Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er rauður litur jólanna?

Símon Jón Jóhannsson

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989)

Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfnum í ýmsum trúarbrögðum hefur rauði liturinn lengi gegnt mikilvægu hlutverki og í almennum bæna- og helgisiðabókum fyrri alda tíðkaðist að prenta nafnadaga dýrlinga og aðra trúarlega helgidaga í rauðum lit. Enn má sjá leifar þessa í dagatölum nútímans þar sem sunnudagar, helgidagar og aðrir frídagar eru hafðir rauðir.


Rauður er litur jólanna og hefur lengi haft tengsl við trúarathafnir.

Almennt eru þjóðfræðingar samt sammála um að bæði rauður litur jólanna og jólahúfurnar séu aðallega komin frá forföður alþjóðlega jólasveinsins, heilögum Nikulási biskupi í borginni Mýru í suðvesturhluta Litlu-Asíu (dáinn um 350). Rauða síðkápa jólasveinsins var upphaflega biskupskápa heilags Nikulásar og jólahúfan er leifar af biskupsmítrinu. Fátt eiga þeir þó lengur sameiginlegt heilagur Nikulás og hinn amerískættaði jólasveinn Santa Claus.

Nikulás þótti ákaflega góður maður og fljótlega eftir píslavættisdauða hans var hann gerður að dýrlingi. Þá höfðu að sögn mörg kraftaverk átt sér stað við gröf hans í Mýru. Til eru helgisagnir um að Nikulás hafi komið mönnum til hjálpar í sjávarháska og að hann veitti börnum aðstoð þegar þau eða foreldrar þeirra voru í þrengingum. Þess vegna varð hann verndardýrlingur sjómanna og barna. Í kaþólskri tíð var hann einn af vinsælustu dýrlingum hérlendis og við lok miðalda voru um 60 guðshús á Íslandi helguð honum með einhverjum hætti. Nikulásarmessa er sungin 6. desember Nikulási til dýrðar.

Á miðöldum var Nikulás meðal annars höfuðdýrlingur Rússlands og margir Rússakeisarar hétu eftir honum. Þar í landi var líka haft á orði að félli guð einhvern tímann frá myndi heilagur Nikulás taka við af honum. Eitt af því sem gerði Nikulás vinsælan var að úr skríni með jarðneskum leifum hans átti að vætla olía sem bætti flest mein, svokölluð Nikulás-manna, og var seld í glösum. Árið 1087 rændu kaupmenn helgum dómi Nikulásar í Mýru og fluttu til borgarinnar Bár á Ítalíu.


Biskupsmítur Nikulásar átti síðar eftir að breytast í rauða húfu jólasveinsins.

Þann 28. desember er messudagur hjá kaþólikkum; þá er sungin messa hinna flekklausu barna, Puerorum festum. Á þessum degi minnast menn allra þeirra nýfæddu barna sem Heródes lét drepa í Betlehem og vonaðist um leið til að drepa Jesú. 28. desember varð snemma í sögu kirkjunnar dagur barnanna. Börnunum sjálfum var leyft að halda þessa messu og fengu að velja biskup úr sínum röðum svo að allt væri sem líkast því sem tíðkaðist hjá hinum fullorðnu. Heimildir má finna um slíkar barnamessur á miðöldum víðsvegar í Vestur-Evrópu og á því svæði þar sem Sviss liggur nú virðist þessi siður hafa verið sérstaklega vinsæll. Vitað er til þess að á þeim slóðum hafi börn, þegar á 10. öld, fengið að ráða öllum deginum. Ef einhverjir fullorðnir rákust til dæmis inn í skólana voru þeir látnir sitja eftir og ekki sleppt fyrr en þeir höfðu greitt börnunum eitthvert smáræði í lausnargjald. Kvöldið áður en börnin hertóku klausturskólana eða kirkjurnar gengu þau til altaris, lofuðu sinn eigin dýrling, heilagan Nikulás, og þá var valinn sá drengur sem skyldi verða biskup daginn eftir.

Síðar var ákveðið að færa þessa barnahátíð yfir á messudag heilags Nikulásar. Það var að minnsta kosti gert í Frakklandi í lok 13. aldar og barnahátíðin sem venja var að halda 28. desember varð að mikilli Nikulásarhátíð sem haldin var þann 6. desember. Smám saman var þetta fyrirkomulag tekið upp í Norður-Ítalíu, vesturhluta Þýskalands, Belgíu, Hollandi og Englandi. Barnabiskupinn fékk smátt og smátt að gegna hlutverki sínu lengur en aðeins þennan eina dag, sums staðar fram á dag hinna flekklausu barna en annars staðar fram á þrettándann, dag vitringanna þriggja. Upphaflega fengu börnin sem tóku þátt í Nikulásarhátíðinni gefins minningarpening sem á var letrað, öðrum megin, nafn þess sem gegndi hlutverki barnabiskupsins hverju sinn en á hinni hlið peningsins var mynd af heilögum Nikulási. Í framhaldi af þessu var farið að gefa börnunum ekta peninga eða smá gjafir af sama tilefni.

Á 13. og 14. öld var því til siðs að færa kórdrengjum og þeim börnum sem gengu í klausturskólana Nikulásargjafir þann 6. desember. Þegar á leið fannst mönnum betur viðeigandi að Nikulás sjálfur færði börnunum gjafirnar og þá ekki einungis þeim sem voru í þjónustu kirkjunnar. Frá 15. öld eru fyrstu heimildir sem bera því vitni að heilagur Nikulás sé farinn að heimsækja börn kvöldið fyrir 6. desember og færa þeim gjafir. Stundum hafði hann með sér með sér púka sem refsaði óþægum börnum og engil sem afhenti góðum börnum gjafir.


Nikulás fór að gefa börnum gjafir kvöldið fyrir 6. desember.

Eftir siðaskiptin á 16. öld þótti ekki lengur hæfa að kaþólskur dýrlingur færði börnunum gjafir fyrir jólin. Þá kom upp sú hugmynd að Jesúbarnið gæfi gjafirnar á sjálfum jólunum og breiddist sá síður síðan út um hin lútersku lönd.

Frá 15. öld eru einnig fyrstu heimildir um að þýsk börn væru farin að útbúa lítil skip, minnug þess að heilagur Nikulás var einnig verndari sjómanna og skipið því táknrænt fyrir hann. Þessi skip settu þau á áberandi staði, til dæmis út í glugga, þar sem von var á að heilagur Nikulás rækist á þau og skildi eftir í þeim eitthvert smáræði handa börnunum. Svo var farið að nota skó í stað skipanna eða körfu sem sett var utan dyra og uppáklæddir Nikulásar gengu milli húsa og færðu börnunum litlar gjafir.

Í Hollandi naut Nikulás sérstakra vinsælda og Sankte Nicholas fékk í hollensku talmáli nafnið Sinterklaas. Á 17. öldu flutti mikill fjöldi Hollendinga til Vesturheims. Þar reistu þeir meðal annars borgina New Amsterdam sem síðar hlaut nafnið New York. Með Hollendingunum í för var Sinterklaas sem á 18. öld varð nýtt amerískt jólatákn og hlaut þá nafnið Santa Claus. Þessi nýi jólasveinn færði gjafirnar á jólunum en ekki á Nikulásardeginum, 6. desember. Upp úr 1870 hófst ný innflytjendabylgja til Ameríku, þar á meðal frá Íslandi, og þá kynntust Evrópubúar ameríska jólasveininum. Jólakort með myndum af Santa Claus fóru síðan að berast að vestan til vina og ættingja í gömlu heimalöndunum. Þar með var heilagur Nikulás sem flutt hafði til Vesturheims tvö- til þrjúhundruð árum áður aftur kominn til sögu í Evrópu í heldur betur breyttri mynd og náði á skömmum tíma miklum vinsældum. Annars konar jólasveinar voru til í sumum löndum Evrópu áður en hinn amerískættaði Santa Claus kom til sögunnar, Father Christmas í Bretlandi, Herra Vetur hjá Þjóðverjum, afi Frosti hjá Rússum og skandinavísku jólanissarnir. Allar þessar jólasveinagerðir hafa á undanförnum áratugum runnið saman við þann ameríska og að þeirri samsuðu hafa íslensku jólasveinarnir verið að laga sig síðastliðna hálfa öld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

 • Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Mál og menning. Reykjavík.
 • Árni Björnsson. 1983. Í jólaskapi. Bjallan. Reykjavík.
 • Bø, Olav. 1974. Vår norske jul. Det norske samlaget. Oslo.
 • Piø, Iørn. 1984. Julens hvem hvad hvor. Politikens Forlag. Kaupmannahöfn.
 • Mynd af rauðum jólalit er af Fabrics. Lovely Mama.
 • Mynd af heilögum Nikulási er af Radio Prague.
 • Mynd af Nikulási að gefa gjafir er af Download-free-pictures.com.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

23.12.2005

Spyrjandi

Karen Einarsdóttir
Trausti Egilsson

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju er rauður litur jólanna?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2005, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5510.

Símon Jón Jóhannsson. (2005, 23. desember). Af hverju er rauður litur jólanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5510

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju er rauður litur jólanna?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2005. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5510>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er rauður litur jólanna?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989)

Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfnum í ýmsum trúarbrögðum hefur rauði liturinn lengi gegnt mikilvægu hlutverki og í almennum bæna- og helgisiðabókum fyrri alda tíðkaðist að prenta nafnadaga dýrlinga og aðra trúarlega helgidaga í rauðum lit. Enn má sjá leifar þessa í dagatölum nútímans þar sem sunnudagar, helgidagar og aðrir frídagar eru hafðir rauðir.


Rauður er litur jólanna og hefur lengi haft tengsl við trúarathafnir.

Almennt eru þjóðfræðingar samt sammála um að bæði rauður litur jólanna og jólahúfurnar séu aðallega komin frá forföður alþjóðlega jólasveinsins, heilögum Nikulási biskupi í borginni Mýru í suðvesturhluta Litlu-Asíu (dáinn um 350). Rauða síðkápa jólasveinsins var upphaflega biskupskápa heilags Nikulásar og jólahúfan er leifar af biskupsmítrinu. Fátt eiga þeir þó lengur sameiginlegt heilagur Nikulás og hinn amerískættaði jólasveinn Santa Claus.

Nikulás þótti ákaflega góður maður og fljótlega eftir píslavættisdauða hans var hann gerður að dýrlingi. Þá höfðu að sögn mörg kraftaverk átt sér stað við gröf hans í Mýru. Til eru helgisagnir um að Nikulás hafi komið mönnum til hjálpar í sjávarháska og að hann veitti börnum aðstoð þegar þau eða foreldrar þeirra voru í þrengingum. Þess vegna varð hann verndardýrlingur sjómanna og barna. Í kaþólskri tíð var hann einn af vinsælustu dýrlingum hérlendis og við lok miðalda voru um 60 guðshús á Íslandi helguð honum með einhverjum hætti. Nikulásarmessa er sungin 6. desember Nikulási til dýrðar.

Á miðöldum var Nikulás meðal annars höfuðdýrlingur Rússlands og margir Rússakeisarar hétu eftir honum. Þar í landi var líka haft á orði að félli guð einhvern tímann frá myndi heilagur Nikulás taka við af honum. Eitt af því sem gerði Nikulás vinsælan var að úr skríni með jarðneskum leifum hans átti að vætla olía sem bætti flest mein, svokölluð Nikulás-manna, og var seld í glösum. Árið 1087 rændu kaupmenn helgum dómi Nikulásar í Mýru og fluttu til borgarinnar Bár á Ítalíu.


Biskupsmítur Nikulásar átti síðar eftir að breytast í rauða húfu jólasveinsins.

Þann 28. desember er messudagur hjá kaþólikkum; þá er sungin messa hinna flekklausu barna, Puerorum festum. Á þessum degi minnast menn allra þeirra nýfæddu barna sem Heródes lét drepa í Betlehem og vonaðist um leið til að drepa Jesú. 28. desember varð snemma í sögu kirkjunnar dagur barnanna. Börnunum sjálfum var leyft að halda þessa messu og fengu að velja biskup úr sínum röðum svo að allt væri sem líkast því sem tíðkaðist hjá hinum fullorðnu. Heimildir má finna um slíkar barnamessur á miðöldum víðsvegar í Vestur-Evrópu og á því svæði þar sem Sviss liggur nú virðist þessi siður hafa verið sérstaklega vinsæll. Vitað er til þess að á þeim slóðum hafi börn, þegar á 10. öld, fengið að ráða öllum deginum. Ef einhverjir fullorðnir rákust til dæmis inn í skólana voru þeir látnir sitja eftir og ekki sleppt fyrr en þeir höfðu greitt börnunum eitthvert smáræði í lausnargjald. Kvöldið áður en börnin hertóku klausturskólana eða kirkjurnar gengu þau til altaris, lofuðu sinn eigin dýrling, heilagan Nikulás, og þá var valinn sá drengur sem skyldi verða biskup daginn eftir.

Síðar var ákveðið að færa þessa barnahátíð yfir á messudag heilags Nikulásar. Það var að minnsta kosti gert í Frakklandi í lok 13. aldar og barnahátíðin sem venja var að halda 28. desember varð að mikilli Nikulásarhátíð sem haldin var þann 6. desember. Smám saman var þetta fyrirkomulag tekið upp í Norður-Ítalíu, vesturhluta Þýskalands, Belgíu, Hollandi og Englandi. Barnabiskupinn fékk smátt og smátt að gegna hlutverki sínu lengur en aðeins þennan eina dag, sums staðar fram á dag hinna flekklausu barna en annars staðar fram á þrettándann, dag vitringanna þriggja. Upphaflega fengu börnin sem tóku þátt í Nikulásarhátíðinni gefins minningarpening sem á var letrað, öðrum megin, nafn þess sem gegndi hlutverki barnabiskupsins hverju sinn en á hinni hlið peningsins var mynd af heilögum Nikulási. Í framhaldi af þessu var farið að gefa börnunum ekta peninga eða smá gjafir af sama tilefni.

Á 13. og 14. öld var því til siðs að færa kórdrengjum og þeim börnum sem gengu í klausturskólana Nikulásargjafir þann 6. desember. Þegar á leið fannst mönnum betur viðeigandi að Nikulás sjálfur færði börnunum gjafirnar og þá ekki einungis þeim sem voru í þjónustu kirkjunnar. Frá 15. öld eru fyrstu heimildir sem bera því vitni að heilagur Nikulás sé farinn að heimsækja börn kvöldið fyrir 6. desember og færa þeim gjafir. Stundum hafði hann með sér með sér púka sem refsaði óþægum börnum og engil sem afhenti góðum börnum gjafir.


Nikulás fór að gefa börnum gjafir kvöldið fyrir 6. desember.

Eftir siðaskiptin á 16. öld þótti ekki lengur hæfa að kaþólskur dýrlingur færði börnunum gjafir fyrir jólin. Þá kom upp sú hugmynd að Jesúbarnið gæfi gjafirnar á sjálfum jólunum og breiddist sá síður síðan út um hin lútersku lönd.

Frá 15. öld eru einnig fyrstu heimildir um að þýsk börn væru farin að útbúa lítil skip, minnug þess að heilagur Nikulás var einnig verndari sjómanna og skipið því táknrænt fyrir hann. Þessi skip settu þau á áberandi staði, til dæmis út í glugga, þar sem von var á að heilagur Nikulás rækist á þau og skildi eftir í þeim eitthvert smáræði handa börnunum. Svo var farið að nota skó í stað skipanna eða körfu sem sett var utan dyra og uppáklæddir Nikulásar gengu milli húsa og færðu börnunum litlar gjafir.

Í Hollandi naut Nikulás sérstakra vinsælda og Sankte Nicholas fékk í hollensku talmáli nafnið Sinterklaas. Á 17. öldu flutti mikill fjöldi Hollendinga til Vesturheims. Þar reistu þeir meðal annars borgina New Amsterdam sem síðar hlaut nafnið New York. Með Hollendingunum í för var Sinterklaas sem á 18. öld varð nýtt amerískt jólatákn og hlaut þá nafnið Santa Claus. Þessi nýi jólasveinn færði gjafirnar á jólunum en ekki á Nikulásardeginum, 6. desember. Upp úr 1870 hófst ný innflytjendabylgja til Ameríku, þar á meðal frá Íslandi, og þá kynntust Evrópubúar ameríska jólasveininum. Jólakort með myndum af Santa Claus fóru síðan að berast að vestan til vina og ættingja í gömlu heimalöndunum. Þar með var heilagur Nikulás sem flutt hafði til Vesturheims tvö- til þrjúhundruð árum áður aftur kominn til sögu í Evrópu í heldur betur breyttri mynd og náði á skömmum tíma miklum vinsældum. Annars konar jólasveinar voru til í sumum löndum Evrópu áður en hinn amerískættaði Santa Claus kom til sögunnar, Father Christmas í Bretlandi, Herra Vetur hjá Þjóðverjum, afi Frosti hjá Rússum og skandinavísku jólanissarnir. Allar þessar jólasveinagerðir hafa á undanförnum áratugum runnið saman við þann ameríska og að þeirri samsuðu hafa íslensku jólasveinarnir verið að laga sig síðastliðna hálfa öld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

 • Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Mál og menning. Reykjavík.
 • Árni Björnsson. 1983. Í jólaskapi. Bjallan. Reykjavík.
 • Bø, Olav. 1974. Vår norske jul. Det norske samlaget. Oslo.
 • Piø, Iørn. 1984. Julens hvem hvad hvor. Politikens Forlag. Kaupmannahöfn.
 • Mynd af rauðum jólalit er af Fabrics. Lovely Mama.
 • Mynd af heilögum Nikulási er af Radio Prague.
 • Mynd af Nikulási að gefa gjafir er af Download-free-pictures.com.
...