Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver hefur 'marga fjöruna sopið'?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið e-r hefur marga fjöruna sopið er notað um þann sem hefur öðlast mikla reynslu og þroska, oft vegna einhverra erfiðleika. Dæmi um það í þessari mynd eru til í ritmálssafni Orðabókar Háskólans allt frá síðari hluta 18. aldar og er þar bent á að líkingin sé sótt til lífs sela. Heldur eldra eða frá upphafi 18. aldar, er dæmi um að hafa sopið litlar fjörur.



Selir í fjöru.

Í Íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar (1968:146-147) er tekið undir að líkingin sé sótt til þess er kópar koma í land með mæðrum sínum á fjöru til að sjúga. Í ritmálssafni Orðabókarinnar er einmitt til dæmi frá 18. öld um þetta í eiginlegri merkingu: "Þó eru kópa höfuð hin bestu, þeirra er drukkið hafa nokkurar fjörur." Kópar sem sjúga mæður sínar á fjöru stækka fljótt og belgjast út við hvert skipti sem þeir drekka. Orðasambandið er síðan yfirfært á þann sem þroskast við sérhver átök í lífinu.

Mynd: Quebec - Shivers' Outdoors America

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.1.2006

Spyrjandi

Þórarinn Andrésson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver hefur 'marga fjöruna sopið'? “ Vísindavefurinn, 6. janúar 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5543.

Guðrún Kvaran. (2006, 6. janúar). Hver hefur 'marga fjöruna sopið'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5543

Guðrún Kvaran. „Hver hefur 'marga fjöruna sopið'? “ Vísindavefurinn. 6. jan. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5543>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver hefur 'marga fjöruna sopið'?
Orðasambandið e-r hefur marga fjöruna sopið er notað um þann sem hefur öðlast mikla reynslu og þroska, oft vegna einhverra erfiðleika. Dæmi um það í þessari mynd eru til í ritmálssafni Orðabókar Háskólans allt frá síðari hluta 18. aldar og er þar bent á að líkingin sé sótt til lífs sela. Heldur eldra eða frá upphafi 18. aldar, er dæmi um að hafa sopið litlar fjörur.



Selir í fjöru.

Í Íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar (1968:146-147) er tekið undir að líkingin sé sótt til þess er kópar koma í land með mæðrum sínum á fjöru til að sjúga. Í ritmálssafni Orðabókarinnar er einmitt til dæmi frá 18. öld um þetta í eiginlegri merkingu: "Þó eru kópa höfuð hin bestu, þeirra er drukkið hafa nokkurar fjörur." Kópar sem sjúga mæður sínar á fjöru stækka fljótt og belgjast út við hvert skipti sem þeir drekka. Orðasambandið er síðan yfirfært á þann sem þroskast við sérhver átök í lífinu.

Mynd: Quebec - Shivers' Outdoors America...