Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?

Jón Már Halldórsson

Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast í Mið– og Suður-Ameríku en í þeim heimshluta hafa froskdýr átt undir högg að sækja undanfarin 20 ár eða svo. Margar tegundir þar eru í alvarlegri útrýmingarhættu og sumar útdauðar. Tegundirnar sem spyrjandi hefur áhuga á eru hugsanlega útdauðar.

Tegundin Atelpous pinangoi finnst eða fannst aðeins á tveimur afmörkuðum stöðum í Venesúela, annars vegar á fjallinu Pinango í 2.920 metra hæð yfir sjávarmáli og hins vegar er stofn nokkrum kílómetrum frá í þéttum fjallaregnskógi. A. Pinangoi telst vera í alvarlegri útrýmingarhættu eða jafnvel útdauð því vísindamenn hafa ekki fundið lifandi einstakling tegundarinnar síðan 1997, þrátt fyrir að nokkrir leiðangrar hafi verið gerðir út gagngert til að finna hana.



Ekki tókst að finna mynd af A. pinangoi eða A. nanay en hér er ættingi þeirra Atelopus zeteki, sem lifir í Panama.

Tegundin Atelopus nanay finnst eða fannst við læki í regnskógum Ekvador, sérstaklega nærri vatninu Laguna Toreadora. Lifandi eintak hefur ekki fundist síðan 1989.

Helsta skýringin á mikilli hnignun froskdýra í Mið- og Suður-Ameríku er sveppasýking (chytridiomycosis) af völdum svepps sem nefnist á latínu Batrachochytrium dendrobatidis. Sveppurinn heggur geysilega stór skörð í froskdýrastofna í þessum heimshluta og reyndar víðar. Hann uppgötvaðist fyrst árið 1993 en svo virðist sem útbreiðslan sé óvenju hröð og vistkerfi þar sem sveppurinn breiðist út eru í nokkurri hættu. Orsökin fyrir þessu er ekki ljós en sumir vilja meina að hnattræn hlýnun eigi stóra sök í þessu máli; hærri lofthiti og aukin uppgufun skapi bætt skilyrði fyrir sveppinn sem nær þá auðveldlega að breiðast út og herja á froskdýr en þau eru mjög viðkvæm fyrir húðsýkingu af völdum sveppa.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.5.2010

Spyrjandi

Örn Arnarson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55673.

Jón Már Halldórsson. (2010, 3. maí). Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55673

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55673>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?
Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast í Mið– og Suður-Ameríku en í þeim heimshluta hafa froskdýr átt undir högg að sækja undanfarin 20 ár eða svo. Margar tegundir þar eru í alvarlegri útrýmingarhættu og sumar útdauðar. Tegundirnar sem spyrjandi hefur áhuga á eru hugsanlega útdauðar.

Tegundin Atelpous pinangoi finnst eða fannst aðeins á tveimur afmörkuðum stöðum í Venesúela, annars vegar á fjallinu Pinango í 2.920 metra hæð yfir sjávarmáli og hins vegar er stofn nokkrum kílómetrum frá í þéttum fjallaregnskógi. A. Pinangoi telst vera í alvarlegri útrýmingarhættu eða jafnvel útdauð því vísindamenn hafa ekki fundið lifandi einstakling tegundarinnar síðan 1997, þrátt fyrir að nokkrir leiðangrar hafi verið gerðir út gagngert til að finna hana.



Ekki tókst að finna mynd af A. pinangoi eða A. nanay en hér er ættingi þeirra Atelopus zeteki, sem lifir í Panama.

Tegundin Atelopus nanay finnst eða fannst við læki í regnskógum Ekvador, sérstaklega nærri vatninu Laguna Toreadora. Lifandi eintak hefur ekki fundist síðan 1989.

Helsta skýringin á mikilli hnignun froskdýra í Mið- og Suður-Ameríku er sveppasýking (chytridiomycosis) af völdum svepps sem nefnist á latínu Batrachochytrium dendrobatidis. Sveppurinn heggur geysilega stór skörð í froskdýrastofna í þessum heimshluta og reyndar víðar. Hann uppgötvaðist fyrst árið 1993 en svo virðist sem útbreiðslan sé óvenju hröð og vistkerfi þar sem sveppurinn breiðist út eru í nokkurri hættu. Orsökin fyrir þessu er ekki ljós en sumir vilja meina að hnattræn hlýnun eigi stóra sök í þessu máli; hærri lofthiti og aukin uppgufun skapi bætt skilyrði fyrir sveppinn sem nær þá auðveldlega að breiðast út og herja á froskdýr en þau eru mjög viðkvæm fyrir húðsýkingu af völdum sveppa.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...