Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?

Ray Kurzweil

Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir?

Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum.

Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð. Meira að segja hinum eldri, sem hafa upplifað sífellt örari breytingar á lífsævinni, finnst ósjálfrátt að hraði breytinga hljóti að verða sá sami og hann er núna. En þegar kafað er djúpt í söguna kemur í ljós að tækniframförum er best lýst sem veldisvexti (e. exponential growth) þar sem breytingarnar verða sífellt hraðari. Slíkur vöxtur einkennir alla þróun, tækniþróun þar á meðal. Þegar ætlunin er að spá fyrir um framtíðina nota samt jafnvel vandaðir fræðimenn hraða breytinga í nánustu fortíð til að áætla framfarir á næstu tíu eða hundrað árum. Frá stærðfræðilegu sjónarhorni er ástæða þessa að þegar aðeins er horft á lítinn hluta veldisfalls (e. exponential function) í einu virðist það vera nær bein lína, og línuleg aukning gefur til kynna óbreyttan hraða. Þetta er ástæða þess að ég kalla þetta viðhorf til framtíðarinnar „línulega innsæissýn“ (e. intuitive linear view).


Veldisvöxtur hefur verið á reiknigetu tölva og verður líklega áfram. Myndin er fengin út bók höfundar með leyfi hans. Smellið á myndina til að stækka hana.

Eins og ég lýsi nánar í bókinni The singularity is near: When humans transcend biology þá á þetta líka við um þróun í lífríkinu – sem tækniframfarir byggja raunar á. Hvernig sem gögnin eru skoðuð, sama hvaða tímakvarða miðað er við, og hvaða svið er skoðað, allt frá raftækni til líffræði og frá mannlegri þekkingu til stærðar hagkerfisins – vex allt eftir veldisfalli en ekki línulega. Í bókinni eru yfir 40 gröf af ýmsum sviðum sem bera þessu vitni. Þegar afköst tölva miðað við verð eru skoðuð sést að þetta hefur viðgengist í meira en heila öld og hófst því löngu áður en Gordon Moore fæddist, en hann setti fram hið svokallaða lögmál Moores um framfarir í tölvumálum.

Eru framtíðarspár ekki oft frekar kjánalegar?

Hægt er að taka fjölda dæma um framtíðarspár sem ekki hafa staðist. Sumir myndu nota það sem rök fyrir því að ekki sé hægt að spá fyrir um framtíðina að neinu marki. Almennt má samt segja að aðferðafræði þessa spámanna hafi ekki byggst á nógu traustum kenningum um tækniframfarir. Þetta segi ég ekki bara eftir á að hyggja. Með því að nota slík líkön hef ég í yfir 20 ár getað sett fram spár sem staðist hafa tímans tönn.

En hvernig má það vera að hægt sé að gera áreiðanlegar spár um framfarir í heild sinni þegar ekki er einu sinni hægt að segja fyrir um útkomu eins tiltekins verkefnis?

Það er einmitt mjög erfitt að reyna að sjá fyrirfram hvort ákveðið fyrirtæki eða framleiðsluvara njóti velgengni. Sama vandamál kemur upp þegar spá á fyrir um hvaða tæknihönnun eða tæknistaðall verði ofan á þegar fram líða stundir. Hvernig farnast til dæmis stöðlunum um þráðlaus samskipti, Wimax, CDMA, og 3G, á næstu árum? En eins og ég færi frekari rök fyrir í bókinni minni hefur upplýsingatækni í heild sinni ótrúlega sterka tilhneigingu til veldisvaxtar.

En hvernig má það vera?

Í öðrum vísindagreinum eru mörg dæmi um að samspil margra ófyrirsjáanlegra atburða hafi reglulegar og áreiðanlegar afleiðingar. Sem dæmi má nefna að nær ómögulegt er að spá fyrir um hreyfingar tiltekinnar sameindar í gasskýi, en samt sem áður er hægt að segja fyrir um hreyfingar gassins í heild sinni með hjálp lögmála varmafræðinnar – jafnvel þótt gasið sé gert úr ótal mörgum sameindum sem hafa áhrif hver á aðra á óreiðukenndan hátt. Að sama skapi er ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um útkomu tiltekins verkefnis eða hvernig ákveðnu fyrirtæki muni farnast, en hægt er að segja nokkuð nákvæmlega fyrir um heildarframþróun upplýsingatækninnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Höfundur

rithöfundur, uppfinningamaður og framtíðarfræðingur/author, inventor, and futurist

Útgáfudagur

12.1.2006

Spyrjandi

Sigurbjörn Birgisson
Arnar Ingi Halldórsson, f. 1988
Magnea Rut Hákonardóttir, f. 1989

Tilvísun

Ray Kurzweil. „Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5556.

Ray Kurzweil. (2006, 12. janúar). Er hægt að skyggnast inn í framtíðina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5556

Ray Kurzweil. „Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5556>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?
Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir?

Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum.

Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð. Meira að segja hinum eldri, sem hafa upplifað sífellt örari breytingar á lífsævinni, finnst ósjálfrátt að hraði breytinga hljóti að verða sá sami og hann er núna. En þegar kafað er djúpt í söguna kemur í ljós að tækniframförum er best lýst sem veldisvexti (e. exponential growth) þar sem breytingarnar verða sífellt hraðari. Slíkur vöxtur einkennir alla þróun, tækniþróun þar á meðal. Þegar ætlunin er að spá fyrir um framtíðina nota samt jafnvel vandaðir fræðimenn hraða breytinga í nánustu fortíð til að áætla framfarir á næstu tíu eða hundrað árum. Frá stærðfræðilegu sjónarhorni er ástæða þessa að þegar aðeins er horft á lítinn hluta veldisfalls (e. exponential function) í einu virðist það vera nær bein lína, og línuleg aukning gefur til kynna óbreyttan hraða. Þetta er ástæða þess að ég kalla þetta viðhorf til framtíðarinnar „línulega innsæissýn“ (e. intuitive linear view).


Veldisvöxtur hefur verið á reiknigetu tölva og verður líklega áfram. Myndin er fengin út bók höfundar með leyfi hans. Smellið á myndina til að stækka hana.

Eins og ég lýsi nánar í bókinni The singularity is near: When humans transcend biology þá á þetta líka við um þróun í lífríkinu – sem tækniframfarir byggja raunar á. Hvernig sem gögnin eru skoðuð, sama hvaða tímakvarða miðað er við, og hvaða svið er skoðað, allt frá raftækni til líffræði og frá mannlegri þekkingu til stærðar hagkerfisins – vex allt eftir veldisfalli en ekki línulega. Í bókinni eru yfir 40 gröf af ýmsum sviðum sem bera þessu vitni. Þegar afköst tölva miðað við verð eru skoðuð sést að þetta hefur viðgengist í meira en heila öld og hófst því löngu áður en Gordon Moore fæddist, en hann setti fram hið svokallaða lögmál Moores um framfarir í tölvumálum.

Eru framtíðarspár ekki oft frekar kjánalegar?

Hægt er að taka fjölda dæma um framtíðarspár sem ekki hafa staðist. Sumir myndu nota það sem rök fyrir því að ekki sé hægt að spá fyrir um framtíðina að neinu marki. Almennt má samt segja að aðferðafræði þessa spámanna hafi ekki byggst á nógu traustum kenningum um tækniframfarir. Þetta segi ég ekki bara eftir á að hyggja. Með því að nota slík líkön hef ég í yfir 20 ár getað sett fram spár sem staðist hafa tímans tönn.

En hvernig má það vera að hægt sé að gera áreiðanlegar spár um framfarir í heild sinni þegar ekki er einu sinni hægt að segja fyrir um útkomu eins tiltekins verkefnis?

Það er einmitt mjög erfitt að reyna að sjá fyrirfram hvort ákveðið fyrirtæki eða framleiðsluvara njóti velgengni. Sama vandamál kemur upp þegar spá á fyrir um hvaða tæknihönnun eða tæknistaðall verði ofan á þegar fram líða stundir. Hvernig farnast til dæmis stöðlunum um þráðlaus samskipti, Wimax, CDMA, og 3G, á næstu árum? En eins og ég færi frekari rök fyrir í bókinni minni hefur upplýsingatækni í heild sinni ótrúlega sterka tilhneigingu til veldisvaxtar.

En hvernig má það vera?

Í öðrum vísindagreinum eru mörg dæmi um að samspil margra ófyrirsjáanlegra atburða hafi reglulegar og áreiðanlegar afleiðingar. Sem dæmi má nefna að nær ómögulegt er að spá fyrir um hreyfingar tiltekinnar sameindar í gasskýi, en samt sem áður er hægt að segja fyrir um hreyfingar gassins í heild sinni með hjálp lögmála varmafræðinnar – jafnvel þótt gasið sé gert úr ótal mörgum sameindum sem hafa áhrif hver á aðra á óreiðukenndan hátt. Að sama skapi er ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um útkomu tiltekins verkefnis eða hvernig ákveðnu fyrirtæki muni farnast, en hægt er að segja nokkuð nákvæmlega fyrir um heildarframþróun upplýsingatækninnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

...