Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir menningararfleifð?

Gauti Sigþórsson

Spyrjandi bætir við:

Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð?

Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunni er talað um „hámenningu“, „lágmenningu“ og jafnvel „ómenningu“ sem allt eru mjög lauslega skilgreind hugtök byggð eru á þeirri sannfæringu að sum mannanna verk séu einfaldlega öðrum æðri. Seinni merkingin er fyrst og fremst lýsandi; menning vísar þar til hefða, tungumáls, lista, trúarbragða og annars sem einkennir tiltekinn hóp eða þjóð. Í þessari merkingu er meðal annars talað um „jaðarmenningu“, „unglingamenningu“ og „alþýðumenningu“ til að lýsa aðgreindum hópum. Menning getur þó líka átt við um það sem hópar eða þjóðir eiga sameiginlegt, svo sem þegar talað er um „alþjóðamenningu“. Þannig snýst menningarhugtakið bæði um aðgreiningu og tengingu.

Eins og menning er arfleifð ekki einfalt hugtak. Hún er ekki bara það sem geymst hefur frá fyrri tíð – arfleifðin er líka tilbúningur og gleymska. Þess vegna er hún oft ekkert sérlega gömul. Skautbúningar og upphlutir eru til dæmis tilbúin arfleifð sem þjónar helst því hlutverki að tákna fatnað sem enginn Íslendingur klæðist lengur. Hið sama á við um „séríslenskan“ mat sem fáir Íslendingar borða hversdags; aðeins sumt fær að vera með til að tákna það sem er „íslenskt“. Hákarl, harðfiskur og brennivín eru sennilega ekkert íslenskari matur en magáll, siginn fiskur og mjöður, svo eitthvað sé nefnt.


Í augum margra er þorramaturinn einkennandi fyrir þjóðlega matargerð en ef til vill er hann ekkert íslenskari en margur annar matur.

Það sem ræður því hvað telst menningarlegur og táknrænn auður (e. cultural capital og symbolic capital) er því ekki endilega hversu einkennandi það var fyrir land og þjóð heldur fremur eitthvert pólitískt eða efnahagslegt vald. Um það má til dæmis lesa í bókunum Imagined communities, eftir Benedict Anderson og The invention of tradition, ritstýrt af Eric Hobsbawm, þar sem finna má fræga grein um tilurð skotapilsanna. Af íslenskum höfundum hefur Jón Karl Helgason skrifað hvað aðgengilegastar bækur um þetta efni (Hetjan og höfundurinn, 1997; Höfundur Njálu, 2000).

Á Íslandi er orðið menningararfleifð mjög bundið hugmyndum um hvað einkennir íslensku þjóðina og hvernig bregðast eigi við hröðum félagslegum og menningarlegum breytingum nútímans. Sigurður Nordal hélt því fram í Íslenzkri menningu (1942) að nauðsyn væri að skilja íslenska menningararfleifð sögulega; arfleifð okkar er tungan, bókmenntirnar og þjóðlegar hefðir. Án þessara sérkenna hefðu Íslendingar ekkert til að greina sig frá öðrum og myndu á endanum hverfa meðal stærri þjóða. Þessi hugmynd liggur til grundvallar íslenskri málvernd, sérstaklega þýðingastörfum ýmiss konar og nýyrðasmíð. Orð eins og sími, tölva og eyðni eru þannig beint framlag til viðhalds og þróunar íslenskrar menningar og menningararfs. Þannig eru nýyrði kannski eitt besta dæmið um hvernig nýsköpun, gleymska og hefð haldast í hendur, því þau leyfa okkur að halda að við tölum enn fornt tungumál þótt orðaforðinn sé í sífelldri endurnýjun. Því mætti jafnvel segja að menningararfleifð sé kerfisbundin, sameiginleg gleymska sem sparar hópi eða þjóð ómakið að læra um fortíðina.

Mynd: Veiðihundadeild HRFÍ.

Höfundur

lektor við deild Creative, Critical and Communication Studies, University of Greenwich, London

Útgáfudagur

2.1.2006

Spyrjandi

Elías Þórsson, f. 1988

Tilvísun

Gauti Sigþórsson. „Hvað merkir menningararfleifð?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2006, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5531.

Gauti Sigþórsson. (2006, 2. janúar). Hvað merkir menningararfleifð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5531

Gauti Sigþórsson. „Hvað merkir menningararfleifð?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2006. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5531>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir menningararfleifð?
Spyrjandi bætir við:

Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð?

Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunni er talað um „hámenningu“, „lágmenningu“ og jafnvel „ómenningu“ sem allt eru mjög lauslega skilgreind hugtök byggð eru á þeirri sannfæringu að sum mannanna verk séu einfaldlega öðrum æðri. Seinni merkingin er fyrst og fremst lýsandi; menning vísar þar til hefða, tungumáls, lista, trúarbragða og annars sem einkennir tiltekinn hóp eða þjóð. Í þessari merkingu er meðal annars talað um „jaðarmenningu“, „unglingamenningu“ og „alþýðumenningu“ til að lýsa aðgreindum hópum. Menning getur þó líka átt við um það sem hópar eða þjóðir eiga sameiginlegt, svo sem þegar talað er um „alþjóðamenningu“. Þannig snýst menningarhugtakið bæði um aðgreiningu og tengingu.

Eins og menning er arfleifð ekki einfalt hugtak. Hún er ekki bara það sem geymst hefur frá fyrri tíð – arfleifðin er líka tilbúningur og gleymska. Þess vegna er hún oft ekkert sérlega gömul. Skautbúningar og upphlutir eru til dæmis tilbúin arfleifð sem þjónar helst því hlutverki að tákna fatnað sem enginn Íslendingur klæðist lengur. Hið sama á við um „séríslenskan“ mat sem fáir Íslendingar borða hversdags; aðeins sumt fær að vera með til að tákna það sem er „íslenskt“. Hákarl, harðfiskur og brennivín eru sennilega ekkert íslenskari matur en magáll, siginn fiskur og mjöður, svo eitthvað sé nefnt.


Í augum margra er þorramaturinn einkennandi fyrir þjóðlega matargerð en ef til vill er hann ekkert íslenskari en margur annar matur.

Það sem ræður því hvað telst menningarlegur og táknrænn auður (e. cultural capital og symbolic capital) er því ekki endilega hversu einkennandi það var fyrir land og þjóð heldur fremur eitthvert pólitískt eða efnahagslegt vald. Um það má til dæmis lesa í bókunum Imagined communities, eftir Benedict Anderson og The invention of tradition, ritstýrt af Eric Hobsbawm, þar sem finna má fræga grein um tilurð skotapilsanna. Af íslenskum höfundum hefur Jón Karl Helgason skrifað hvað aðgengilegastar bækur um þetta efni (Hetjan og höfundurinn, 1997; Höfundur Njálu, 2000).

Á Íslandi er orðið menningararfleifð mjög bundið hugmyndum um hvað einkennir íslensku þjóðina og hvernig bregðast eigi við hröðum félagslegum og menningarlegum breytingum nútímans. Sigurður Nordal hélt því fram í Íslenzkri menningu (1942) að nauðsyn væri að skilja íslenska menningararfleifð sögulega; arfleifð okkar er tungan, bókmenntirnar og þjóðlegar hefðir. Án þessara sérkenna hefðu Íslendingar ekkert til að greina sig frá öðrum og myndu á endanum hverfa meðal stærri þjóða. Þessi hugmynd liggur til grundvallar íslenskri málvernd, sérstaklega þýðingastörfum ýmiss konar og nýyrðasmíð. Orð eins og sími, tölva og eyðni eru þannig beint framlag til viðhalds og þróunar íslenskrar menningar og menningararfs. Þannig eru nýyrði kannski eitt besta dæmið um hvernig nýsköpun, gleymska og hefð haldast í hendur, því þau leyfa okkur að halda að við tölum enn fornt tungumál þótt orðaforðinn sé í sífelldri endurnýjun. Því mætti jafnvel segja að menningararfleifð sé kerfisbundin, sameiginleg gleymska sem sparar hópi eða þjóð ómakið að læra um fortíðina.

Mynd: Veiðihundadeild HRFÍ....