Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sennilega kemur Malakoffpylsan upphaflega frá Rússlandi. Að minnsta kosti er hún talin sem rússnesk pylsa í þýskumælandi löndum. Sagt er að í hana þurfi meðal annars nautatungu og svínafitu. Hvernig og hvaðan Malakoff-pylsan barst til Íslands er ekki vitað. Líklegast upphaflega frá Danmörku því að í gömlum auglýsingum frá því snemma á 20. öld eru nefndar ,,servelat- spege- og Malakoffpylsur“. Hugsanlega hefur uppskriftin borist þangað frá Þýskalandi og nafnið með.
Ýmsir réttir eru kenndir við Malakoff, meðal annars kartöflusúpa, Malakoffterta og sérstakur ostasmáréttur. Sögur eru á kreiki hvernig á nafninu standi. Hér eru tvær og á hin síðari sérstaklega við ostaréttinn.
Franski hershöfðinginn Jean Jacques Pélissier vann ásamt hermönnum sínum rússneska virkið Malakow í Krímstríðinu.
Hermaður nokkur af tékkneskum ættum, Jean Jacques Pélissier, þjónaði fyrst sem einfaldur hermaður í franska hernum í Krímstríðinu (1853–1856) en vann sig jafnt og þétt upp í að verða majór og síðan hershöfðingi. Árið 1855 tókst honum og hermönnum hans að vinna rússneska virkið Malakow (á frönsku Malakoff) við Sewastopol. Þegar hann kom heim til Frakklands var hann aðlaður og fékk titilinn duc de Malakoff. Malakoff greifi var mikill matgæðingur og er það ástæða þess að réttirnir bera nafn hans. Sérstaklega virðist Malakoff-tertan vinsæl.
Síðari sagan er um ostinn. Sagt er að ostarétturinn hafi orðið til í Krímstríðinu. Svissneskir hermenn börðust í liði Napóleons III. Þegar þeir sátu um hafnarborgina Sewastopol og virkið Malakow gæddu þeir sér gjarnan á steiktum osti. Eftir að heim var komið héldu þeir upp á sigurinn með steiktum osti. Uppskriftirnar af Malakoff-ostinum eru afar margar og allir halda því fram að vera með þá einu réttu.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur kjötáleggsnafnið malakoff og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2010, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55452.
Guðrún Kvaran. (2010, 3. maí). Hvaðan kemur kjötáleggsnafnið malakoff og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55452
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur kjötáleggsnafnið malakoff og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2010. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55452>.