Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?

HMS

Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember). Hjá Rómverjum til forna hófst nýtt ár fyrsta dag Martiusar eða mars. Seinna bættu þeir tveimur mánaðarnöfnum við árið, janúar og febrúar, og árið 153 f. Kr. færðist byrjun rómverska ársins yfir á 1. janúar.


Rómverskt dagatal. Athugið að mánuðirnir eru 13, en sá síðasti var aukamánuður sem gegndi sama hlutverki og hlaupársdagar okkar. Smellið á myndina til að stækka hana.

Ekki hélst ársbyrjun á þeirri dagsetningu upp frá því. Sumir vildu miða árið við einhvern af helgidögum kirkjunnar. Að fornri fyrirmynd vildi Gregoríus páfi VII (uppi á 11. öld) hefja árið 1. september. Árið 1582 mælti Gregoríus páfi XIII svo fyrir að tekið yrði upp nýtt tímatal sem nú er við hann kennt og nefnist gregoríanska tímatalið. Það tók við af júlíanska tímatalinu sem kennt var við Júlíus Sesar. Samkvæmt gregoríska tímatalinu hefst nýtt ár 1. janúar. Enn nota sumar þjóðir annað tímatal og halda því sinn nýársdag á öðrum tímum ársins.

Samkvæmt bók Árna Björnssonar, Sögu daganna, eru engar heimildir um að árið hafi að fornu íslensku tímatali hafist á tilteknum degi. Honum þykir samt líklegt að fólk hafi gjarnan miðað við sumardaginn fyrsta. Seinna virðast sumir telja 1. september fyrsta dag ársins (eins og Gregoríus páfi VII) og íslenska kirkjan hóf árið á jóladag. Snemma á 16. öld fór svo dagsetningin 1. janúar að festa sig í sessi sem nýársdagur hér á landi. 1. janúar er fyrst nefndur nýársdagur í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá árinu 1540, fyrstu prentuðu bók á íslensku.

Höfundur þakkar Árna Björnssyni fyrir góðar ráðleggingar.

Heimild og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

2.1.2006

Spyrjandi

Erlendur Jóhannsson

Tilvísun

HMS. „Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5533.

HMS. (2006, 2. janúar). Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5533

HMS. „Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5533>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?
Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember). Hjá Rómverjum til forna hófst nýtt ár fyrsta dag Martiusar eða mars. Seinna bættu þeir tveimur mánaðarnöfnum við árið, janúar og febrúar, og árið 153 f. Kr. færðist byrjun rómverska ársins yfir á 1. janúar.


Rómverskt dagatal. Athugið að mánuðirnir eru 13, en sá síðasti var aukamánuður sem gegndi sama hlutverki og hlaupársdagar okkar. Smellið á myndina til að stækka hana.

Ekki hélst ársbyrjun á þeirri dagsetningu upp frá því. Sumir vildu miða árið við einhvern af helgidögum kirkjunnar. Að fornri fyrirmynd vildi Gregoríus páfi VII (uppi á 11. öld) hefja árið 1. september. Árið 1582 mælti Gregoríus páfi XIII svo fyrir að tekið yrði upp nýtt tímatal sem nú er við hann kennt og nefnist gregoríanska tímatalið. Það tók við af júlíanska tímatalinu sem kennt var við Júlíus Sesar. Samkvæmt gregoríska tímatalinu hefst nýtt ár 1. janúar. Enn nota sumar þjóðir annað tímatal og halda því sinn nýársdag á öðrum tímum ársins.

Samkvæmt bók Árna Björnssonar, Sögu daganna, eru engar heimildir um að árið hafi að fornu íslensku tímatali hafist á tilteknum degi. Honum þykir samt líklegt að fólk hafi gjarnan miðað við sumardaginn fyrsta. Seinna virðast sumir telja 1. september fyrsta dag ársins (eins og Gregoríus páfi VII) og íslenska kirkjan hóf árið á jóladag. Snemma á 16. öld fór svo dagsetningin 1. janúar að festa sig í sessi sem nýársdagur hér á landi. 1. janúar er fyrst nefndur nýársdagur í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá árinu 1540, fyrstu prentuðu bók á íslensku.

Höfundur þakkar Árna Björnssyni fyrir góðar ráðleggingar.

Heimild og mynd

...