Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega?

Ari Páll Kristinsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðeins að finna atviksorðið náttúrlega ‘vitaskuld, auðvitað, að sjálfsögðu’ en ekki er sýnt atviksorðið náttúrulega. En sýnt er bæði lýsingarorðið náttúrlegur 1. ‘eðlilegur, sjálfsagður’, 2. ‘sem tilheyrir náttúrunni’ og lýsingarorðið náttúrulegur 1. ‘sem tilheyrir náttúrunni’, 2. ‘eðlilegur, sjálfsagður’.

Eins og sjá má er röð merkingarskýringanna mismunandi í náttúrlegur og náttúrulegur og það bendir til þess að orðin hafi ólíka upprunalega merkingu eða meginmerkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Bl. Magnússonar er tökuorðið náttúra ‘ytri heimur, eðli o.fl.’ ættað úr latínu en orðið náttúrlegur ‘eðlilegur’ kemur inn í íslensku sem tökuorð úr miðlágþýsku natūrlik samkvæmt sömu bók.


Náttúruleg heimkynni hvítabjarna eru í Norður-Íshafinu, á hafís, eyjum og við strendur.

Í Stafsetningarorðabókinni (2006) eru sýnd bæði orðin náttúrlega og náttúrulega og náttúrlegur og náttúrulegur án þess að gert sé upp á milli tilbrigðanna en hafa verður í huga að sú bók sýnir eingöngu mögulegan rithátt orða án tillits til þess hvað þau merkja.

Svo virðist sem mæla megi með því að gera greinarmun á náttúrlega, náttúrlegur annars vegar og náttúrulega, náttúrulegur hins vegar:

náttúrlega = ‘vitaskuld, auðvitað, að sjálfsögðu’

náttúrlegur = ‘eðlilegur, sjálfsagður’

Dæmi: Ég kem náttúrlega á morgun. Þetta voru náttúrleg viðbrögð.

náttúrulega = ‘í samræmi við náttúruna’

náttúrulegur = ‘sem tilheyrir náttúrunni’

Dæmi: Tegundin æxlast náttúrulega. Tegundin þrífst aðeins í náttúrulegu umhverfi.

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

2.2.2010

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2010, sótt 24. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55232.

Ari Páll Kristinsson. (2010, 2. febrúar). Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55232

Ari Páll Kristinsson. „Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2010. Vefsíða. 24. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55232>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega?
Í Íslenskri orðabók Eddu (2007) er aðeins að finna atviksorðið náttúrlega ‘vitaskuld, auðvitað, að sjálfsögðu’ en ekki er sýnt atviksorðið náttúrulega. En sýnt er bæði lýsingarorðið náttúrlegur 1. ‘eðlilegur, sjálfsagður’, 2. ‘sem tilheyrir náttúrunni’ og lýsingarorðið náttúrulegur 1. ‘sem tilheyrir náttúrunni’, 2. ‘eðlilegur, sjálfsagður’.

Eins og sjá má er röð merkingarskýringanna mismunandi í náttúrlegur og náttúrulegur og það bendir til þess að orðin hafi ólíka upprunalega merkingu eða meginmerkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Bl. Magnússonar er tökuorðið náttúra ‘ytri heimur, eðli o.fl.’ ættað úr latínu en orðið náttúrlegur ‘eðlilegur’ kemur inn í íslensku sem tökuorð úr miðlágþýsku natūrlik samkvæmt sömu bók.


Náttúruleg heimkynni hvítabjarna eru í Norður-Íshafinu, á hafís, eyjum og við strendur.

Í Stafsetningarorðabókinni (2006) eru sýnd bæði orðin náttúrlega og náttúrulega og náttúrlegur og náttúrulegur án þess að gert sé upp á milli tilbrigðanna en hafa verður í huga að sú bók sýnir eingöngu mögulegan rithátt orða án tillits til þess hvað þau merkja.

Svo virðist sem mæla megi með því að gera greinarmun á náttúrlega, náttúrlegur annars vegar og náttúrulega, náttúrulegur hins vegar:

náttúrlega = ‘vitaskuld, auðvitað, að sjálfsögðu’

náttúrlegur = ‘eðlilegur, sjálfsagður’

Dæmi: Ég kem náttúrlega á morgun. Þetta voru náttúrleg viðbrögð.

náttúrulega = ‘í samræmi við náttúruna’

náttúrulegur = ‘sem tilheyrir náttúrunni’

Dæmi: Tegundin æxlast náttúrulega. Tegundin þrífst aðeins í náttúrulegu umhverfi....