Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'?

Krosstré er tré sem notað er til að búa til krossa. Orðið er gamalt í málinu og í Postulasögum og Heilagra manna sögum er til dæmis talað um að „hengja e-n á krosstré“, það er krossfesta hann. Í yngra máli virðist orðið einnig notað um smíði sem myndar kross, til dæmis krosstré í glugga.


Þegar menn eru krossfestir er stundum talað um að þeir séu hengdir á krosstré.

Orðasambandið svo bregðast krosstré sem önnur tré þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 17. aldar og er notað þegar jafnvel það bregst sem traustast virtist. Orðasambandið er notað jafnt um menn og dauða hluti. Ef stóll lætur undan þegar sest er á hann, eða maður, sem treyst er á, bregst er oft sagt: „Ja, svo bregðast krosstré sem önnur tré!“

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Útgáfudagur

28.12.2005

Spyrjandi

Louisa Jóhannesardóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2005. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5520.

Guðrún Kvaran. (2005, 28. desember). Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5520

Guðrún Kvaran. „Við hvaða krosstré er átt þegar menn segja 'svo bregðast krosstré sem önnur tré'?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2005. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5520>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.