Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ari Páll Kristinsson

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir.

Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1974:
a. Í samsettum örnefnum skal þeirri reglu fylgt að rita nafnið með stórum staf í upphafi og án bandstriks milli liða, ef síðari hluti þess er samnafn, t.d. Syðribakki, Fornihvammur.

b. Í samsettum örnefnum, sem hafa sérnafn að síðari hluta, svo og mannanöfnum, sem hafa eins konar viðurnefni að forlið, skal rita stóran staf í báðum samsetningarliðum, og band skal vera milli liðanna, t.d. Syðri-Guðrúnarstaðir; Vestur-Ísafjarðarsýsla; Víga-Glúmur. (7. gr.)

Allur gangur er á því hvort þessari aðgreiningu milli nafna með samnöfn að seinni lið (Syðribakki) og sérnöfn að seinni lið (Syðri-Guðrúnarstaðir) hefur verið fylgt eftir að auglýsingin var birt á sínum tíma. Þar hefur eflaust oft ráðið fyrri hefð og svo verður að hafa í huga að tiltekinn liður getur verið samnafn í sumu samhengi og sérnafn í öðru samhengi. Þetta á til dæmis við um orðið bakki sem annars vegar er orð um tiltekið fyrirbæri í landslagi og svo er það víða til sem sérnafnið Bakki (en sem bæjarnafn hefur það væntanlega verið dregið af landslagsfyrirbærinu).


Loftmynd úr Nauteyrarhreppi. Á myndinni eru meðal annars bæirnir Fremri-Bakki og Efri-Bakki.

Örnefnanefnd setti sér árið 2001 eftirfarandi meginreglu um ritun bæjanafna í þeim tilvikum þar sem ritreglurnar frá 1974 virtust ófullnægjandi eða of takmarkandi:
Ef talið er ljóst að nafnhlutar hafi stöðu sérnafna – enda þótt þeir samsvari jafnframt samnöfnum – er heimilt að rita bæjanöfn eins og gert er í b-lið 7. gr. gildandi auglýsingar um stafsetningu. ― Greinargerð og skýringar: Einkum er um að ræða nöfn með aðgreiningarforliði á borð við Litli-, Stóri-, Austur-, Vestur-, Fremri-, Ytri- o.s.frv. Stundum háttar þannig til að upphafleg jörð skiptist og nýbýlin draga nafn sitt af heiti (sérnafni) upphaflegu jarðarinnar. Dæmi: háls í landslagi verður upphaflega til þess að býli er nefnt Háls. Úr landi Háls rísa tvö nýbýli. Býlið utan við Háls kallast Ytri-Háls og býlið framan við Háls fær nafnið Fremri-Háls. Ljóst má vera að þessi nöfn eru dregin af bæjarnafninu (sérnafninu) Háls en ekki af samnafninu háls. Úr því að ljóst er að nafnhlutinn Háls í Ytri-Háls og Fremri-Háls hefur stöðu sérnafns verði því heimilt að rita nöfnin svo sem hér er gert (í stað þess að gert sé að skyldu að rita Fremriháls og Ytriháls).
Stjórn Íslenskrar málnefndar féllst 8. maí 2001 fyrir sitt leyti á þessa meginreglu örnefnanefndar og taldi þessa útfærslu á gildandi ritreglum eðlilega.

Samkvæmt þessari niðurstöðu er ritað Efri-Bakki ef gengið er út frá því að Bakki sé sjálfstætt sérnafn en annars er ritað Efribakki.

Mynd:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

18.1.2010

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki? “ Vísindavefurinn, 18. janúar 2010. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55052.

Ari Páll Kristinsson. (2010, 18. janúar). Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55052

Ari Páll Kristinsson. „Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki? “ Vísindavefurinn. 18. jan. 2010. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55052>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?
Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir.

Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1974:
a. Í samsettum örnefnum skal þeirri reglu fylgt að rita nafnið með stórum staf í upphafi og án bandstriks milli liða, ef síðari hluti þess er samnafn, t.d. Syðribakki, Fornihvammur.

b. Í samsettum örnefnum, sem hafa sérnafn að síðari hluta, svo og mannanöfnum, sem hafa eins konar viðurnefni að forlið, skal rita stóran staf í báðum samsetningarliðum, og band skal vera milli liðanna, t.d. Syðri-Guðrúnarstaðir; Vestur-Ísafjarðarsýsla; Víga-Glúmur. (7. gr.)

Allur gangur er á því hvort þessari aðgreiningu milli nafna með samnöfn að seinni lið (Syðribakki) og sérnöfn að seinni lið (Syðri-Guðrúnarstaðir) hefur verið fylgt eftir að auglýsingin var birt á sínum tíma. Þar hefur eflaust oft ráðið fyrri hefð og svo verður að hafa í huga að tiltekinn liður getur verið samnafn í sumu samhengi og sérnafn í öðru samhengi. Þetta á til dæmis við um orðið bakki sem annars vegar er orð um tiltekið fyrirbæri í landslagi og svo er það víða til sem sérnafnið Bakki (en sem bæjarnafn hefur það væntanlega verið dregið af landslagsfyrirbærinu).


Loftmynd úr Nauteyrarhreppi. Á myndinni eru meðal annars bæirnir Fremri-Bakki og Efri-Bakki.

Örnefnanefnd setti sér árið 2001 eftirfarandi meginreglu um ritun bæjanafna í þeim tilvikum þar sem ritreglurnar frá 1974 virtust ófullnægjandi eða of takmarkandi:
Ef talið er ljóst að nafnhlutar hafi stöðu sérnafna – enda þótt þeir samsvari jafnframt samnöfnum – er heimilt að rita bæjanöfn eins og gert er í b-lið 7. gr. gildandi auglýsingar um stafsetningu. ― Greinargerð og skýringar: Einkum er um að ræða nöfn með aðgreiningarforliði á borð við Litli-, Stóri-, Austur-, Vestur-, Fremri-, Ytri- o.s.frv. Stundum háttar þannig til að upphafleg jörð skiptist og nýbýlin draga nafn sitt af heiti (sérnafni) upphaflegu jarðarinnar. Dæmi: háls í landslagi verður upphaflega til þess að býli er nefnt Háls. Úr landi Háls rísa tvö nýbýli. Býlið utan við Háls kallast Ytri-Háls og býlið framan við Háls fær nafnið Fremri-Háls. Ljóst má vera að þessi nöfn eru dregin af bæjarnafninu (sérnafninu) Háls en ekki af samnafninu háls. Úr því að ljóst er að nafnhlutinn Háls í Ytri-Háls og Fremri-Háls hefur stöðu sérnafns verði því heimilt að rita nöfnin svo sem hér er gert (í stað þess að gert sé að skyldu að rita Fremriháls og Ytriháls).
Stjórn Íslenskrar málnefndar féllst 8. maí 2001 fyrir sitt leyti á þessa meginreglu örnefnanefndar og taldi þessa útfærslu á gildandi ritreglum eðlilega.

Samkvæmt þessari niðurstöðu er ritað Efri-Bakki ef gengið er út frá því að Bakki sé sjálfstætt sérnafn en annars er ritað Efribakki.

Mynd:...