Sólin Sólin Rís 10:41 • sest 16:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:19 • Sest 01:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:04 • Síðdegis: 17:40 í Reykjavík

Hvað þýðir lex?

ÞV

Spyrjandi segist hafa heyrt að heyrt að lex þýði 'konungur' á latínu eða grísku. Þar hefur einn bókstafur skolast til. Latneska orðið lex þýðir upphaflega 'samningur' en síðan 'lög, regla, fyrirmæli, forskrift'. Eignarfallið af lex er legis og þar sjáum við að orðið er samstofna við sögnina lego / legere í merkingunni 'að safna saman, fara gegnum, kanna, skanna, lesa, velja'. Þetta er rótskylt til dæmis enska orðinu legal.

'Konungur' á latínu er hins vegar rex, eignarfall regis. Það orð er skylt sögninni rego / regere sem merkir 'að stjórna, ríkja' og er til óbreytt til dæmis í dönsku. Lýsingarorðið 'konunglegur' er á latínu regalis og á ensku royal en í spænsku real. Það orð í spænsku á sér því allt annan uppruna en orð sem líta eins út í sumum öðrum málum, og merkir líka allt annað. Knattspyrnufélagið Real Madrid er sem sagt konunglegt en nafnið segir ekkert um hversu raunverulegt það er!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

21.6.2000

Spyrjandi

Svanur Þór Smárason

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Hvað þýðir lex?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2000. Sótt 20. janúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=554.

ÞV. (2000, 21. júní). Hvað þýðir lex? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=554

ÞV. „Hvað þýðir lex?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2000. Vefsíða. 20. jan. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=554>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir lex?
Spyrjandi segist hafa heyrt að heyrt að lex þýði 'konungur' á latínu eða grísku. Þar hefur einn bókstafur skolast til. Latneska orðið lex þýðir upphaflega 'samningur' en síðan 'lög, regla, fyrirmæli, forskrift'. Eignarfallið af lex er legis og þar sjáum við að orðið er samstofna við sögnina lego / legere í merkingunni 'að safna saman, fara gegnum, kanna, skanna, lesa, velja'. Þetta er rótskylt til dæmis enska orðinu legal.

'Konungur' á latínu er hins vegar rex, eignarfall regis. Það orð er skylt sögninni rego / regere sem merkir 'að stjórna, ríkja' og er til óbreytt til dæmis í dönsku. Lýsingarorðið 'konunglegur' er á latínu regalis og á ensku royal en í spænsku real. Það orð í spænsku á sér því allt annan uppruna en orð sem líta eins út í sumum öðrum málum, og merkir líka allt annað. Knattspyrnufélagið Real Madrid er sem sagt konunglegt en nafnið segir ekkert um hversu raunverulegt það er!

...