Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík

Hvernig verður framtíðin?

Elmar Geir Unnsteinsson

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu:

(i) Hvað mun gerast í framtíðinni?

(ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika?

Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel vera að einhverjir þykist geta spáð fyrir um hvað gerist í framtíðinni, til dæmis veðurfréttamenn og stjörnufræðingar, og verið ýmist sannspáir eða ekki – en um atburði framtíðarinnar verður ekkert vitað. Um hvað felst í því að vita eitthvað má lesa nánar í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking?

Spurning (ii) er á hinn bóginn áhugaverðari og býður heim ótal svörum. Hér verður gerð grein fyrir einu þeirra.


Tíminn: Fortíð, nútíð og framtíð.

Spurningin gerir ráð fyrir hversdagslegri sýn á tímann. Við teljum að nútíðin skilji að fortíð og framtíð. Nútíðin breytist í sífellu; andartak sem var nútíð fyrir stuttu er nú fortíð og annað andartak sem var framtíð fyrir skömmu varð nútíð. Samkvæmt þessu má líta á nútíðina þannig að þar verði atburðir framtíðarinnar að veruleika. En er þessi hversdagslega sýn samkvæm sjálfri sér? Alveg ábyggilega ekki.

Samkvæmt frægri grein eftir J. M. E. McTaggart (1866-1925) frá 1908 er hægt að skilja staðsetningu í tíma á tvo ólíka vegu. Annars vegar getur tiltekin staðsetning tilheyrt fortíð, nútíð eða framtíð. Hins vegar getur hún verið á undan eða á eftir einhverri annarri. McTaggart kallaði hið fyrra A-röð og hið síðara B-röð (e. A-series & B-series). Hann sýndi svo fram á að til þess að hin hversdagslega skoðun okkar um tímann standist þurfi báðar raðirnar að vera fyrir hendi. A-röðin er nauðsynleg til að gera grein fyrir hugmyndinni um breytingu, það er að framtíð breytist í nútíð og nútíð í fortíð. B-röðin getur ekki gert grein fyrir breytingu ein og sér; það sem kemur á eftir einhverju verður alltaf á eftir því. B-röð án A-raðar er því ekki fullnægjandi.

Til að tíminn sé raunverulegur þarf A-röðin að vera til. En samkvæmt McTaggart er hún í mótsögn við sjálfa sig. Ástæðan fyrir því er annars vegar að (i) fortíð, nútíð og framtíð eru ósamrýmanlegir eiginleikar atburða – ef atburður er til dæmis í nútíð getur hann hvorki verið í framtíð né fortíð; og hins vegar að (ii) sérhver atburður býr yfir hverjum og einum þessara eiginleika – ef atburður er til dæmis í fortíð þá hefur hann verið bæði í nútíð og framtíð. Af þessu leiðir samkvæmt McTaggart að tíminn er óraunverulegur – hann er ekki til. Vitanlega virðist niðurstaðan röng en það þarf eftir sem áður að hrekja röksemdafærslu McTaggarts. Einhver andmælti eitthvað á þessa leið: „(ii) er rangt, atburður getur alveg haft einhvern einn þessara eiginleika (það er fortíð, nútíð, framtíð) í einu, en enginn atburður getur haft þá alla í senn“. En hér hefur andmælandinn augljóslega gert ráð fyrir tilvist tímans, en ekki sannað tilvist hans. Það er erfitt er að andmæla McTaggart án þess að gera einfaldlega ráð fyrir því að tíminn sé til.

Heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein (1889-1951) hefði sagt að við værum föst í líkingum tungumálsins, og leyfðum þeim að ráðskast með okkur. Hann notaði stundum dæmi um sýningarvél í kvikmyndahúsi til að lýsa þessu. Þegar einhver segir að 'allt flæði' eða að 'allt breytist í sífellu' og furðar sig þannig á tímanum þá heldur hún að hún eigi erfitt með að festa hendur á því sem er raunverulegt. Hún gæti ímyndað sér að skynreynsla okkar sé eins og myndin sem birtist á tjaldinu og að staðreyndir náttúrunnar séu sambærilegar filmunni sem þýtur framhjá linsu sýningavélarinnar. Á filmunni sjálfri eru fortíð, nútíð og framtíð – sá hluti filmunnar sem var fyrir fyrir framan linsuna, sá hluti sem er fyrir framan hana og sá sem verður fyrir framan hana. Á tjaldinu er ekkert nema nútíðin. Tilfinningin fyrir 'flæði tímans' er þannig að nútíðin hverfi inn í fortíðina án þess að við getum nokkuð við því gert. En þessi nútíð er ekki myndin sem er nákvæmlega núna fyrir framan linsuna – andstætt þeim sem koma á undan og eftir. Hér er nútíðin myndin sem er á tjaldinu, en það er ekki rétt að kalla hana nútíð – því hér væri 'nútíð' ekki notað til að greina hana frá fortíð og framtíð – á tjaldinu er engin fortíð og engin nútíð. 'Nútíð' verður því merkingarlaus í þessu samhengi. (Samkvæmt þessum hugleiðingum gerði Wittgenstein greinarmun á efnislegum og sálfræðilegum tíma, hið fyrra er filman og hið síðara myndin á tjaldinu).


Sumir myndu líkja tímanum við kvikmyndasýningu; Á filmunni eru fortíð, nútíð og framtíð. Á tjaldinu er ekkert nema nútíðin.

Niðurstaðan er því sú að sá sem spyr hvernig framtíðin verði að veruleika sé einfaldlega að láta líkingar tungumálsins teyma sig á asnaeyrunum. Eins og Wittgenstein sagði, þá

virðist [okkur] tíminn vera undarlegur hlutur. Okkur finnst mjög freistandi að halda að hér séu hlutir faldir, eitthvað sem við getum séð utan frá, en sem við getum alls ekki litið inn í. Og samt á ekkert af þessu við rök að styðjast. Við viljum ekki komast að nýjum staðreyndum um tímann. Allar þær staðreyndir sem okkur varðar um blasa við okkur. En það er notkun nafnorðsins „tími“ sem ruglar okkur í ríminu. Ef við athugum málfræði þessa orðs þá mun okkur ekki finnast það minna furðulegt, að menn hafi búið sér til guðdóm úr tímanum, en hefðu þeir búið sér til guðdóm úr neitun eða eða-tengingu. (Bláa bókin, bls. 80)

Fátt getur valdið meiri villu en það að gefa sér að tíminn sé einhvers konar hlutur sem þarf að rannsaka. Slíkur er uppruni flestrar heimspekilegrar ráðvillu, við höfum nafnorð ('tími') og gerum strax ráð fyrir því að til sé hlutur sem nafnorðið nefnir eða samsvarar. Rannsóknin á að snúast um málfræði (eða rökfræði) orðsins 'tími'; ef við áttum okkur á því sjáum við að tíminn er ekki undarlegur hlutur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir

  • Grein McTaggarts á vefnum.
  • Wittgenstein, Ludwig. 1998. Bláa bókin (þýð. Þorberg Þórsson, með inngangi eftir Þorstein Gylfason). Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík.
  • Mynd af klukkum er af Nostalgia. Fabric Attic.
  • Mynd af sýningavél er af Clubnights, thurs & sat. Höfundar: Serge Rolland og Ian McRae.

Höfundur

Elmar Geir Unnsteinsson

lektor í heimspeki við University College Dublin og vísindamaður við Hugvísindasvið HÍ

Útgáfudagur

22.12.2005

Spyrjandi

Arnar Ingi Halldórsson, f. 1988

Tilvísun

Elmar Geir Unnsteinsson. „Hvernig verður framtíðin?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2005. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5505.

Elmar Geir Unnsteinsson. (2005, 22. desember). Hvernig verður framtíðin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5505

Elmar Geir Unnsteinsson. „Hvernig verður framtíðin?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2005. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5505>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður framtíðin?
Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu:

(i) Hvað mun gerast í framtíðinni?

(ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika?

Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel vera að einhverjir þykist geta spáð fyrir um hvað gerist í framtíðinni, til dæmis veðurfréttamenn og stjörnufræðingar, og verið ýmist sannspáir eða ekki – en um atburði framtíðarinnar verður ekkert vitað. Um hvað felst í því að vita eitthvað má lesa nánar í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvað er þekking?

Spurning (ii) er á hinn bóginn áhugaverðari og býður heim ótal svörum. Hér verður gerð grein fyrir einu þeirra.


Tíminn: Fortíð, nútíð og framtíð.

Spurningin gerir ráð fyrir hversdagslegri sýn á tímann. Við teljum að nútíðin skilji að fortíð og framtíð. Nútíðin breytist í sífellu; andartak sem var nútíð fyrir stuttu er nú fortíð og annað andartak sem var framtíð fyrir skömmu varð nútíð. Samkvæmt þessu má líta á nútíðina þannig að þar verði atburðir framtíðarinnar að veruleika. En er þessi hversdagslega sýn samkvæm sjálfri sér? Alveg ábyggilega ekki.

Samkvæmt frægri grein eftir J. M. E. McTaggart (1866-1925) frá 1908 er hægt að skilja staðsetningu í tíma á tvo ólíka vegu. Annars vegar getur tiltekin staðsetning tilheyrt fortíð, nútíð eða framtíð. Hins vegar getur hún verið á undan eða á eftir einhverri annarri. McTaggart kallaði hið fyrra A-röð og hið síðara B-röð (e. A-series & B-series). Hann sýndi svo fram á að til þess að hin hversdagslega skoðun okkar um tímann standist þurfi báðar raðirnar að vera fyrir hendi. A-röðin er nauðsynleg til að gera grein fyrir hugmyndinni um breytingu, það er að framtíð breytist í nútíð og nútíð í fortíð. B-röðin getur ekki gert grein fyrir breytingu ein og sér; það sem kemur á eftir einhverju verður alltaf á eftir því. B-röð án A-raðar er því ekki fullnægjandi.

Til að tíminn sé raunverulegur þarf A-röðin að vera til. En samkvæmt McTaggart er hún í mótsögn við sjálfa sig. Ástæðan fyrir því er annars vegar að (i) fortíð, nútíð og framtíð eru ósamrýmanlegir eiginleikar atburða – ef atburður er til dæmis í nútíð getur hann hvorki verið í framtíð né fortíð; og hins vegar að (ii) sérhver atburður býr yfir hverjum og einum þessara eiginleika – ef atburður er til dæmis í fortíð þá hefur hann verið bæði í nútíð og framtíð. Af þessu leiðir samkvæmt McTaggart að tíminn er óraunverulegur – hann er ekki til. Vitanlega virðist niðurstaðan röng en það þarf eftir sem áður að hrekja röksemdafærslu McTaggarts. Einhver andmælti eitthvað á þessa leið: „(ii) er rangt, atburður getur alveg haft einhvern einn þessara eiginleika (það er fortíð, nútíð, framtíð) í einu, en enginn atburður getur haft þá alla í senn“. En hér hefur andmælandinn augljóslega gert ráð fyrir tilvist tímans, en ekki sannað tilvist hans. Það er erfitt er að andmæla McTaggart án þess að gera einfaldlega ráð fyrir því að tíminn sé til.

Heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein (1889-1951) hefði sagt að við værum föst í líkingum tungumálsins, og leyfðum þeim að ráðskast með okkur. Hann notaði stundum dæmi um sýningarvél í kvikmyndahúsi til að lýsa þessu. Þegar einhver segir að 'allt flæði' eða að 'allt breytist í sífellu' og furðar sig þannig á tímanum þá heldur hún að hún eigi erfitt með að festa hendur á því sem er raunverulegt. Hún gæti ímyndað sér að skynreynsla okkar sé eins og myndin sem birtist á tjaldinu og að staðreyndir náttúrunnar séu sambærilegar filmunni sem þýtur framhjá linsu sýningavélarinnar. Á filmunni sjálfri eru fortíð, nútíð og framtíð – sá hluti filmunnar sem var fyrir fyrir framan linsuna, sá hluti sem er fyrir framan hana og sá sem verður fyrir framan hana. Á tjaldinu er ekkert nema nútíðin. Tilfinningin fyrir 'flæði tímans' er þannig að nútíðin hverfi inn í fortíðina án þess að við getum nokkuð við því gert. En þessi nútíð er ekki myndin sem er nákvæmlega núna fyrir framan linsuna – andstætt þeim sem koma á undan og eftir. Hér er nútíðin myndin sem er á tjaldinu, en það er ekki rétt að kalla hana nútíð – því hér væri 'nútíð' ekki notað til að greina hana frá fortíð og framtíð – á tjaldinu er engin fortíð og engin nútíð. 'Nútíð' verður því merkingarlaus í þessu samhengi. (Samkvæmt þessum hugleiðingum gerði Wittgenstein greinarmun á efnislegum og sálfræðilegum tíma, hið fyrra er filman og hið síðara myndin á tjaldinu).


Sumir myndu líkja tímanum við kvikmyndasýningu; Á filmunni eru fortíð, nútíð og framtíð. Á tjaldinu er ekkert nema nútíðin.

Niðurstaðan er því sú að sá sem spyr hvernig framtíðin verði að veruleika sé einfaldlega að láta líkingar tungumálsins teyma sig á asnaeyrunum. Eins og Wittgenstein sagði, þá

virðist [okkur] tíminn vera undarlegur hlutur. Okkur finnst mjög freistandi að halda að hér séu hlutir faldir, eitthvað sem við getum séð utan frá, en sem við getum alls ekki litið inn í. Og samt á ekkert af þessu við rök að styðjast. Við viljum ekki komast að nýjum staðreyndum um tímann. Allar þær staðreyndir sem okkur varðar um blasa við okkur. En það er notkun nafnorðsins „tími“ sem ruglar okkur í ríminu. Ef við athugum málfræði þessa orðs þá mun okkur ekki finnast það minna furðulegt, að menn hafi búið sér til guðdóm úr tímanum, en hefðu þeir búið sér til guðdóm úr neitun eða eða-tengingu. (Bláa bókin, bls. 80)

Fátt getur valdið meiri villu en það að gefa sér að tíminn sé einhvers konar hlutur sem þarf að rannsaka. Slíkur er uppruni flestrar heimspekilegrar ráðvillu, við höfum nafnorð ('tími') og gerum strax ráð fyrir því að til sé hlutur sem nafnorðið nefnir eða samsvarar. Rannsóknin á að snúast um málfræði (eða rökfræði) orðsins 'tími'; ef við áttum okkur á því sjáum við að tíminn er ekki undarlegur hlutur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir

  • Grein McTaggarts á vefnum.
  • Wittgenstein, Ludwig. 1998. Bláa bókin (þýð. Þorberg Þórsson, með inngangi eftir Þorstein Gylfason). Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík.
  • Mynd af klukkum er af Nostalgia. Fabric Attic.
  • Mynd af sýningavél er af Clubnights, thurs & sat. Höfundar: Serge Rolland og Ian McRae.
...