Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á sjálfsmorðstíðni ungs fólks hér á landi og í öðrum löndum?

Wilhelm Norfjörð

Sjálfsvíg ungs fólks hefur verið samfélagslegt vandamál í mörg ár. Tíðni sjálfsvíga hjá fólki á aldrinum 15 - 24 ára hefur aukist á Íslandi undanfarna tvo áratugi, eins og víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi. Heildartíðni sjálfsvíga á Íslandi er þó svipuð og í mörgum öðrum vestrænum löndum.


Í skýrslu frá árinu 1996 sem unnin var af nefnd á vegum menntamálaráðuneytis kom fram að áætlaður fjöldi sjálfsvígstilrauna á Íslandi er 450 á ári. Sjálfsvígstíðni ungs fólks er há hér á landi og þá sérstaklega hjá körlum á aldrinum 15 - 24 ára en sjálfsvíg er önnur algengasta dánarorsök ungra íslenskra karla. Á árunum 1990 - 1994 sviptu 37 karlmenn á aldrinum 15 - 24 ára sig lífi en 3 konur. Þess ber þó að geta að sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla.

Skráning sjálfsvíga er í höndum Hagstofu Íslands. Því miður hafa erfiðleikar við skráningu hamlað rannsóknum á þessu sviði. Íslendingar eru líka mjög fámennir í samanburði við aðrar þjóðir. Hvert sjálfsvíg vegur því hlutfallslega þungt og alltaf hafa verið nokkrar sveiflur í tíðni þeirra. Ef árið 1996 er til dæmis skoðað eru Íslendingar ekki meðal hæstu þjóða hvað varðar sjálfsvígstíðni; ef árin 1990 og 1991 eru hins vegar skoðuð þá teldumst við í þeim hópi. Það þarf því að skoða tíðnina að minnsta kosti í fimm ára tímabilum til að meta hvort um raunverulega aukningu sé að ræða eða ekki.


Þetta svar er hluti greinar sem birtist fyrst árið 2000 á vefsetrinu Persóna.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Mynd: Frozen emotions.

Höfundur

sálfræðingur

Útgáfudagur

20.1.2006

Spyrjandi

Eyrún Pétursdóttir

Tilvísun

Wilhelm Norfjörð. „Hver er munurinn á sjálfsmorðstíðni ungs fólks hér á landi og í öðrum löndum?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2006, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5580.

Wilhelm Norfjörð. (2006, 20. janúar). Hver er munurinn á sjálfsmorðstíðni ungs fólks hér á landi og í öðrum löndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5580

Wilhelm Norfjörð. „Hver er munurinn á sjálfsmorðstíðni ungs fólks hér á landi og í öðrum löndum?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2006. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5580>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á sjálfsmorðstíðni ungs fólks hér á landi og í öðrum löndum?
Sjálfsvíg ungs fólks hefur verið samfélagslegt vandamál í mörg ár. Tíðni sjálfsvíga hjá fólki á aldrinum 15 - 24 ára hefur aukist á Íslandi undanfarna tvo áratugi, eins og víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi. Heildartíðni sjálfsvíga á Íslandi er þó svipuð og í mörgum öðrum vestrænum löndum.


Í skýrslu frá árinu 1996 sem unnin var af nefnd á vegum menntamálaráðuneytis kom fram að áætlaður fjöldi sjálfsvígstilrauna á Íslandi er 450 á ári. Sjálfsvígstíðni ungs fólks er há hér á landi og þá sérstaklega hjá körlum á aldrinum 15 - 24 ára en sjálfsvíg er önnur algengasta dánarorsök ungra íslenskra karla. Á árunum 1990 - 1994 sviptu 37 karlmenn á aldrinum 15 - 24 ára sig lífi en 3 konur. Þess ber þó að geta að sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla.

Skráning sjálfsvíga er í höndum Hagstofu Íslands. Því miður hafa erfiðleikar við skráningu hamlað rannsóknum á þessu sviði. Íslendingar eru líka mjög fámennir í samanburði við aðrar þjóðir. Hvert sjálfsvíg vegur því hlutfallslega þungt og alltaf hafa verið nokkrar sveiflur í tíðni þeirra. Ef árið 1996 er til dæmis skoðað eru Íslendingar ekki meðal hæstu þjóða hvað varðar sjálfsvígstíðni; ef árin 1990 og 1991 eru hins vegar skoðuð þá teldumst við í þeim hópi. Það þarf því að skoða tíðnina að minnsta kosti í fimm ára tímabilum til að meta hvort um raunverulega aukningu sé að ræða eða ekki.


Þetta svar er hluti greinar sem birtist fyrst árið 2000 á vefsetrinu Persóna.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Mynd: Frozen emotions....