Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Er virkilega hættulegt að hafa fartölvuna ofan á sér?

JGÞ

Það er ekki æskilegt að hafa fartölvur bókstaflega ofan á sér mjög lengi, sérstaklega ef menn eru í þunnum fötum eða fartölvan liggur við óvarða húð. Nokkur hiti kemur frá fartölvum sem eru í gangi. Hitinn er ekki það mikill að húðin brenni, en ef setið er of lengi með fartölvu á lærunum geta þær skaðað húðina og valdið varanlegum húðroða.

Fartölvur geta valdið varanlegum húðroða ef þær liggja of lengi við lítt varða húð. Rafsegulgeislun frá fartölvum er hins vegar minni en náttúruleg svið á taugum í líkama okkar.

Sumir hafa áhyggjur af rafsegulgeislun frá fartölvum. Um hana er meðal annars fjallað í svari Jónínu Guðjónsdóttur við spurningunni Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis? Þar segir meðal annars:

Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun.

Rafsegulgeislun af ýmsum uppruna er mjög algeng í umhverfi okkar. Rafsvið frá loftneti farsíma er til dæmis lítið miðað við náttúruleg svið á taugum í líkama okkar og geislun frá fartölvum er enn minni. Um þetta má lesa nánar í fróðlegu svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu?

Helsta hættan við það að sitja með fartölvur of lengi ofan á sér er þess vegna varanlegur roði á húð.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

3.12.2014

Spyrjandi

Íris Stefánsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Er virkilega hættulegt að hafa fartölvuna ofan á sér?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2014. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=55855.

JGÞ. (2014, 3. desember). Er virkilega hættulegt að hafa fartölvuna ofan á sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55855

JGÞ. „Er virkilega hættulegt að hafa fartölvuna ofan á sér?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2014. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55855>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er virkilega hættulegt að hafa fartölvuna ofan á sér?
Það er ekki æskilegt að hafa fartölvur bókstaflega ofan á sér mjög lengi, sérstaklega ef menn eru í þunnum fötum eða fartölvan liggur við óvarða húð. Nokkur hiti kemur frá fartölvum sem eru í gangi. Hitinn er ekki það mikill að húðin brenni, en ef setið er of lengi með fartölvu á lærunum geta þær skaðað húðina og valdið varanlegum húðroða.

Fartölvur geta valdið varanlegum húðroða ef þær liggja of lengi við lítt varða húð. Rafsegulgeislun frá fartölvum er hins vegar minni en náttúruleg svið á taugum í líkama okkar.

Sumir hafa áhyggjur af rafsegulgeislun frá fartölvum. Um hana er meðal annars fjallað í svari Jónínu Guðjónsdóttur við spurningunni Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis? Þar segir meðal annars:

Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun.

Rafsegulgeislun af ýmsum uppruna er mjög algeng í umhverfi okkar. Rafsvið frá loftneti farsíma er til dæmis lítið miðað við náttúruleg svið á taugum í líkama okkar og geislun frá fartölvum er enn minni. Um þetta má lesa nánar í fróðlegu svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu?

Helsta hættan við það að sitja með fartölvur of lengi ofan á sér er þess vegna varanlegur roði á húð.

Mynd:

...