Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?

Matvælastofnun

Díoxín og PCB-efni dreifast með lofti, vatni og jarðvegi og finnast því um allan heim. Dýr og fiskar taka þau upp með fæðu, jarðvegi og seti. Efnin eru vatnsfælin og setjast í líkamsfitu dýra þar sem þau safnast fyrir. Helmingunartími díoxína í líkamanum er talinn vera 7 til 11 ár. Díoxín safnast fyrir í fæðukeðjunni og því er meira af díoxínum ofar í fæðukeðjunni.

Mest af díoxíni og PCB-efnum fær fólk úr matvælum sem innihalda mikið af dýrafitu eins og mjólk, kjöt, fiskur og egg, og matvæli unnin úr þeim. Þó eru þessi efni í snefilmagni í öllum matvælum.

Samkvæmt áhættumati vísindanefndar framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins um matvæli er ásættanleg dagleg neysla (e. tolerable daily intake, TDI) díoxína og díoxínlíkra PCB-efna 2 pikógrömm (píkó er 10-12) á hvert kg líkamsþunga.


Úkraínska forsetaframbjóðandanum Viktor Júsénkó var byrlað díoxín árið 2005. Áhrif eitrunarinnar sjást vel á myndunum. Magn díoxínsins í líkama Júsénskós var 1000 sinnum meira en talið er æskilegt.

Mesta áhættan stafar af því að borða mat með miklu innihaldi díoxína yfir langt tímabil. Staðfest hefur verið að þau valdi ýmsum kvillum í dýrum, þar á meðal krabbameinum og skaða á ónæmiskerfi og æxlunarfærum. Þó virðast menn ekki vera jafn viðkvæmir og tilraunadýr.

Eituráhrif efnanna er mismikil en til þess að hægt sé að bera saman eiturvirkni þeirra hefur verið skilgreindur alþjóðlegur jafngildisstuðull (e. Toxic Equivalent Factor, I-TEF) sem er hlutfall af eitrunaráhrifum þeirrar afleiðu díoxíns sem er eitruðust og nefnist 2,3,7,8-TCDD, en stuðull hennar er 1. Styrkur hverrar afleiðu margfaldaður með jafngildisstuðli hennar gefur eitrunarjafngildi, Toxic Equivalent, eða TEQ. Heildar eitrunaráhrif er síðan summa TEQ-gildanna.

Hámarksgildi fyrir díoxín í matvælum eru sett í reglugerð Evrópusambandsins nr. 466/2004/EB sem tók gildi á íslandi með reglugerð 662/2003 um gildistöku tiltekinna gerða um aðskotaefni í matvælum. Hámarksgildi fyrir díoxínlík PCB efni eru sett í reglugerð 411/2004 um aðskotaefni í matvælum.

Díoxín og díoxínlík PCB-efni finnast í öllum matvælum í mismiklu magni, líka þeim matvælum sem eru rík af mikilvægum næringarefnum. Það er nær ómögulegt að fjarlægja þessi efni úr matnum þegar þau eru komin inn í fæðukeðjuna. Almennt er viðurkennt að besta leiðin til að minnka díoxín og PCB í fæðu sé að koma í veg fyrir losun þeirra út í umhverfið.

Niðurstöður vöktunar á lífríki sjávar sýna að ætilegur hluti matfisks sem veiddur er á Íslandsmiðum inniheldur almennt lítið magn af lífrænum mengunarefnum eins og díoxíni og díoxínlíkum PCB-efnum, samanborið við þau hámörk sem Evrópulöndin hafa viðurkennt. Talið er að helst sé hætta á ferðum hjá þeim sem borða mikinn fisk af menguðum hafsvæðum eins og til dæmis Eystrasaltinu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðleggur neytendum að skera fitu af kjöti og neyta frekar fituminni mjólkurvara til að minnka díoxín í fæði. Fjölbreytt fæði sem inniheldur ávexti, grænmeti og kornvörur í hæfilegu magni minnkar hættuna af mengun frá einum uppruna ef upp koma mengunartilfelli eins og til dæmis í írsku svínakjöti haustið 2008. Þessi ráð hafa helst áhrif til langs tíma litið og eiga helst við um stúlkur og konur á barneignaaldri til að minnka skaðleg áhrif díoxíns á fóstur og ungbörn á brjósti sem þær eiga hugsanlega eftir að eignast. Barnshafandi konum og konum með barn á brjósti er einnig bent á að borða ekki sjávarspendýr (sel, hval) og stóra ránfiska (túnfisk, sverðfisk).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um díoxín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

4.2.2010

Spyrjandi

María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Matvælastofnun. „Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2010. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55259.

Matvælastofnun. (2010, 4. febrúar). Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55259

Matvælastofnun. „Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2010. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55259>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?
Díoxín og PCB-efni dreifast með lofti, vatni og jarðvegi og finnast því um allan heim. Dýr og fiskar taka þau upp með fæðu, jarðvegi og seti. Efnin eru vatnsfælin og setjast í líkamsfitu dýra þar sem þau safnast fyrir. Helmingunartími díoxína í líkamanum er talinn vera 7 til 11 ár. Díoxín safnast fyrir í fæðukeðjunni og því er meira af díoxínum ofar í fæðukeðjunni.

Mest af díoxíni og PCB-efnum fær fólk úr matvælum sem innihalda mikið af dýrafitu eins og mjólk, kjöt, fiskur og egg, og matvæli unnin úr þeim. Þó eru þessi efni í snefilmagni í öllum matvælum.

Samkvæmt áhættumati vísindanefndar framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins um matvæli er ásættanleg dagleg neysla (e. tolerable daily intake, TDI) díoxína og díoxínlíkra PCB-efna 2 pikógrömm (píkó er 10-12) á hvert kg líkamsþunga.


Úkraínska forsetaframbjóðandanum Viktor Júsénkó var byrlað díoxín árið 2005. Áhrif eitrunarinnar sjást vel á myndunum. Magn díoxínsins í líkama Júsénskós var 1000 sinnum meira en talið er æskilegt.

Mesta áhættan stafar af því að borða mat með miklu innihaldi díoxína yfir langt tímabil. Staðfest hefur verið að þau valdi ýmsum kvillum í dýrum, þar á meðal krabbameinum og skaða á ónæmiskerfi og æxlunarfærum. Þó virðast menn ekki vera jafn viðkvæmir og tilraunadýr.

Eituráhrif efnanna er mismikil en til þess að hægt sé að bera saman eiturvirkni þeirra hefur verið skilgreindur alþjóðlegur jafngildisstuðull (e. Toxic Equivalent Factor, I-TEF) sem er hlutfall af eitrunaráhrifum þeirrar afleiðu díoxíns sem er eitruðust og nefnist 2,3,7,8-TCDD, en stuðull hennar er 1. Styrkur hverrar afleiðu margfaldaður með jafngildisstuðli hennar gefur eitrunarjafngildi, Toxic Equivalent, eða TEQ. Heildar eitrunaráhrif er síðan summa TEQ-gildanna.

Hámarksgildi fyrir díoxín í matvælum eru sett í reglugerð Evrópusambandsins nr. 466/2004/EB sem tók gildi á íslandi með reglugerð 662/2003 um gildistöku tiltekinna gerða um aðskotaefni í matvælum. Hámarksgildi fyrir díoxínlík PCB efni eru sett í reglugerð 411/2004 um aðskotaefni í matvælum.

Díoxín og díoxínlík PCB-efni finnast í öllum matvælum í mismiklu magni, líka þeim matvælum sem eru rík af mikilvægum næringarefnum. Það er nær ómögulegt að fjarlægja þessi efni úr matnum þegar þau eru komin inn í fæðukeðjuna. Almennt er viðurkennt að besta leiðin til að minnka díoxín og PCB í fæðu sé að koma í veg fyrir losun þeirra út í umhverfið.

Niðurstöður vöktunar á lífríki sjávar sýna að ætilegur hluti matfisks sem veiddur er á Íslandsmiðum inniheldur almennt lítið magn af lífrænum mengunarefnum eins og díoxíni og díoxínlíkum PCB-efnum, samanborið við þau hámörk sem Evrópulöndin hafa viðurkennt. Talið er að helst sé hætta á ferðum hjá þeim sem borða mikinn fisk af menguðum hafsvæðum eins og til dæmis Eystrasaltinu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðleggur neytendum að skera fitu af kjöti og neyta frekar fituminni mjólkurvara til að minnka díoxín í fæði. Fjölbreytt fæði sem inniheldur ávexti, grænmeti og kornvörur í hæfilegu magni minnkar hættuna af mengun frá einum uppruna ef upp koma mengunartilfelli eins og til dæmis í írsku svínakjöti haustið 2008. Þessi ráð hafa helst áhrif til langs tíma litið og eiga helst við um stúlkur og konur á barneignaaldri til að minnka skaðleg áhrif díoxíns á fóstur og ungbörn á brjósti sem þær eiga hugsanlega eftir að eignast. Barnshafandi konum og konum með barn á brjósti er einnig bent á að borða ekki sjávarspendýr (sel, hval) og stóra ránfiska (túnfisk, sverðfisk).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um díoxín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi....