Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvert liggur batavegur? Af hverju er talað um að vera á batavegi?

Orðið batavegur merkir 'áframhaldandi bati' og er einkum notað í sambandinu að vera á batavegi 'vera að batna einhver sjúkleiki'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 19. öld.

Fyrri hluti orðsins bati er notað um bötnun, betrun eitthvað sem er betra en það var áður. Til dæmis er sagt að einhver hafi fengið fullan bata ef sá hinn sami er búinn að ná sér algerlega af veikindum.Batavegur liggur stundum um sjúkrahús.

Að einhver sé á batavegi er því hugsað þannig að hann sé á leið (vegi) til bötnunar, það er hann er ekki alveg orðinn góður af veikindum sínum en allt horfir í rétta átt.

Mynd: Liver Clinic. Sótt 9. 3. 2010.

Útgáfudagur

10.3.2010

Spyrjandi

Kári Hilmarsson

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvert liggur batavegur? Af hverju er talað um að vera á batavegi?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2010. Sótt 20. mars 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=55252.

Guðrún Kvaran. (2010, 10. mars). Hvert liggur batavegur? Af hverju er talað um að vera á batavegi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55252

Guðrún Kvaran. „Hvert liggur batavegur? Af hverju er talað um að vera á batavegi?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2010. Vefsíða. 20. mar. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55252>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Snædal

1950

Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans. Meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimer-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun.