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=550>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru?
Það er að sjálfsögðu matsatriði hvað er "alhættulegast" en hitt er rétt að húsflugan getur verið býsna hættuleg, ekki af eigin völdum heldur vegna þess sem hún ber með sér. Það er líka rétt athugað hjá spyrjanda að hún er sérlega varasöm við hvers konar meðhöndlun matar. Þar sem mikið er um húsflugur og sýklauppsprettur jafnframt skammt undan er því rétt að gæta sérstakrar varúðar við matargerð.


Spurningin í heild var sem hér segir:
Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegasta meindýra sem til eru? Er rétt að helst stafi hætta af flugunni við matargerð, slátrun eða framleiðslu matvæla en þá geti smit úr henni borist í þau?
Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju lifa húsflugur í 25 daga? var nokkuð sagt frá lifnaðarháttum húsflugunnar sem hefur latneska tegundarheitið Musca domestica. Þar sagði meðal annars:
Í Norður-Evrópu eru flugurnar algengastar í júní til september, en þeirra getur orðið vart allt árið. Hérlendis verður lítið vart við flugurnar frá nóvember og fram í mars. Lirfurnar lifa á margs konar úrgangi en fullorðnu flugurnar á sykri og annarri fljótandi fæðu. Þær bera því með sér óþrifnað úr sorpi í matvæli.
Þar sem flugurnar lifa á fljótandi fæðu sækja þær í fjóshauga, sorphauga og aðra staði þar sem rotnandi og fljótandi fæðu er að fá. Þær fara síðan í heimahús og aðra staði þar sem óvarin matvæli eru og bera í þau bakteríur og önnur óþrif, til dæmis Salmonella sem veldur matareitrun....