Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Bæði orðin hafa lengi verið í notkun um fé í sjóði eða á reikningi. Í Íslenskri orðabók (2007) eru innstæða og innistæða sögð notuð um hið sama í hagfræði og í viðskiptum. Það sýna einnig dæmi í textasafni Orðabókar Háskólans en þau um innstæðu eru talsvert fleiri. Í eldra máli var orðið innstæða einnig haft um höfuðstól og um skepnur og muni sem fylgja jörð.
Innistæða er einnig notað um sauðfé sem er á húsi, það er stendur inni (innistæðugripur, innistæðuklár, innistæðuær og svo framvegis).
Þótt bæði orðin séu notuð um fé á reikningi í samtímamáli er innstæða bæði eldra og algengara. Í málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur: ,,Mælt er með orðinu innstæða en ekki innistæða.“
Mynd:
Er munur á merkingu orðanna "innstæða" og "innistæða". Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að innistæður væru í bönkum og innstæða væri eitthvert hugtak í fótbolta. Nú er mikið fjallað um Tryggingarsjóð innstæðueigenda hvers vegna kallast hann ekki Tryggingarsjóður innistæðueigenda?
Guðrún Kvaran. „Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2010, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55369.
Guðrún Kvaran. (2010, 26. apríl). Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55369
Guðrún Kvaran. „Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2010. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55369>.