Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað getið þið sagt mér um Hrunagil og Hvannárgil sem nú eru oft í fréttum vegna gossins á Fimmvörðuhálsi?

Hallgrímur J. Ámundason

Í kjölfar eldgossins sem hófst í Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 hafa Hrunagil og Hvannárgil oft verið í fréttum þar sem tignarlegir hraunfossar hafa fallið ofan í bæði gilin.

Hrunagil

Innst (austast) á Goðalandi heita Hrunar. Talað er um tvenna Hruna sem ýmist eru kallaðir Stóri-Hruni og Litli-Hruni eða Fremri-Hruni og Ytri-Hruni (Stóri- og Fremri-Hruni er þannig sami staðurinn og á við um vestari Hrunana). Hrunarnir eru skriðurunnar brekkur sem jökulvatn hefur sorfið meðan Mýrdalsjökull gekk framar. Nafnið er tilkomið af því að hrun eru þar algeng.

Gilin milli Hrunanna sjálfra og milli þeirra og Morinsheiðar eru kölluð Hrunagil en greinarmunur stundum gerður á Norðurgili og Suðurgili (Þórður Tómasson. Þórsmörk. Land og saga, Reykjavík 1996, bls. 67). Hrunagil (Suðurgil) er það gil sem hraun hefur fallið um vegna gossins. Í máli sumra staðkunnugra þarna er það gil líka nefnt Gljúfragil. Norðurgil Hrunagils er hinsvegar þar sem skilur milli Hruna og Múlatungna og fjær gosóróanum.Hraunfoss í Hrunagili. Myndin er tekin 1. apríl 2010 austan við gilið.

Hvannárgil

Gilin vestan við Morinsheiði eru kölluð Hvannárgil eftir ánni sem þar rennur. Hvannárgil klofnar framarlega í Norðurgil og Suðurgil (eða Norður-Hvannárgil og Suður-Hvannárgil, einnig nefnd Fremra- og Innra-Hvannárgil). Hraunstreymið frá gosstöðvunum ofan við Bröttufönn hefur til þessa runnið í Norðurgilið. Úthólmar heitir svæðið þar ofarlega í gilinu en neðar má finna örnefnið Tvístæður og þar skammt frá eru hengihamrar sem bera nafnið Loft (Þórður Tómasson. Þórsmörk. Land og saga, Reykjavík 1996, bls. 71–72).

Í heimild frá 19. öld er Hvannárgil nefnt Hvannárgljúfur (Rangárvallasýsla. Sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839–1845, 1856 og 1872–1873. Reykjavík 1968, bls. 56) en því nafni virðist ekki bregða fyrir síðar.

Mynd:

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

13.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvað getið þið sagt mér um Hrunagil og Hvannárgil sem nú eru oft í fréttum vegna gossins á Fimmvörðuhálsi?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2010. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55920.

Hallgrímur J. Ámundason. (2010, 13. apríl). Hvað getið þið sagt mér um Hrunagil og Hvannárgil sem nú eru oft í fréttum vegna gossins á Fimmvörðuhálsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55920

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvað getið þið sagt mér um Hrunagil og Hvannárgil sem nú eru oft í fréttum vegna gossins á Fimmvörðuhálsi?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2010. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55920>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Hrunagil og Hvannárgil sem nú eru oft í fréttum vegna gossins á Fimmvörðuhálsi?
Í kjölfar eldgossins sem hófst í Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 hafa Hrunagil og Hvannárgil oft verið í fréttum þar sem tignarlegir hraunfossar hafa fallið ofan í bæði gilin.

Hrunagil

Innst (austast) á Goðalandi heita Hrunar. Talað er um tvenna Hruna sem ýmist eru kallaðir Stóri-Hruni og Litli-Hruni eða Fremri-Hruni og Ytri-Hruni (Stóri- og Fremri-Hruni er þannig sami staðurinn og á við um vestari Hrunana). Hrunarnir eru skriðurunnar brekkur sem jökulvatn hefur sorfið meðan Mýrdalsjökull gekk framar. Nafnið er tilkomið af því að hrun eru þar algeng.

Gilin milli Hrunanna sjálfra og milli þeirra og Morinsheiðar eru kölluð Hrunagil en greinarmunur stundum gerður á Norðurgili og Suðurgili (Þórður Tómasson. Þórsmörk. Land og saga, Reykjavík 1996, bls. 67). Hrunagil (Suðurgil) er það gil sem hraun hefur fallið um vegna gossins. Í máli sumra staðkunnugra þarna er það gil líka nefnt Gljúfragil. Norðurgil Hrunagils er hinsvegar þar sem skilur milli Hruna og Múlatungna og fjær gosóróanum.Hraunfoss í Hrunagili. Myndin er tekin 1. apríl 2010 austan við gilið.

Hvannárgil

Gilin vestan við Morinsheiði eru kölluð Hvannárgil eftir ánni sem þar rennur. Hvannárgil klofnar framarlega í Norðurgil og Suðurgil (eða Norður-Hvannárgil og Suður-Hvannárgil, einnig nefnd Fremra- og Innra-Hvannárgil). Hraunstreymið frá gosstöðvunum ofan við Bröttufönn hefur til þessa runnið í Norðurgilið. Úthólmar heitir svæðið þar ofarlega í gilinu en neðar má finna örnefnið Tvístæður og þar skammt frá eru hengihamrar sem bera nafnið Loft (Þórður Tómasson. Þórsmörk. Land og saga, Reykjavík 1996, bls. 71–72).

Í heimild frá 19. öld er Hvannárgil nefnt Hvannárgljúfur (Rangárvallasýsla. Sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839–1845, 1856 og 1872–1873. Reykjavík 1968, bls. 56) en því nafni virðist ekki bregða fyrir síðar.

Mynd: