Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?

Heiða María Sigurðardóttir

Upphaflega var spurningin svona:

Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk?

Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama.

Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðilegum þroska taugakerfisins. Einhverfir eiga í vandræðum með félagsleg samskipti og sækjast ekki eftir þeim. Þeir eiga oft í vandræðum með að tjá sig með orðum og um helmingur einhverfra þróar ekki með sér næga tungumálahæfni til að gera sig skiljanlega á þann hátt. Margir einhverfir hafa líka frekar furðuleg áhugamál og taka upp sérkennilegt hegðunarmynstur. Nokkuð algengt er að einhverfir greinist einnig greindarskertir. Þeim sem vilja fræðast meira um einhverfu er bent á að skoða svörin við spurningunum Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni? eftir Orra Smárason og Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu? eftir Ægi Má Þórisson.


Innhverfir eru frekar alvörugefnir, varkárir og einrænir.

Innhverfa (e. introversion) er aftur á móti alls ekki röskun heldur er orðið notað til að lýsa persónueinkennum sem oft fara saman. Samkvæmt lýsingum sálfræðingsins Hans J. Eysencks eru þeir innhverfir (e. introverts) sem vilja helst vera einir, eru varkárir, rólyndir og tilbaka. Þeir eru alvörugefnir og fremur svartsýnir, vilja hafa reglu á hlutunum, hafa stjórn á skapi sínu, eru traustir og réttsýnir. Úthverfir (e. extroverts) eru aftur á móti félagslyndir, hressir, fljótir að hugsa og bjartsýnir. Þeir eru gefnir fyrir breytingar og vilja hafa mikið fyrir stafni. Þetta fólk er oft hvatvíst, getur verið hvasst og missir fljótt stjórn á skapi sínu. Að sjálfsögðu getur svo fólk verið einhvers staðar mitt á milli þess að vera innhverft og úthverft.

Af skilgreiningunum hér að ofan er hægt að sjá að einhverfir myndu líklega yfirleitt flokkast sem innhverfir, en flestir innhverfir myndu síður en svo flokkast sem einhverfir.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

  • Brody, N. (1972). Personality: Research and theory. Kafli 3, Eysenck's theory of personality, bls. 40-70. London: Academic Press.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • Innhverfa eða úthverfa? Takið þátt í sálfræðitilraun á netinu.
  • What's in a face? Áhugaverð grein um hvernig andlitsdrættir fólks geta mögulega gefið vísbendingar um persónuleika þess.
  • Myndin er af The Student Teachers.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

19.1.2006

Spyrjandi

Hrefna Hrund, f. 1990

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2006. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5577.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 19. janúar). Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5577

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2006. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5577>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?
Upphaflega var spurningin svona:

Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk?

Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama.

Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðilegum þroska taugakerfisins. Einhverfir eiga í vandræðum með félagsleg samskipti og sækjast ekki eftir þeim. Þeir eiga oft í vandræðum með að tjá sig með orðum og um helmingur einhverfra þróar ekki með sér næga tungumálahæfni til að gera sig skiljanlega á þann hátt. Margir einhverfir hafa líka frekar furðuleg áhugamál og taka upp sérkennilegt hegðunarmynstur. Nokkuð algengt er að einhverfir greinist einnig greindarskertir. Þeim sem vilja fræðast meira um einhverfu er bent á að skoða svörin við spurningunum Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni? eftir Orra Smárason og Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu? eftir Ægi Má Þórisson.


Innhverfir eru frekar alvörugefnir, varkárir og einrænir.

Innhverfa (e. introversion) er aftur á móti alls ekki röskun heldur er orðið notað til að lýsa persónueinkennum sem oft fara saman. Samkvæmt lýsingum sálfræðingsins Hans J. Eysencks eru þeir innhverfir (e. introverts) sem vilja helst vera einir, eru varkárir, rólyndir og tilbaka. Þeir eru alvörugefnir og fremur svartsýnir, vilja hafa reglu á hlutunum, hafa stjórn á skapi sínu, eru traustir og réttsýnir. Úthverfir (e. extroverts) eru aftur á móti félagslyndir, hressir, fljótir að hugsa og bjartsýnir. Þeir eru gefnir fyrir breytingar og vilja hafa mikið fyrir stafni. Þetta fólk er oft hvatvíst, getur verið hvasst og missir fljótt stjórn á skapi sínu. Að sjálfsögðu getur svo fólk verið einhvers staðar mitt á milli þess að vera innhverft og úthverft.

Af skilgreiningunum hér að ofan er hægt að sjá að einhverfir myndu líklega yfirleitt flokkast sem innhverfir, en flestir innhverfir myndu síður en svo flokkast sem einhverfir.

Heimildir, frekara lesefni og mynd

  • Brody, N. (1972). Personality: Research and theory. Kafli 3, Eysenck's theory of personality, bls. 40-70. London: Academic Press.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • Innhverfa eða úthverfa? Takið þátt í sálfræðitilraun á netinu.
  • What's in a face? Áhugaverð grein um hvernig andlitsdrættir fólks geta mögulega gefið vísbendingar um persónuleika þess.
  • Myndin er af The Student Teachers.
...