Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Kaupmannahöfn, Versalir og Rúðuborg eru íslenskar þýðingar á heiti erlendra borga. Hver þýddi og hvar má nálgast tæmandi lista yfir slíkar þýðingar?
Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi tekið saman "tæmandi" lista yfir íslenskar þýðingar á erlendum borgarheitum. Gagnlegan lista með landafræðiheitum er að finna í Orðalykli Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá árinu 1987. Þar er að finna allmargar þýðingar á borgar- og landaheitum, en landa- og höfuðstaðaheiti er einnig hægt að finna á vefsetri Íslenskrar málstöðvar.

Það mundi kosta allmikla vinnu að setja saman lista eins og spyrjandi nefnir. Tilviljun eða tíðni virðist ráða hvaða nöfn komast í orðabækur og afar erfitt er að hafa upp á réttum aldri þeirra og þeim sem fyrstur "þýddi".

Oft eru borgarheiti af þessu tagi lengi notuð manna á milli, til dæmis meðal námsmanna erlendis, áður en þau komast á prent, ef þau þá komast yfirleitt á prent. Stundum gera þýðendur sér leik að því að gefa borgum íslensk heiti en þessi heiti verða ekki endilega eftir það á hvers manns vörum. Heiti sem koma fyrir í fornsögum eru sum hver ekki lengur notuð. Til dæmis hygg ég að fáir tali um Jórsalaborg þegar þeir eiga við Jerúsalem.

Vissulega væri áhugavert ef einhver tæki sig til og safnaði saman borgum og löndum sem fengið hafa íslensk heiti. Gagnasöfn Orðabókar Háskólans mundu reynast vel í leit að aldri í yngra máli og í fornum textum og fornmálsorðabókum má finna þau nöfn sem elst eru.

Heimild:
  • Árni Böðvarsson, Orðalykill, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1987.

Útgáfudagur

9.1.2006

Spyrjandi

Trausti Salvar

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2006. Sótt 17. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5549.

Guðrún Kvaran. (2006, 9. janúar). Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5549

Guðrún Kvaran. „Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2006. Vefsíða. 17. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5549>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Andri Stefánsson

1972

Andri Stefánsson er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og uppruna og hringrás rokgjarnra efna í jarðskorpunni.