Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk?Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama. Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðilegum þroska taugakerfisins. Einhverfir eiga í vandræðum með félagsleg samskipti og sækjast ekki eftir þeim. Þeir eiga oft í vandræðum með að tjá sig með orðum og um helmingur einhverfra þróar ekki með sér næga tungumálahæfni til að gera sig skiljanlega á þann hátt. Margir einhverfir hafa líka frekar furðuleg áhugamál og taka upp sérkennilegt hegðunarmynstur. Nokkuð algengt er að einhverfir greinist einnig greindarskertir. Þeim sem vilja fræðast meira um einhverfu er bent á að skoða svörin við spurningunum Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni? eftir Orra Smárason og Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu? eftir Ægi Má Þórisson.

Innhverfir eru frekar alvörugefnir, varkárir og einrænir.
- Brody, N. (1972). Personality: Research and theory. Kafli 3, Eysenck's theory of personality, bls. 40-70. London: Academic Press.
- Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
- Innhverfa eða úthverfa? Takið þátt í sálfræðitilraun á netinu.
- What's in a face? Áhugaverð grein um hvernig andlitsdrættir fólks geta mögulega gefið vísbendingar um persónuleika þess.
- Myndin er af The Student Teachers.