Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?

Ari Ólafsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvernig er best hægt að búa til lítið líkan af virkri vatnsvirkjun?

Við krakkarnir í 9-HL erum að gera bekkjarverkefni og þurfum að búa til virka vatnsvirkjun. En það er auðveldara sagt en gert. Við erum komin með grundvallaratriðin en við erum ekki alveg viss hvernig nákvæmlega skal fara að þessu. Okkur datt í hug að vatnið renni í gegnum rör sem tengist túrbínu sem tengist rafal. En væri þetta nóg til að fá rafmagn? Ef ekki, hvernig væri þá best að fara að þessu?

Sæl nemendur í 9-HL.

Meginatriðin í virkjun eru komin hjá ykkur. Vatni er beint í gegnum rör að túrbínu (hverfli) sem fer þá að snúast. Hún er tengd við rafal sem snýst um leið og hún og þar myndast rafstraumur. Rörið að túrbínunni þarf að mynda fallpípu til að skapa þrýsting við inntakið til túrbínunnar og síðan snúninginn í henni. Þetta er gert með því að hafa „lón“ (vatnsbrúsa) í eins til tveggja metra hæð yfir túrbínunni.

Vatnsrörið tengir „lónið“ og túrbínuna í þessari útgáfu en einnig er hægt að nota þrýstinginn frá vatnsveitunni með því að tengja slöngu úr krananum og beint í túrbínuna.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Til þess að skynja raforkuframleiðsluna þarf að setja eitthvert álag á rafalinn. Einfaldast er að tengja lítinn rafmótor (rafhreyfil) yfir útganginn á rafalnum. Virkjunin þarf ekki að vera öflug til að mótorinn fari að snúast en hins vegar þarf kröftuga virkjun til að kveikja á ljósaperu. Ef þið viljið fá ljós má reyna ljóstvist eða ljósdíóðu en þá er ekki sama hvernig hún snýr. Ef þið hafið aðgang að spennumæli þarf alls ekki öfluga virkjun til að fá viðbrögð á mælinn.

Gangi ykkur vel!

Mynd:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.2.2011

Spyrjandi

9. HL í Hvaleyrarskóla

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2011. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55700.

Ari Ólafsson. (2011, 22. febrúar). Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55700

Ari Ólafsson. „Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2011. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55700>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvernig er best hægt að búa til lítið líkan af virkri vatnsvirkjun?

Við krakkarnir í 9-HL erum að gera bekkjarverkefni og þurfum að búa til virka vatnsvirkjun. En það er auðveldara sagt en gert. Við erum komin með grundvallaratriðin en við erum ekki alveg viss hvernig nákvæmlega skal fara að þessu. Okkur datt í hug að vatnið renni í gegnum rör sem tengist túrbínu sem tengist rafal. En væri þetta nóg til að fá rafmagn? Ef ekki, hvernig væri þá best að fara að þessu?

Sæl nemendur í 9-HL.

Meginatriðin í virkjun eru komin hjá ykkur. Vatni er beint í gegnum rör að túrbínu (hverfli) sem fer þá að snúast. Hún er tengd við rafal sem snýst um leið og hún og þar myndast rafstraumur. Rörið að túrbínunni þarf að mynda fallpípu til að skapa þrýsting við inntakið til túrbínunnar og síðan snúninginn í henni. Þetta er gert með því að hafa „lón“ (vatnsbrúsa) í eins til tveggja metra hæð yfir túrbínunni.

Vatnsrörið tengir „lónið“ og túrbínuna í þessari útgáfu en einnig er hægt að nota þrýstinginn frá vatnsveitunni með því að tengja slöngu úr krananum og beint í túrbínuna.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Til þess að skynja raforkuframleiðsluna þarf að setja eitthvert álag á rafalinn. Einfaldast er að tengja lítinn rafmótor (rafhreyfil) yfir útganginn á rafalnum. Virkjunin þarf ekki að vera öflug til að mótorinn fari að snúast en hins vegar þarf kröftuga virkjun til að kveikja á ljósaperu. Ef þið viljið fá ljós má reyna ljóstvist eða ljósdíóðu en þá er ekki sama hvernig hún snýr. Ef þið hafið aðgang að spennumæli þarf alls ekki öfluga virkjun til að fá viðbrögð á mælinn.

Gangi ykkur vel!

Mynd:...